Ástar og frjósemisgyðjur voru perur ...

Þá er það peru vaxtalagið, mér finnst þetta eitt af fallegustu og kvennlegustu vaxtalögunum.

Þær sem eru með þetta vaxtalag ætti að vera með breiðari mjaðmir en axlir og afgerandi mittislínu. Þær sem hafa þetta vaxtalag eru oftast með smá eða miðlungs stór brjóst.

Til þess að ballansera efri helminginn við breiðu mjaðmirnar þarf að draga athyglina upp og bæta við lögum til að virka örlítið breiðari að ofan.

 bodyshape_july07_pear1.jpg

Og hvað eiga perur að klæðast?

·         Fylgihlutir eins og klútar, hálsmen áberandi eyranalokkar til þess að draga athyglina að efrihluta líkamans.

·         Toppar með stuttum ermum  og toppar í áberandi lit draga athyglina líka upp

·         Jakkar eða toppar með axlapúðum

·         Stuttir jakkar og eða jakkar sem ná ekki lengra niður en að mjöðmum eru mjög klæðilegir

·         Miðlungs eða hátt hálsmál

·         Föt sem draga athyglina að mittinu

·         Kjólar eða pils sem falla laust niður frá mittinu – beint eða A snið

·         Buxur sem eru lágar ( low rise )

·         Beinar buxur eða örlítið víðar ( Boot leg )

 

Og hvað eiga perur að forðast:

·         Föt sem bæta aukalagi við mjaðmirnar

·         Klæðafaldur sem lyggur við mjaðmirnar

 

·         Fylgihlutir sem lyggja við mjaðmirnar

 

·         Niðurþröngar buxur eða pils

 

Margar af mínum uppáhalds stjörnum eru með þetta kvennlega vaxtalag enda hafa flestar ástar og frjósemiðgyðjur verið kenndar við þetta vaxtalag.

 

kristin-davis_1006059.jpg

- Kristin Davis er alveg einstaklega góð í því að klæða peru vaxtalag sitt -

 

1009_body_shape_curvybum-main

- Jennifer Lopez er þekktust fyrir peru vaxtalag sitt og hefur einnig verið í fyrsta sæti, 2 ár í röð yfir kynþokkfyllstu konuna að mati FMH magazine -

 

shakira.jpg

- Shakira ótrúlega flott og kann að nota línurnar til að draga að sér athygli -

 

tyra_banks-jtm-033250.jpg

- Tyra Banks hefur breyst mikið í vaxtalaginu í gegnum árin. Í dag þegar hún hefur hætt módelstörfum og er ekki undir pressu að líta út eins og sleikipinni hefur hún fengið þetta fallera peruvaxtalag  -

 

peru_sundfot.jpg

- Hér má sjá peruvaxtalag í tvennskonar tegundum af bikiníi og eins og þið sjáið þá er dregur boxer botninn meiri athygli á mjaðmirnar og er því ekki eins klæðilegt fyrir perur -

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er alveg að fýla bloggið þitt :D takk fyrir það!

vildi að asos og þessar búðir væru allar hér líka á íslandi

kata (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 03:36

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

takk takk, já það er svo mikið af þessum verslunum sem eru ekki á Íslandi... í rauninni er úrvalið hérna heima alveg grátlegt.

Reyndar held ég að ASOS sé bara sona netverslun en senda um allan heim. Þannig geta þeir boðið sanngjarnt verð... enda snilldar netverslun

Fríða Guðmundsdóttir, 5.7.2010 kl. 18:07

3 identicon

Snilld!

Er eitthvað á dagskránni hjá þér að koma með færslu um svona must have flíkur þ.e. svona basic flíkur sem maður getur notað við margt og pússlað saman?

Ég er nefnilega að fara erlendis að versla og ætla mér að gera góð kaup en ekki sanka að mér úr öllum áttum einhverju sem passar engann veginn saman. Ætla að gera þetta almennilega og vantar svo góð ráð varðandi það!

Örugglegar margar í mínum sporum, sem eru að fara út að versla og vantar góð ráð!

Helena (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 20:27

4 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Góð hugmynd Ég skal fara að vinna í þessu. Hver er svo verið að fara?

Fríða Guðmundsdóttir, 6.7.2010 kl. 23:14

5 identicon

Veiiii:)

Er að fara til Boston! Æj maður hefur farið í nokkrar verslunarferðir og látið bara greipar sópa í búðunum og ekki mikið pælt í hlutunum...en nú er víst kreppa og þá skal hugsað út í hverja einustu flík:) Vantar að dressa mig upp fyrir veturinn og eiga nóg af basic flíkum, skápurinn er orðinn eitthvað fátæklegur.

Helena (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 23:40

6 identicon

Hæ! Heyrðu ég er ekkert smá rugluð í þessu, fatta ekki alveg hvaða vaxtarlag ég er....

 Ég er með stóra bumbu og stór brjóst, lítinn rass (sko miðað við hlutföll, annars ekki..hehe), læri í feitari kantinum en samt ekki eins og stelpan á neðstu myndinni...meira svona samvaxin og svo mjóa kálfa. 

Ekki herðabreið og með smá bingó spik. Þegar ég kaupi föt lendi ég í mestum vandræðum með brjóstin því þau eru alltaf of stór í allt sem ég máta.

 Hvað er ég þá....epli? Peru-epli kannski?

Anna (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 01:22

7 identicon

Gleymdi að segja að ég er með mitti...ekki mjótt en það er til staðar, ég klæði mig oftast í kjóla sem eru þröngir í mittið og koma svo útvíðir út :)

Anna (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 01:26

8 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já þá ættiru að vera Jarðaberið, ég ætla að skrifa um það næst ;)  en það er gott að leggja áherslu á að búa til mjaðmir á sig til að ballansera efri partinn,  sona svipað og þú ert að gera heyrist mér

Fríða Guðmundsdóttir, 9.7.2010 kl. 17:01

9 identicon

Ok! Takk fyrir þetta! Hlakka til að lesa um jarðarberið :)

Anna (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband