Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Glimmer á Gamlárs!

Þegar kemur að áramóta-make-upinu þá má maður sko ekki klikka á glimmerinu! Ég á einmitt upp í skáp alveg sérstakan áramóta laust glimmer / augnskugga sem er búinn að endast mér í tæp 10.ár!! ótrúlegt en satt... það er sona einskonar hefð að taka það út úr skápnum og dassa þarna glimmerinu á sig.... og jafnvel yfir hárið líka Grin

Fyrir ykkur sem viljið fá hugmynd að förðun fyrir áramótin þá eru hér 2 góðar tillögur:


Þið getið horft á fleiri skemmtileg kennslumyndbönd frá Michelle Phan hér


Detox eftir jólin

detox_1050458.jpg

 Uppþemba, bjúgur og pestar... algengir fylgihvillar jólahátíðarainnar. Í dag líður mér eins og upplásinn blöðruselur eftir allt salt og sykur átið síðustu daga :/  ég hef því leitað mér ráða um hvernig er hægt að detoxa sig eftir jólin!
Númer eitt er vatnslosandi te. Grænnt te er frábær kostur einnig er hægt að búa til sitt te sjálfur með engiferrót og sítrónusafa. Þegar ég var ólétt drakk ég soldið af Birkisafanum frá Weleda til að losna koma í veg fyrir bjúginn og fannst mér það virka ágætlega.Heilsubúðir víða bjóða líka upp á gott úrval af grænu tei

green-te_1050461.jpg

 

Svo er það Byéonce detox kúrinn, maður blandar saman safa úr 3 sítrónum, cyenne pipar og 125ml agave síróp í 2l vatn og drekkur á 2 tima frest . Þetta segist Söngkonan Byéonce gera eftir allar hátíðar til að koma sér aftur á strik.

beyonce22


Lífrænt epla edik er eitt best falda leyndarmál náttúrunnar, alveg stútfullt af asidofílus (góðu gerlarnir) sem hjálpa okkur að koma jafnvægi á flórunna í maganum og þarmaflórunni í jafnvægi. Og þegar flóran er í góðu jafnvægi þá eru minni líkur á að við fáum kvilla eins og:


-sveppasýking
-síþreyta
-frunsa
-flensa/ bælt ónæmiskerfi
-kvef og slen
-hægðartregða/truflanir
-bólur
-exem
-útbrot
-vanlíðan
-svefnleysi

eplaedik
Ekki reyna að spara þegar kemur að heilsu ykkar. Besti kosturinn er Demeter Eplaedikið frá Yggdrasil.


Svo er ekki bara nóg að drekka heldur líka að borða léttan mat, Snillingurinn hún Cafe Sigrún hefur fundið til margar góðar uppskriftir bæði af söfum og  léttum réttum sem hafa þennan "detox" effect. Smellið á myndirnar til að sjá uppskriftina.

Horfraeskex

 Hörfræ eru alveg sérstaklega holl. Þau eru trefjarík og losa um í pípulögninni okkar þannig að ekkert ætti að stíflast!

soba_nudlusalat_med_wakame_engiferi_og_graenmeti

Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti

appelsinu_gulrotar_og_engifersdrykkur

 Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka.


Gleðileg Jól !

gledileg-jol.jpg

Hvernig verða jólin þín?

Ég trúi því ekki að það séu bara nokkrir dagar í jólin... mér finnst þessir síðustu dagar fyrir jól einkennast af alltof miklu óþarfa stressi. Ég mæli því með að allir taki sér langt og gott bað með slakandi olíum og kertaljósi. Sjálf ætla ég að panta mér tíma í nudd og spa rétt fyrir jólin ... reyndar er þetta bara sona partur af jólagjöfinni frá kallinum InLove

En ég er búin að redda jóladressinu... vel valinn gilltur stuttur kjóll, látlaus með síðum púffí víðum ermum... og svo rúsínana í pylsuendanum er  svart sítt hálsmen ... alltsaman keypt í topshop - greip síðasta kjólinn í 14! ... Tók reyndar smá forskot á sæluna og mætti í kjólnum í EFJ ilmvatnspartýið, sem var haldið á Austur síðustu helgi.

Curvy chic á EFJ ilmvatns partýi á Austur

 En það er möst að vera með þema þegar það kemur að jóladressinu
... hvernig verða jólin þín?

 

bIG cITY cHRISTMAS ~~ for vBARBIEv

Big City Christas - Elegant og látlaust jóladress með þessari klassísku litasamsetningu - Rautt, Svart og Gyllt
 
Presents for Christmas

Vintage smart Christmas - Þessi stíll er alveg ótrúlega flottur ,öðruvísi en samt ekki of glamúr og  ljósi liturinn harmonerar einstakelga vel með með grænu og gylltu 
 
 
Christmas is Love

Country fantasy Christmas - Um að gera að nota hugmyndaflugið , hver segir að maður þurfi endilega að vera í satín eða silki um jólin.
 
Merry Christmas and Happy New Year!!!

Sparkle and furr  -  Þetta kombó passar vel við hátíðarnar og sérstaklega fyrir áramótin! Ég mundi setja mig í þennan flokk elska glimmer og glamúr í desember Wink
 
polychristmas - katy perry.

Cozy Christmas -  Það er ekki fyrir alla að dressa sig upp og margir hugsa til þess að versla praktíst " Reyna að kaupa eitthvað sem maður getur notað aftur " og þá getur bera verið töff af vera í fallegri peysu og láta þá skó og fylgihluti spara sig upp...  
 
Believe

Hvít Jól - eins og þau voru alltaf hérna einu sinni  Wink En það má ekki gleyma að Hvítur er líka jólalitur og verður einstaklega hátíðarlegur með silfurlituðum fylgihlutum.
 
Ah! Christmas...

Colourful   Christmas - Ég dáist að þeim sem þora meira en maður verður samt alltaf að hafa bak við eyrað það góða mottó "less is more" 
 
Christmas

Sweet Christmas - Rómantískt og stelpulegt ... alveg algjört æði!!
 
 
Christmas time

Rauð Jól - Classíkin er að fá sér rauðan kjól fyrir jólin bæði hvítt og gyllt passar vel við til að lyfta upp dressinu og gera það enn hátíðarlegra
 
Badass holiday look!

Naugthy Christmas - Flott fyrir töffarana , þessar sem eru alveg sama þó þær fá kartöflu í skóinn Wink
 
Merry Christmas!!!

Glittery Christmas - Svartur nýstárlegur kjóll, og fullt af pallíettu til að skreyta sig með... eins og jólatré Grin. Maður þorir kannski ekki að fara alla leið í pallíettu kjólinn þá er þetta fínn millivegur
 
Merry Christmas and Happy New Year!!!

Lacey Christmas - Blúndurnar hafa ekki sagt sitt síðasta, rómantískt og sexy yfirbragð, sérstaklega með þessum nude lit. Kemur alveg hrikalega vel út!
 
lady on Christmas

Formal Christmas - Jólin eru alveg tíminn til að skella sér í galakjól, það er gaman að dressa sig upp eins og maður sé konungborin - fær mann til að líða aftur eins og lítilli stelpu í prinsessuleik Joyful  það er alltof sjaldan sem maður getur gert það og því ekki að hafa jólin með í því.

Hvaða ilmvatn passar þínum persónuleika?

ilmvotn.jpg
Við eyðum gríðalegum tíma í að þefa af allskyns ilmvötnum í von um að finna hinn fullkomna ilm. Ilmur sem festist við okkur og í hvert skiptið sem að makinn, vinirnir eða fjölskyldan finna lyktina hugsa þau til okkar. En vandamálið í dag er að það er svo mikið úrval og erfitt að velja á milli. Stundum endar maður bara með að taka ilmvatnið í flottustu flöskunni! En það sem maður á í raun og veru að gera er að finna ilm sem passar vel við sinn persónuleika.

Ég hef fundið á netinu nokkur skemmtileg próf sem geta hjálpað ykkur að finna út hverskonar ilm fer best persónuleika ykkar. Einnig er gott að hafa þessa punkta í huga þegar leitað er að hinum fullkomna ilmi:   

Próf sem tengir persónuleikann þinn við ilm 

Próf sem hjálpar þér að finna rétta ilmvatnið 

  • Þegar þú stendur í snyrtivörudeildinni og prófar mismunandi lyktir á ilmvatni vertu þá viss um að þú spreyir ekki mörgum mismunandi ilmvötnun á þig í einu – það er erfitt að greina í sundur ilmina.

  •   Láttu ilmvatnið “aðlagast þér” í svolítinn tíma áður en þú ákveður að kaupa það. Ilmvatnið þarf tíma til að setjast á líkamann.

  • Keyptu ekki ilmvatn af því að það fer vinkonu þinni svo vel og hún lyktar svo yndislega. Þú munt nefnilega komast að því að ilmvatnið mun ilma öðruvísi á þér.

  • Það er líka góð hugmynd að bera misunandi lyktir við mismunandi tilefni; eina dagsdaglega, eina þegar þú ferð í veislur og svo eina þegar þú hittir kærastann eða vinina.
Heimild: Zoommagazine - femin.

Mig langar að vekja atygli á því að um helgina fór í sölu í fyrsta íslenska ilmvatnið. Ilmurinn heitir Eyjafallajökull ( EFJ ) og kemur úr smiðju skóhönnuðarins Sigrún Lilju sem er oftast kennd við tískuvörumerkið GYÐJA COLLECTION. Ilmurinn hefurð þá sérstöðu að hann er framleiddur úr vatni frá Eyjafjallajökli. Ilmvatnið er í gæðaflokknum  “Eau de parfum” sem gefur til kynna að ilmurinn hefur meiri styrkleika en Eau de toilette ilmvötn og endist því mun betur. Ég tek þessu ilmvatni mjög fagnandi enda getum við ekki verið annað en stolt af því að eiga sona hæfileikaríka hönnuð og nú líka ilmvatnsframleiðanda.

efj_glas_1047851.jpg

gydja.jpg


Curvy Chic - Loksins komin á facebook!

Jæja elskurnar, ég tók loksins þá ákvörðun að opna facebook síðu þannig að þið getið fylgst með og fengið þetta beint í æð InLove

Endilega Setjið "Like" á mig og bjóðið öllum vinkonum ykkar það líka Grin

Smellið hér til að fara á Curvy Chic facebook profile-inn

101047-pink-jelly-icon-social-media-logos-facebook-logo-square

 


Jólagjafa - Óskalistinn

fyrir ykkur sem hafið ekki hugmynd um hvað þið viljið í jólagjöf... þá er ég með nokkrar skemmtilegar tillögur :)

1# Nýja Bókin Frá Kalla Berndsen - VAXI-n . Ótrúlega henntugt að eiga hana þegar kemur að því að dressa sig eftir vaxtalag. ÉG kvóda frá vefsíðunni www.beautybarinn.is :

"Bókin hefur að geyma ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar sem Karl hefur safnað að sér á sínum fjölbreytilega ferli. Hann leggur ríka áherslu á að sérhver kona finni sinn eigin stíl og klæði sig í samræmi við það hvernig hún er VAXI-n. Titill bókarinnar vísar einmitt til vaxtarlags kvenna sem skipt er í fjóra meginflokka. Konum er kennt að þekkja vaxtarlag sitt útfrá bókstöfunum og hvernig skal klæða sig samkvæmt því."

vaxi-n_kapa-

 

2# Lopapeysan var Jólagjöfin í ár ... en ég segi íslensk hönnun!! Ég er alveg ástfangin af sköpunarhæfileikum okkar íslendinga, ég kíkti aðeins á vefverslunina www.uma.is og www.birkiland.com til að kynna mér úrvalið.

image

image

 - Æðislegir skartgripirnir frá Stáss -

rudolf.jpg

krummi.jpg

- Ævintýraleg og flottar vörur frá Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur -

 

3# Fyrir þær sem vilja bæta mataræðið þá er safapressa klárlega málið. Lýðheilsustöð segir að fá sér 5 ávextir á dag sé nauðsynlegt til að viðhalda góðrið heilsu og forðast pestar, og það er mun fljótlegra að pressa þessi 5 ávexti í eina vítamín bombu!

400X400_AE3150

 

4# Eitt af mínum uppáhaldsgjöfum eru dekurgjafir ... það er svo sjaldan sem maður fær að dekra við sig og þegar maður fær gjafabréf í dekur hefurmaður sko enga afsökun! Svo er náttúrulega langskemmtilegast ef að maður fær svo einhverja vinkonu sína með sér Wink Ég og kallinn fórum í Laugarspa í fyrra rétt fyrir jól og það var alveg himneskt! Mæli klárlega með því!

steam_starblue

 5# Spilakvöld með vinum eða ættingjum geta verið skemmtileg og þess vegna byð ég alltaf um spil í jólagöf... ágætt að vera með gott safn þegar kemur að spilakvöldi :) Uppáhalds spilin mín núna í ár eru Partý Alias og Fimbulfamb!

ecshop_zoom_bja789697

6# Og í tilefni af því að ég nefndi spil... þá má ekki gleyma kertum Grin Ég rakst á blogg hjá pjattrófunum um kerti sem Partý búðin er byrjuð að selja... sona skemmtilega öðruvísi kerti til að fegra heimilið...

IMG_2221-500x332

 kerti2.jpg

kerti3.jpg

kerti5.jpg

kerti6.jpg

kerti1.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband