Vaxtalagið mitt - Ferhyrnda vaxtalagið

Síðast þegar ég skirfaði um vaxtalag þá tók ég Stundaglasið sívinsæla... og ég eins og margar aðrar eflaust taldi mig vera stundaglas. En eftir að ég fór að grandskoða þetta vaxtalag komst ég bara að því að ég held að ég sé bara ekki stundaglas eftir alltsaman. Ég horfði á mig í spegli og sá ekkert afgerandi mitti... heldur var ég bara soldið bein. Jú auðvitað er maður með mitti en þið vitið hvað ég meina... ég var allaveganna ekki með sona stundaglas-mitti. Þannig að mín niðurstaða var að ég er það sem er kallað beint eða ferhyrnt vaxtalag.

body-shape-rectangle.gif

Þær sem eru sona eins og ég með beint vaxtalag einkennast af

Brjóstmál og mjaðmamál eru umþaðbil sama stærð og ekki svo afgerandi mitti.

Handleggir og fótleggir eru í réttum hlutföllum við en geta líka verið aðeins grannvaxnari

Brjósmál er yfirleitt sona medium stærð miðað við hlutföll ( það reyndar á ekki við um mig )

Sumar geta verið með flatan rass

Og það er algengt að þær sem eru núna með þetta vaxtalag voru eitt sinn með stundaglasvaxtalagið þegar þær voru grennri eða yngri

Því miður á maður til með að líta út fyrir að vera lávaxnari og eða þyngri en maður raun er

Og hvernig á maður að klæða sig þannig að maður líti út fyrir að vera með flottar línur??

  • Jakkar eða annar fatnaður með axlapúðum er tilvalinn til að gera betur grein fyrir öxlum eða efri parti, axlapúðarnir meiga hinsvegar ekki vera of stórir
  • Föt sem eru aðsniðin / semí aðsniðin
  • Ef að maður er með granna handleggi þá ættiru að vera í stutterma og hlíra toppum eða kjólum
  • Ef þú ert með frekar lítil brjóst þá klæðir þig  betur medium eða hátt hálsmál
  • Kjólar sem falla laust út frá mittislínunni
  • Beinar buxur og örlítið útvíðar buxur fara vel þeim sem eru með ferhyrnt vaxtalag
  • Pils í A-sniði

 

Hvað á að forðast:

  • Þröng föt – þau sýna hversu beinn maður er í laginu og maður vill frekar sýnast vera með flottar línur
  • Víðir toppar
  • Víðar buxur
  • Niðurþröng pils

 

Ég fann nokkrar þekktar konur sem eru falla undir ferhyrnda vaxtalagið

 

brook-shields.jpg

- Brooke Shelds Alltaf glæsileg! -

 

mary-j-blige-4.jpg

- Mary J. Blige er yfirleitt mjög góð að klæða á sig kvenlegu línurnar þó að þessi tiltekni kjóll geri það ekki -

 

drew-2.jpg

- Drew Barrymore -

 

hillary-duff.jpg

- Hillary Duff-

 

fergie.jpg

- Fergie í góðu formi -

cameron-diaz.jpg

-Cameron Diaz-

kim-catrall.jpg

- Og síðust en ekki síst hin glæsilega Kim Cattrall úr Sex and the city .. Kynbomban sjálf er með þetta ferhyrnda vaxtalag -

 

Þá þakka ég fyrir mig í bili og er farin í stutt sumarfrí ... kv. Fríða

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mjög athyglisvert

Fanney (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 17:05

2 identicon

þetta er meira en merkilegt takk fyrir þetta og góða skemmtun í fríinu þínu :)

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 10:27

3 identicon

Úff, núna hef ég ekki hugmynd um hvort ég sé ferhyrnd eða stundaglas! Ferhyrnd að ofan og stundaglas að neðan.. Er það til? ;)

Tinna Rós (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 20:27

4 identicon

Endilega skrifaðu um peruvaxtarlag næst :)

Sigrún (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 00:31

5 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Tinna, Stundaglösin þurfa ekki endilega að hafa eitthvað stór brjóst,  þetta er allt spurning um heildar útlitið ;)

Fríða Guðmundsdóttir, 2.7.2010 kl. 20:12

6 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Annars eftir nánari íhugun þá held ég að þú gætir flokkast undir Peru ;)

Fríða Guðmundsdóttir, 4.7.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband