Færsluflokkur: Bloggar
Fullkomnun á brúðkaupsdaginn með augnháralengingum
14.7.2010 | 00:18
Ég var stödd í brúðkaupi um helgina .. sem er sossum ekki frásögu færandi nema hvað að ég var að velta því fyrir mér hvernig brúðurin fer að því að vera alltaf sona fullkomin. Þegar hún gengur að altarinu klikkar ekki að maður fær alveg kökk í hálsin því þetta er svo rómantískt og maður hefur aldrei séð brúðina jafn fallega ( ég er kannski eitthvað væmin.
En útlitsundirbúningurinn fyrir stóradaginn tekur eflaust sinn tíma, það er allskyns húðhreynsanir og dekur, nýjar neglur, sérstök brúðarförðun og ég veit ekki hvað og hvað... En það sem ég tók eftir á brúðinni um helgina síðustu er að hún var með alveg rosalega flott og löng augnhár og þá sagði ein mér að hún hefði farið í augnháralengingu.
Augnháralenging!! þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri minnst á þetta! En þetta var líka alveg geðveikt! og rosalega eðlilegt og hún sagði að þetta væri ekkert vesen, maður bara vaknaði um morguninn eins og maður sé með maskara á augnhárunum og svo dettur þetta bara af með tímanum, á að duga í sirka 2-3 vikur held ég og maður getur alltaf farið og látið laga þetta bara til.
Ég er allaveganna ein af þeim sem er með 3 þumalputta og hef einusinni getið sett gerviaugnhár á mig og það leit alveg hræðilega út, þannig að það er gott að vita af þessu þegar kemur að stóra deginum hjá manni ... einhverntíman ... einhverntíman ;)
Hér er hægt að fá meiri upplýsingar um augnháralengingar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Top 10 listinn - hvað verður að vera til í fataskápnum þínum!
10.7.2010 | 00:17
Ég er búin að taka saman lista af 10 basic hlutum sem verða að verta til í fataskápnum hjá hverri konu og aðeins þessir 10 hlutir ættu að nægja til að búa til nokkur heildar lúkk. Go wild with yourimagination
Allar konur verða að eiga einn klassískan svartan kjól sem hægt er að nota við nánast öll tilefni:
HM - ASOS - Forever21 - Dorothy Perkins
"Trench coat" eða frakki eins og ég kalla það bara eru tilvalnir til að nota bæði hversdags og eða spari: allir frakkarnir á myndinni eru úr HM
Þæginlegar og basic gallabuxur ganga við allt. Það þarf bara hver og einn að finna það snið sem hennar sínu vaxtalagi: HM - Dorothy Perkins - Forever21 - Dorothy Perkins
Skirtur hafa verið mjög vinsælar frá síðasta seasoni og halda áfram enda alveg klassískt fyrirbæri:
Doroty Perkins - Forever21 - HM - Evans
Allir verða að eiga að minnsta kosti eitt ef ekki 2 pils í fataskápnum hjá sér. Mér finnst gaman að brjóta upp outfittið og vera í munstruðu pilsi með basic bolum - eða öfugt ;)
Asos - HM - HM - Asos
Stuttir klassískir jakkar eins og leður, galla eða " blaser - Jakki " Gott að eiga fyrir sumarið og ganga við nánast allt. Flott að vera í töffaralegum jakka við sæta kjóla eins og þið sjáið á myndinni.
Forever21 - Dorothy Perkins - HM - Asos
Svartar buxur sem maður getur notað bæði sem spari og Hversdags - og Legging Buxur þær eru svo rosalega þæginlegar og ómissandi í fataskápinn:
HM - HM - HM - Wet Seal
Sætur Hversdagskjóll sem hægt er að púsla saman með annaðhvort jakka eða gollu
forever21 , sami kjóll bara faramaná -Dorothy Perkins - Wet Seal - HM
Hneftar peysur eru mjög praktískar og sérstaklega hérna á Íslandi þar sem skyndilega blæs á mann norðan vindurinn og þá er gott að hafa töff peysu tilbúna í töskunni :
Forever21 - Doroty Perkins - HM - ASOS
Síðast en ekki síst er að sjálfsögðu uppáhalds bolurinn sem maður getur notað bæði við buxur, jeggings eða pils.
HM - HM - Forever21 - Forever21
Bloggar | Breytt 11.7.2010 kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gott ráð til að losna við frekknur og sólarbletti
6.7.2010 | 00:41
Eins og mér finnst frekknur nú vera krúttulegar þá eru yfirleitt þær stelpur sem fá frekknur sem þola þær ekki....
En hér gæti verið lausnin fyrir þær. Ég rakst á skemmtileg video frá Snyrtifræðingnum Kandee Johnson sem vill meina að það er til frábær leið til að hreinsa húðin, næra hana og jafnvel deyfir frekknur og sólarbletti, allt með ódýrari og náttúrulegri aðferð ... sykur og sítróna!!
kíkið á þetta :
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ástar og frjósemisgyðjur voru perur ...
4.7.2010 | 12:38
Þá er það peru vaxtalagið, mér finnst þetta eitt af fallegustu og kvennlegustu vaxtalögunum.
Þær sem eru með þetta vaxtalag ætti að vera með breiðari mjaðmir en axlir og afgerandi mittislínu. Þær sem hafa þetta vaxtalag eru oftast með smá eða miðlungs stór brjóst.
Til þess að ballansera efri helminginn við breiðu mjaðmirnar þarf að draga athyglina upp og bæta við lögum til að virka örlítið breiðari að ofan.
Og hvað eiga perur að klæðast?
· Fylgihlutir eins og klútar, hálsmen áberandi eyranalokkar til þess að draga athyglina að efrihluta líkamans.
· Toppar með stuttum ermum og toppar í áberandi lit draga athyglina líka upp
· Jakkar eða toppar með axlapúðum
· Stuttir jakkar og eða jakkar sem ná ekki lengra niður en að mjöðmum eru mjög klæðilegir
· Miðlungs eða hátt hálsmál
· Föt sem draga athyglina að mittinu
· Kjólar eða pils sem falla laust niður frá mittinu beint eða A snið
· Buxur sem eru lágar ( low rise )
· Beinar buxur eða örlítið víðar ( Boot leg )
Og hvað eiga perur að forðast:
· Föt sem bæta aukalagi við mjaðmirnar
· Klæðafaldur sem lyggur við mjaðmirnar
· Fylgihlutir sem lyggja við mjaðmirnar
· Niðurþröngar buxur eða pils
Margar af mínum uppáhalds stjörnum eru með þetta kvennlega vaxtalag enda hafa flestar ástar og frjósemiðgyðjur verið kenndar við þetta vaxtalag.
- Kristin Davis er alveg einstaklega góð í því að klæða peru vaxtalag sitt -
- Jennifer Lopez er þekktust fyrir peru vaxtalag sitt og hefur einnig verið í fyrsta sæti, 2 ár í röð yfir kynþokkfyllstu konuna að mati FMH magazine -
- Shakira ótrúlega flott og kann að nota línurnar til að draga að sér athygli -
- Tyra Banks hefur breyst mikið í vaxtalaginu í gegnum árin. Í dag þegar hún hefur hætt módelstörfum og er ekki undir pressu að líta út eins og sleikipinni hefur hún fengið þetta fallera peruvaxtalag -
- Hér má sjá peruvaxtalag í tvennskonar tegundum af bikiníi og eins og þið sjáið þá er dregur boxer botninn meiri athygli á mjaðmirnar og er því ekki eins klæðilegt fyrir perur -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Áhrif frá HM í Suður Afríku
3.7.2010 | 01:09
Nú ear ég búin að vera í sveitasælunni síðastliðna viku. Ekkert net, aðeins Ruv og takmarkað farsímasamband. Það má segja að ég sé komin með fráhvarfseinkenni á háu stigi frá tölvunni minni og gat ekki beðið eftir því að setjast niður fyrir framan lappann og skrifa næsta blogg
Á dvöl minni hérna í Breiðafirðinum hef ég fundið allskyns tímarit allt frá árinu 1988 og það er gaman að skoða stefnu og þróun tískunar í gengum árin. Reynar sér maður gegnumgangandi svipaða liti og þema á sumarmánuðum og vetramánuðum koma framm aftur og aftur.
Júlí er rétt að byrja og það þýðir að hásumartískan sem er áberandi og bjartir litir, skræbótt, munstur og allt sem minnir á framandi lönd og hita.
Í hásumartískunni í ár eru að finna áhrif frá Afríku. Mikil athygli frá heimsmeistaramótinu í Suður Afríku gera það að verkum að tískuspekingar hafa sett saman collection í anda heitu sléttunnar, eyðimerkurinnar og Afríska kúltúrsins. Stór afrísk munstur, síðir kjólar ( Maxi kjólar ), Jarðlitir eins og Tan, kaki og appelsínugulur svo eitthvað sé nefnt .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin úr sumarfríi .. í bili
3.7.2010 | 01:08
Þá er kellan komin til baka í bili. Var í sumarparadísinni minni í Breiðafirði, Hvallátur sem er rétt hjá Flatey. Þar náði ég að sólamig í nokkradaga þangað til að rigningin kom. Þá hefur maður ekkert betra að gera enn að kúra með bók, spila og borða góðan mat ;)
Kerlingin bara mjög sátt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vaxtalagið mitt - Ferhyrnda vaxtalagið
25.6.2010 | 00:29
Síðast þegar ég skirfaði um vaxtalag þá tók ég Stundaglasið sívinsæla... og ég eins og margar aðrar eflaust taldi mig vera stundaglas. En eftir að ég fór að grandskoða þetta vaxtalag komst ég bara að því að ég held að ég sé bara ekki stundaglas eftir alltsaman. Ég horfði á mig í spegli og sá ekkert afgerandi mitti... heldur var ég bara soldið bein. Jú auðvitað er maður með mitti en þið vitið hvað ég meina... ég var allaveganna ekki með sona stundaglas-mitti. Þannig að mín niðurstaða var að ég er það sem er kallað beint eða ferhyrnt vaxtalag.
Þær sem eru sona eins og ég með beint vaxtalag einkennast af
Brjóstmál og mjaðmamál eru umþaðbil sama stærð og ekki svo afgerandi mitti.
Handleggir og fótleggir eru í réttum hlutföllum við en geta líka verið aðeins grannvaxnari
Brjósmál er yfirleitt sona medium stærð miðað við hlutföll ( það reyndar á ekki við um mig )
Sumar geta verið með flatan rass
Og það er algengt að þær sem eru núna með þetta vaxtalag voru eitt sinn með stundaglasvaxtalagið þegar þær voru grennri eða yngri
Því miður á maður til með að líta út fyrir að vera lávaxnari og eða þyngri en maður raun er
Og hvernig á maður að klæða sig þannig að maður líti út fyrir að vera með flottar línur??
- Jakkar eða annar fatnaður með axlapúðum er tilvalinn til að gera betur grein fyrir öxlum eða efri parti, axlapúðarnir meiga hinsvegar ekki vera of stórir
- Föt sem eru aðsniðin / semí aðsniðin
- Ef að maður er með granna handleggi þá ættiru að vera í stutterma og hlíra toppum eða kjólum
- Ef þú ert með frekar lítil brjóst þá klæðir þig betur medium eða hátt hálsmál
- Kjólar sem falla laust út frá mittislínunni
- Beinar buxur og örlítið útvíðar buxur fara vel þeim sem eru með ferhyrnt vaxtalag
- Pils í A-sniði
Hvað á að forðast:
- Þröng föt þau sýna hversu beinn maður er í laginu og maður vill frekar sýnast vera með flottar línur
- Víðir toppar
- Víðar buxur
- Niðurþröng pils
Ég fann nokkrar þekktar konur sem eru falla undir ferhyrnda vaxtalagið
- Brooke Shelds Alltaf glæsileg! -
- Mary J. Blige er yfirleitt mjög góð að klæða á sig kvenlegu línurnar þó að þessi tiltekni kjóll geri það ekki -
- Drew Barrymore -
- Hillary Duff-
- Fergie í góðu formi -
-Cameron Diaz-
- Og síðust en ekki síst hin glæsilega Kim Cattrall úr Sex and the city .. Kynbomban sjálf er með þetta ferhyrnda vaxtalag -
Þá þakka ég fyrir mig í bili og er farin í stutt sumarfrí ... kv. Fríða
Bloggar | Breytt 3.7.2010 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Pæjudress fyrir útileiguna í sumar
21.6.2010 | 23:57
Fyrsta helgin í Júlí, Verslunarmannahelgin og fleiri aðrar helgar eru frammundan þar sem maður þarf að fara að hugsa .... ahh, helvítis útileiga.. eins og það er nú gaman þá er bara nánast ómögulegt að vera pæjuleg í íslenskri útileigu þar sem er allra veðra von.
Reyndar hefur ullarpeysan verið í tísku síðustu misseri en ég er ein af þeim sem get bara ekki verið í ull... manni bara klæjar svo helvíti mikið undan henni, og ég læt ekki sjá mig í risastórum kraftgalla! Fólk myndi bara kalla á eftir mér .. SÆL BANGSAMAMMA!
... Neinei bara smá grín , en ég fór af stað og ákvað að leita að útileigu dressi fyrir næstu helgi... og næstkomandi útileiguhelgar sem að gerðu sitt gang - Hlýtt og flott á sama tíma !
- Stígvél-anorakkur og renghlíf : Accessorize -
Stígvélin eru geðveik og eru frá jimmy choo - það er hægt að panta þau að net-a-porter.com , Blómóttur regnjakki er frá redherring-Debenhams, Rauðbleik flíspeysa frá northface-útilíf, vettlingar frá cintamani og auðvitað crusal aukahlutir, sólgleraugu úr accessorize og regnhlíf úr debenhams.
Mér finnst síðu fleece peysurnar frá cintamani alveg ótrúlega töff og virka alveg fyrir útileiguna
Tilvalið að vera í þessu sætu ullarnærfötum frá Janus innanundir öllu, og nota buxurnar bara eins og Leggings innanundir hlýja kjóla eins og flískjóla eða ullarkjóla
Þett er eitt af uppáhaldsflíkunum mínum, keypti mér eina sona Cintamani úlpu fyrir 2 árum og hún er að mínu mati alveg möst í útileigum þegar það er orðið kalt á kvöldin... og að sjálfsögðu á veturnar líka.
Það er augljóst að ég sé hrifin af Cintamani vörunum , en Elva - flíspeysan er á mjög góðu verði og gerir sitt gagn ... og flottust í bleiku fyrir sumarið ;)
Vindur- Rigning eða bara bæði á sama tíma - þá verður gott að vera með sona hlífðar dress , Didrikson jakkar og hlífðarbuxur eru töff og líka á ágætis verði í Ellingsen
.... Svo á maður bara að njóta þess að vera flottur og líða vel á sama tíma því að það er fjárfesting að kaupa góðan útivistarfatnað sem maður er sáttur við, því þetta endist manni nefnilega í mörg mörg ár!
Bloggar | Breytt 2.7.2010 kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tískuvika í New York fyrir plus-size
18.6.2010 | 20:50
Nú um þessar mundir er stórviðburðu í gangi í New York. FFF- week ( full figure fashion week ) er tískuvika sem hefur það góða þema að einblína á hönnuðir og verslansir sem eru með fatnað fyrir konur í stærri stærðum. Þetta er í annað sinn sem að fff-week er haldin en það var brotið blað í sögu tískunnar þegar fff-week var haldin í fyrsta skipti í fyrra. Að sögn Gwen DeVoeframkvæmdastjóra tískuvikunnar heppnaðist þetta svo rosalega vel og fór framm úr öllum björtustu vonum að ákveðið var að gera þetta að árlegum viðburði.
Þá er bara að vona að Íslenskir hönnuðir, sem eru að gera alveg frábæra hluti fari að skoða þetta consept og byrji að prómótera og bjóða vörurnar sínar fyrir stærri konur, því það er alveg nóg af okkur þarna úti og við viljum líka vera flottar ;)
- Gwen Devoe með opnunarræðu -
- Áhorfendur bíða spenntir eftir fyrstu tískusýningunni -
- þetta er frá versluninni monifc sem er meðal þeirra sem sýna á tískuvikunni -
- monifc -
- monifc -
- monifc -
- Hér er annar hönnuður sem sýnir á tískuvikunni Chan.nel Karama -
- Can.nel Karama -
-Can.nel Karama -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stundaglasið - vinsælasta vaxtalagið
14.6.2010 | 21:40
Það má segja að stundaglasið sé einn af eftirsóttustu vaxtalögunum, Margar af kynþokkafyllstu stórstjörnum falla undir þetta vaxtalag. Stundaglasið getur verið í hvaða stærð sem er en það er lögunin sem sker úr um það hvort að maður sé Stundarglas eða ekki. Þær konur sem eru með þennan líkamsvöxt einkennast af grannri mittislínu og eru jafn breiðar að ofan og neðan.
Konur sem eru með stundaglas vöxinn ættu að draga athyglinni að mittinu sem undirstrikar þennan kvenlega og kynþokkafulla vöxt. Þið sem eruð með þennan vöxt eruð nokkuð heppnar með það að það er mjög mikið sem klæðir ykkur.
Hverju áttu að klæðast?
- Aðsniðin og semi-aðsniðin föt
- Föt úr léttu og mjúku efni með Áberandi litum og munstri
- Flegið hálsmál eins og t.d V eða Uhálsmál
- Kjólar sem eru með mittis-stykki eða tekknir saman í mittið og falla létt yfir mjaðmirnar
- Korselette
- Buxur sem eru beinar í sniðinu
- Pils sem eru bein í sniðinu eða með örlitlu A sniði
- Belti í mittið
Hvað á að forðast:
- Föt úr stífu og fyrirferðamiklu efni
- Vítt snið
- Hátt hálsmál ( nema ef maður er með lítil brjóst
- Föt með axlapúðum
Hérna kemur gott dæmi um það hversu miklu máli skiptir að klæðast rétta sniðinu... annars er maður í hættu með að klæða á sig nokkur kíló.
Og eins og þið sjáið þá eru konur með þennan vöxt alveg einstaklega kynþokkafullar, enda segja karlmenn að þetta sé miklu meira aðlandi en "size 0"
- Marilyn Monroe
- Beyonce
- Scarlett Johanson
- Dita Von Tese
- Jayne Mansfield
- Salma Hayek
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)