Pæjudress fyrir útileiguna í sumar

 Fyrsta helgin í Júlí, Verslunarmannahelgin og fleiri aðrar helgar eru frammundan þar sem maður þarf að fara að hugsa .... ahh, helvítis útileiga.. eins og það er nú gaman þá er bara nánast ómögulegt að vera pæjuleg í íslenskri útileigu þar sem er allra veðra von.

Reyndar hefur ullarpeysan verið í tísku síðustu misseri en ég er ein af þeim sem get bara ekki verið í ull... manni bara klæjar svo helvíti mikið undan henni, og ég læt ekki sjá mig í risastórum kraftgalla! Fólk myndi bara kalla á eftir mér .. SÆL BANGSAMAMMA!

 ... Neinei bara smá grín Tounge, en ég fór af stað og ákvað að leita að útileigu dressi fyrir næstu helgi... og næstkomandi útileiguhelgar sem að gerðu sitt gang -  Hlýtt og flott á sama tíma !

bleik-rigning.jpg

- Stígvél-anorakkur og renghlíf :  Accessorize -

red-and-style.jpg

Stígvélin eru geðveik og eru frá jimmy choo - það er hægt að panta þau að net-a-porter.com  , Blómóttur regnjakki er frá redherring-Debenhams, Rauðbleik flíspeysa frá northface-útilíf, vettlingar frá cintamani og auðvitað crusal aukahlutir, sólgleraugu úr accessorize og regnhlíf úr debenhams.

dagny_3.jpg

Mér finnst síðu fleece peysurnar frá cintamani alveg ótrúlega töff og virka alveg fyrir útileiguna

janus-fot.jpg

Tilvalið að vera í þessu sætu ullarnærfötum frá Janus innanundir öllu, og nota buxurnar bara eins og Leggings innanundir hlýja kjóla eins og flískjóla eða ullarkjóla

ester09.jpg

Þett er eitt af uppáhaldsflíkunum mínum, keypti mér eina sona Cintamani úlpu fyrir 2 árum og hún er að mínu mati alveg möst í útileigum þegar það er orðið kalt á kvöldin... og að sjálfsögðu á veturnar líka.

elva_09.jpg

Það er augljóst að ég sé hrifin af Cintamani vörunum ,  en Elva -  flíspeysan er á mjög góðu verði og gerir sitt gagn ... og flottust í bleiku fyrir sumarið ;)

didrikson.jpg

Vindur- Rigning eða bara bæði á sama tíma - þá verður gott að vera með sona hlífðar dress , Didrikson jakkar og hlífðarbuxur eru töff og líka á ágætis verði í Ellingsen

  ....  Svo á maður bara að njóta þess að vera flottur og líða vel á sama tíma því að það er fjárfesting að kaupa góðan útivistarfatnað sem maður er sáttur við, því þetta endist manni nefnilega í mörg mörg ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að fíla rauðu samsetninguna!! :D

Sigrún (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 00:22

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já, maður verður nú að láta taka eftir sér á útihátíðinni ;)  þetta er geggjað pæjudress!

Fríða Guðmundsdóttir, 22.6.2010 kl. 00:31

3 identicon

Ég er líka að elska þessar peysur frá Cintamani:)

http://www.cintamani.is/images/products/jonina_colrs_09_2.jpg

Hafdís (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 20:20

4 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já þessi er geggjuð.. á einmitt eina sona rauða, elska hana alveg ;)

Fríða Guðmundsdóttir, 22.6.2010 kl. 22:56

5 identicon

Er nýbúin að uppgöta bloggið þitt! það er alveg æði!...
ég er einmitt búin að vera að velta útilegudressinu svoldið fyrir mér....
síðu flíspeysurnar eru truflaðar! hugsa að ég fjárfesti í einni slíkri við fyrsta tækifæri :)

Takk fyrir gott blogg :)

Dagga (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 10:57

6 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Takk sömuleiðis :D endilega vertu dugleg að leggja inn í umræðuna, kann vel að meta það ;)

Fríða Guðmundsdóttir, 23.6.2010 kl. 22:04

7 identicon

Rauða samsetningin er æði!! ;)

Helga (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 15:18

8 identicon

útilegudress f. þjóðhátíð er einmitt buið að valda mér miklum hausverk...takk fyrir fullt af góðum hugmyndum !

Fanney (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband