Fullkomnun á brúðkaupsdaginn með augnháralengingum

Ég var stödd í brúðkaupi um helgina .. sem er sossum ekki frásögu færandi nema hvað að ég var að velta því fyrir mér hvernig brúðurin fer að því að vera alltaf sona fullkomin. Þegar hún gengur að altarinu klikkar ekki að maður fær alveg kökk í hálsin því þetta er svo rómantískt og maður hefur aldrei séð brúðina jafn fallega ( ég er kannski eitthvað væmin.

En útlitsundirbúningurinn fyrir stóradaginn tekur eflaust sinn tíma, það er allskyns húðhreynsanir og dekur, nýjar neglur, sérstök brúðarförðun og ég veit ekki hvað og hvað... En það sem ég tók eftir á brúðinni um helgina síðustu er að hún var með alveg rosalega flott og löng augnhár og þá sagði ein mér að hún hefði farið í augnháralengingu.

Augnháralenging!! þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri minnst á þetta! En þetta var líka alveg geðveikt! og rosalega eðlilegt og hún sagði að þetta væri ekkert vesen, maður bara vaknaði um morguninn eins og maður sé með maskara á augnhárunum og svo dettur þetta bara af með tímanum, á að duga í sirka 2-3 vikur held ég og maður getur alltaf farið og látið laga þetta bara til.

Ég er allaveganna ein af þeim sem er með 3 þumalputta og hef einusinni getið sett gerviaugnhár á mig og það leit alveg hræðilega út, þannig að það er gott að vita af þessu þegar kemur að stóra deginum hjá manni ... einhverntíman ... einhverntíman ;)

anaeli-novalash

Hér er hægt að fá meiri upplýsingar um augnháralengingar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég sá í einhverjum sjónvarpsþætti, held það hafi verið Doctors að fyrir tilviljun fannst efni sem lengir og þykkir augnhárin umtalsvert.

Upphaflega var um að ræða lyf við gláku, en þegar fólk var búið að nota það í nokkrar vikur varð fólk vart við að augnhárin höfðu lengst og þykknað alveg helling.

Svo úr varð að efnið er núna selt í USA gegn lyfseðli.  Ég man ekki hvað það heitir, en orðin Issis eða Assis hringja einhverjum bjöllum.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 15.7.2010 kl. 19:43

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Áhugavert.. Það er sko allt til í Bandaríkjunum

Fríða Guðmundsdóttir, 15.7.2010 kl. 20:11

3 identicon

Loreal er með einhverja svona augnháranæringu sem á að þykkja og lengja augnhárin ( ef maður er duglegur að nota það ). Það þýðir ekki að kaupa það bara og búast svo við að kraftaverk gerist.. hehe :)

 Annars langar mig að prufa svona lengingar. Bara svo dýrt!

Þekki eina sem lætur gera þetta af og til og hún er mjög fín með lengingarnar..

Kristín (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 00:29

4 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já þú ættir kannski að setja contact upplýsingar hérna, ÉG er allaveganna mjög áhugasöm eftir að hafa séð þetta svona auglitis til auglítis

Fríða Guðmundsdóttir, 17.7.2010 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband