Færsluflokkur: Bloggar
"Trends are for everyone!"
18.8.2010 | 22:25
Systurnar Courtney og Laura Wells sátu fyrir í myndaseríu fyrir tísku tímaritið Cosmopolitan ásamt stuttri grein um þær stöllur núna fyrir stuttu.
En það sem er svo merkilegt við þessa myndaseríu er að systurnar sem eru báðar starfandi módel eru í sitthvorri stærðinni - önnur er í regular model size en hin í plus size. Með þessari seríu eru þær að sína haust tískuna og vilja leggja áherslu á það að tíska er fyrir alla líka þær sem eru í stærri stærðum.
Nú er það ykkar að dæma hvor þeirra tekur sig betur út í fötunum - mér finnst það ekki vera spurning það er miklu flottara að vera með mjúkar línur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ert þú tilbúin fyrir skólann?
15.8.2010 | 17:09
Að velja dress fyrir fyrsta skóladaginn getur verið erfitt. Það er mikilvægt að finna eitthvað sem lætur mann líða vel og er ánægður með sjálfan sig í því það gefur manni meira sjálfsöryggi og getur hjálpað manni að kynnast nýju fólki
- Forever 21 -
- Vero Moda -
- Fullt af hugmyndum af samsettningu frá hugmyndahönnuðum HM -
- Forever 21 -
Skyrtur er töff fyrir skólann og hægt að klæðast á marga vegu ( HM)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þær eru ógeðslega flottar!!
10.8.2010 | 23:25
Ég hef fengið mikið inspiration frá erlendum plus size tískubloggurum. Þær eru flottar, hugmyndaríkar og ekki hræddar við að prufa nýja hluti. Mig langar að linka á nokkrar af mínum uppáhalds:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að klæða sig eftir barnsburð
7.8.2010 | 12:56
Eins og það er frábær tími að vera nýkomin heim af fæðingardeildinni með litlu dúllunni sinni þá á sama tíma er maður kannski ekki fullkomlega sáttur við útlit. Það er erfitt að finna klæðileg föt því líkami manns er í einhverju millibils ástandi.
Maður et of grannur fyrir óléttufötin sem maður notaði síðustu mánuðina, plús maður er líka kominn með algjört ógeð af þeim! þrátt fyrir það er maður ekki orðinn alveg nógu og grannur til að komast í gömlu góðu gallabuxurnar sem maður gekk í fyrir óléttuna.
En það sem þú getur gert er að draga fram fötin sem þú komst í þegar þú vast komin um 3 mánuði á leið. Það voru þessar þæginlegar teigu buxur og ef þú hefur átt sona underbelly óléttubuxur þá ættu þær að vera tilvaldar á þessu tímabili rétt eftir barnsfæðingu.
Það sem klæðir best vöx nýbakaðra mærða eru dökkar gallabuxur og buxur í bootcut sniðinu. Gott er að fá sér einlita hlíraboli sem eru sérstakalega hannaðir til að það sé þæginlegt að gefa brjóst . Og ef að maður vill ekki vera mjög ber þá er gott að finna sér fleignan bol eða kjól til að vera utnayfir hlírabolinn. Snið eins og Empirewaist og Babydoll eru klæðilegri fyrir vöx nýbakaðra mæðra og ef maður fílar smá skraut þá er talað um að toppar eða kjólar með skrauti , pallíettum eða einhvernsskonar bróderíngu um hálsmálið sé mjög gott því það dregur athyglina upp og frá maga-svæðinu.
- Flottar vörur fyrir óléttar og nýjar mæður hægt að panta hjá mothers en Vouge -
- Flottar og þæginleg föt frá boob sérstaklega hannað fyrir konur með barn á brjósti. Þessar vörur fást í versluninni 2 líf í kópavogi -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Real beauty comes within ...
4.8.2010 | 22:57
Hver kannast ekki við það að vakna með feituna, eða virkilega bad hairday?? Kveikir á sjónvarpinu og það blasir við þér fallega fólkið í þáttunum... ekki eitthvað til að bæta daginn.
Þetta kemur reglulega fyrir mig en þá má maður ekki brjóta sjálfan sig niður með neikvæðum hugsunum heldur einbílna á allt það jákvæða í fari sínu... það eru allir að minsta kosti ánægðir með einn hlut Brjóstin? ... kannski rassinn, augun jafnvel tærnar hehe bara svo eitthvað sé nefnt ;)
Sumar stjörnur hafa tileinkað sér ákveðið mottó og lífsspeki til að láta sér líða betur og vilja koma því á framfæri til kvenna víðsvegar um heiminn...
Real beauty comes within We grow old and our looks may fade but not our personality - Kate Winslet.
Confidence is the sexiest thing a woman can have. Its much sexier than any body part. - Aimee Mullins.
I think iss hilarious when peiple call jessica Alba or Eva Longoria curvy. Theyre not curvy. Theyre small. Im Curvy America Ferrera
Be Bold Be free Be Courageous You are not a slave... to the media.. they cant tell you who to be unless you let them DONT LET THEM Be Beautiful be you be the godess you are love yourself! - Quee Latifa.
Men are not the enemy, but the fellow victims. The real enemy is wonens denigration of themselves. Betty Friedan
Its not who you are that holds your back, ists who you think youre not Kelly Clarckson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drop Dead Diva
1.8.2010 | 12:30
Nú fer verslunarmannahelgin senn að enda og ég vona að flestir hafi skemmt sér vel áfallalaust. Ég sjálf var bara í bænum og tók því rólega því ég var á löngu ferðalagi um daginn og var alveg búin eftir það.
En ég er þrátt fyrir það búin að nýta helgina vel og meðal annars er ég búin að horfa á fyrstu seríu af frábæra þætti sem ég downloadaði á torrent. Þættirnir fjalla um súpermódel sem deyr og kemur til baka fá himnaríki í stærð 16 og miklu gáfaðri en hún var.
Ég ætla ekki að segja meira en ég mæli sterklega að þið downloadið eða fáið einhvern sem þið þekkið til að downloada þeim því þeir eru því miður ekki sýndir í sjónvarpinu.
Hér er síðan sem ég fann þættina á http://eztv.it/
maður finnur bara Drop Dead Diva þarna í select show listanum. - Góða skemmtun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Findu þitt vaxtarlag - taktu prófið!
28.7.2010 | 10:19
Síðustu mánuði hef ég verið að taka fyrir eitt og eitt vaxtarlag og komið með nokkra góða punkta um hvað klæðir best hvert vaxtarlag.
Á þessu tímabili er ég búin að flakka framm og til baka því sjálf er ég ekki viss hvaða vaxtarlag ég tilheyri.... En ég rakst á frábæra síðu núna um dagin sem maður getur tekið próf og lesið fleirri góð ráð frá stílista um vaxtalögin.
smelltu hér og taktu prófið til að finna þitt vaxtarlag ef þú ert ekki viss:
Hér eru nokkur myndbönd frá stílistanum Joy Wilson þar sem hún sýnir hvað hentar hverju vaxtarlagi:
Myndband um Eplið:
Myndband um Stundarglasið:
Myndband um Ferhyrnda vaxtarlagið:
Myndband um Peruna:
Myndband um Jarðaberið:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Trendið fyrir Haust/Vetur 2011
26.7.2010 | 21:36
Nú fara útsölur í verslunum loks að líða undir lok og alltaf jafn gaman að sjá nýju vörurna fylla búðahillur og glugga.
Tísku spekularar hafa verið að spá í spilin fyrir veturinn og þetta getur verið eitthvað af því sem við förum að sjá í verslanir fyrir haustið
Sexy rúllukragar. Þó að rúllukragar virðast vera eitt af því sem er einfaldlega ekki sexy... þá vilja þeir meina að þeir verði mjög sexy í vetur. Allt veltur á því hvernig maður dressar sig... skemmtilegt er að mixa saman litum og funky fylgihlutum og venjulegur rúllukragi fer frá því að vera boring yfir í það að vera orðin töff .
Háir Kragar. Háir kragar á jökkum eru ekki bara flottir, heldur líka praktískir. Þeir halda manni heitum á köldum vetrardegi og á sama tíma alveg súper stylish
Síðir kjólar. Kvenleiki er alltaf í tísku... Þannig að ef þið eruð í stuði til að vera extra kvelegar þá er síður kjóll alveg tilvalinn. Síðu kjólarnir voru að koma inn í sumar og verða áframm þannig að enginn ætti að vera í vandræðum með að finna hið fullkomna maxi kjól sem klæðir sig vel.
Hermanna- stíll. Sem mótsvar við kvennlegu kjólatískuna verður einnig sterk hermanna árif í tísku í vetur. Camel brúnn, Kahki eða hermanna grænn og grófir jakkar eiga eftir að sjást í vetur. Sjálf Gisele Bundchen sat fyrir hjá tímaritinu Vouge í hermanna þema og það eitt er nú alveg ástæða til að prufa þennan stíl.
Poncho. Í vetur koma ponchoin aftur inn, en till þess að falla ekki í þá grifju að líta út fyrir að vera lummó þá þarf maður að vera soldið creative og þess að vera stylish .. fyrir suma getur það verið soldið erftitt... maður á bara að vera duglegur að prufa!
Há stígvél. Háu hné stígvélin halda áfram að vera vera vinsæl , þau eru sexy og flest líka nokkur þæginleg. Háu stígvelin eru alveg fullkomin fyrir vetratíðina fyrir snjóinn og bleituna og þú lítur vel út í leiðinni ;)
Víða buxur. Á tískupöllum fyrir vetrartískuna voru margir hönnuðir með víðar buxur í línunum sínum. Sumar voru einfaldar og í einum lit á meðan aðrir fóru lengra og höfðu þær litríkar og glitrandi. Þannig að það fer eftir þér hvort fer betur við fataskápinn þinn.
Leður. Leður er vissulega klassískt fyrirbæri en í vetur eigum við eftir að sjá allt úr leðri, Kjólar, pils, buxur, jakkar... bara nefna það . Stjörnurnar eru líka alveg æstar í það núna!
Háskólastíllinn. Skólinn hefur alltaf áhrif á hausttískuna. Háskólastíllinn eða röndótt, köflótt ,háir sokkar, uppábrettar buxur, kaðla prjón og mjög grófar peysur bæði hnepptar og lokaðar ... svo eitthvað sé nefnt.
.... En þetta er bara brotabrot af öllu því sem kemur í vetur og tískan getur alltaf tekið stefnu einhvert annað án fyrirvara, því það erum auðvita þið flotta fólkið sem setur trendið ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað táknar uppáhalds liturinn þinn??
20.7.2010 | 16:21
Hvaða skilaboð ertu að senda með litavali þínu?
Vissiru það að litir hafa áhrif á undirmeðvitundina og geta vakið fram mismunandi tilfingar hjá öðrum? Þú hefur eflaust heyrt um að litir eru notaðir í ýmsan tilgang í auglýsingum til að skapa ákveðna ímynd. T.d gult ódýrt ?? ( Bónus,krónan) eða Blátt fyrir traust, hvítt fyrir hreinleika??
Þetta sama á við um litaval í klæðnaði, það er hægt að senda frá sér ýmiss skilaboð bara með því að velja rétta litinn.
HVÍTUR
Hvíti uppruni allra lita í litaflórunni. Hann gefur frá sér ljós og er aðallega sumarlitur. Að klæðast hvítu heldur þér svalari í heitu og fer mjög vel með björgum sumar og vor litum. Brúir klæðast hvítu til að tákna sakleysi og hreinleika. Læknar og hjúkrunarkonur klæðast ávalt hvítu sem undirstrikar það að hér sé allt hreint og sótthreinsað.
Hvítt á það til að vera pínulítið gegnsætt og verður maður þá að vera vakandi yfir því hverju maður er innanundi ... ömmu nærbuxur eru því algjört nono þegar kemur að því að klæðast hvítum buxum. Einnig er gott að vera í ljósum innanundir bol undir hvítum toppum so að brjósarhaldarinn skíni ekki í gegn.
- Debenhams ( Red Herring , Oasis, Dorothy Perkins, Forever 21 -
SVARTUR
Svartur er sá litur sem er alltaf í tísku og er því nokkuð save . Hann er sagður vera grennandi en á hinn boginn dregur hann framm allar línur bauga og hrukkur sem eru í andlitinu, þannig að gott er að froðast að hafa hann nálægt andlitinu ef að maður er að leita eftir því að vera með frísklegt og unglegt útlit.
Svartur er hinsvegar tákn fyrir völd og yfirráð ... það er því kannski ekkert skrítið að litli svarti kjóllinn sé fullkominn í sínast vera voldug... en sexy ;)
- Debenhams ( Red Herring), Next, Asos, Evans -
RAUÐUR
Rauði liturinn er litur lostans og ástarinnar, og mesti tilfiningaríkasti liturinn. Rauður hefur einnig líkamleg áhrif á fólk, fær andardráttinn og púlsinn til að slá hraðar. Sagt er að konur sem klæðast rauðu séu mjög sjálfsöruggar. Eins og rauður er nú kenndur við kynlíf og dregur athygli þá getur liturinn einnig látið mann líta út fyrir að vera þyngri enn maður í raun er og liturinn örvar matarlyst .... kannski útskýrir þetta hversu margir þyngjast yfir jólahátíðarnar ?
- Forever21, HM, ASOS, HM -
BLEIKUR
Bleikur er mjög mjúkur og rúlegur litur sem örvar tilfingu til rómantíkur, akkurat öfugt við losta rauða litarin. Ljós bleikur gefur orku og er afslappandi, sá sem klæðist honum virkar meira aðgengilegri og opnari og er því ljósbleikur tilvalinn litur til að klæðast ef maður er að fara á stefnumót ;)
- Asos, Next, Oasis, Wet Seal -
FJÓLUBLÁR
Fjólublár er sá litur sem finnst sjaldan úti í náttúrinni þetta er staðreind sem gerir það að verkum að sá sem klæðist fjólubláum dregur strax að sér athygli, en stundum virðirst hann tilgerðarlegur. Fjóliblár hefur alltaf staðið fyrir lúxus, konungsting, auð og fágun. Fjólublár
- HM, Next, Ellos -
BLÁR
Blái liturinn er einn af vinsælustu litunum. Enda er hægt að finna hann á mörgum stöðum, allt frá himni til hafs, og frá bláum augum til hinna sígildu bláum gallabuxunum. Blár vekur yfirleitt framm gagnstæðar tilfingingar við rauðann. Blár örvar þau efni í líkamanum sem gefa okkur tilfingu um frið og ró, þannig að bláir tónar eru tilvaldir fyrir jógað og hugleiðsluna.
Stlilistar mæla með því að vera í einhverju bláu þegar maður fer í atvinnuviðtal því að er merki um traust.
- Forever21, HM, Dorothy Perkins, HM, HM -
GRÆNT
Grænn er mjög sefjandi og upplífgandi litur í senn enda stendur græni liturinn fyrir náttúruna. Augað á auðvelt með að greina grænalitinn og rannsóknir hafa sýnt að hann getur jafnvel bætt sjónina!
Grænn er litur peninga, dökk grænn stendur fyrir karlmennsku og auðæfi. Vegna þess að græni litur stóð fyrir velgengi báru brúðir á miðöldum eitthvað grænnt sem átti að vera tákn um frósemi þeirra.
- HM, Dorothy Perkins, Asos, Dorothy Perkins -
GULUR
Þessi litur er einn af þeim erfiðustu fyrir augað að höndla, gulur getur verið yfirgnæfandi en er þrátt fyrir það mjög glaðvær og jákvæður litur og hefur ýmsa góða eiginleika: fyrst og fremst þá dregur hann athygli og eykur einbeitingu, Sumir halda því framm að gulur litur getur hraðað efnasamskiptum .... humm, það er tilvalið að klæðast gulu á vorin og sumrinn því hann kemur manni sjálum og örðum í gott skap. Gulur er líka tákn fyrir góð kaup í viðskiptum.
- , Forever21, Doroty Perkins, Oasis, Debenhams ( Red Herring ) -
APPELSÍNUGULUR
Ef þú vilt draga að þér athygli .. þá skaltu klæðast einhverju appelsínugulu. Hann er samanblandaður af lostafulla rauðalitnum og glaðlega gulalitnum og eru hárif hans því temmilega samblandaður af báðum litum. Eins og gulur þá er appelsínugulur mjög vitsmunalega örvandi, og líka merki hlíu, orku, breytinga og góðra heilsu. Eins og rauður er appelsínugulur mjög agressívur nema að ef að liturinn er kominn út í meira peach-orange þá er hann meira róandi.
- Forever21, Dorothy Perkins, Dorothy Perkins, Asos -
BRÚNN
Brúni liturinn er jarðlitur og tengist því við náttúruna, sem er því fullkominn litur í safarí stíl. Brúntónalitir tákna áreiðanleika, jafnvægi og uppbyggingu þannig að þetta er mjög góður litur til að klæðast í vinnunni
- HM, HM, Wet Seal, HM, HM -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jarðaberið - áVÖXTUR ástarinnar?
15.7.2010 | 22:16
Þær sem eru með jarðaberja vöxt eru yfirleitt breiðari að ofan en neðan eða semsagt, Axlabreiðar og eða Brjóstgóðar og minni mjaðmir.
Þessi vöxtur er stundum kallað öfugur þríhyrningur eða V vaxtalagið og er talið annað besta vaxtalagið á eftir stundarglasinu.
En til að fullkomna heildarútlitið er best fyrir Jarðaberin að búa til jafnvægi milli efri og neðriparts og þar að leiðandi að draga athyglinni frá efrihluta líkamans.
Hverju er best að klæðast?
· Toppar sem eru með flegið eða medium flegið hálsmál - eins og V hálsmál
· Kjólar eða Toppar með Breiðum hlírum ( Mjóir hlírar eiga að til að láta axlirnar líta út fyrir að vera breiðari)
· Kjólar eða toppar með stuttum ermum eða kvart ermum
· Passa vel upp á að finna góðan brjóstarhaldara, það getur breytt öllu
· Toppar eða kjólar sem flæða frá mittinu
· Pils sem flæða út eða eru með A sniði.
· Buxur sem eru með víðum skálmum
· Áberandi skór sem draga athyglina strax niður að neðripartinum
Og hvað skal forðast?
· Toppa eða kjóla sem draga athyglinni að efriparti
· Jakkar eða annað sem er með axlapúðum í
· Hátt hálsmál
· Stórir kragar
· Mjög niðurþröngar buxur ( Skinny Pants )
· Þær sem eru lávaxnar - farið varlega í það að vera í síðum jökkum eða toppum, þeir geta látið mann líta út fyrir að vera enn lávaxnari.
Nokkrar vel valdar konur með jarðaberjavaxtalagið:
- Hin þokkafulla Angelina Jolie hefur þennan vöxt -
- Jessica Simpson -
- Demi Moore -
- Catherine Zeta-Jones -
- Renee Zellweger hefur farið upp og niður í viktinni fyrir kvikmyndaferilinn sinn en er samt alltaf jafn glæsileg engu að síður -
- Og engin önnur en sjálf Barbie er gefinn þessi vötur -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)