Hvaða ilmvatn passar þínum persónuleika?

ilmvotn.jpg
Við eyðum gríðalegum tíma í að þefa af allskyns ilmvötnum í von um að finna hinn fullkomna ilm. Ilmur sem festist við okkur og í hvert skiptið sem að makinn, vinirnir eða fjölskyldan finna lyktina hugsa þau til okkar. En vandamálið í dag er að það er svo mikið úrval og erfitt að velja á milli. Stundum endar maður bara með að taka ilmvatnið í flottustu flöskunni! En það sem maður á í raun og veru að gera er að finna ilm sem passar vel við sinn persónuleika.

Ég hef fundið á netinu nokkur skemmtileg próf sem geta hjálpað ykkur að finna út hverskonar ilm fer best persónuleika ykkar. Einnig er gott að hafa þessa punkta í huga þegar leitað er að hinum fullkomna ilmi:   

Próf sem tengir persónuleikann þinn við ilm 

Próf sem hjálpar þér að finna rétta ilmvatnið 

  • Þegar þú stendur í snyrtivörudeildinni og prófar mismunandi lyktir á ilmvatni vertu þá viss um að þú spreyir ekki mörgum mismunandi ilmvötnun á þig í einu – það er erfitt að greina í sundur ilmina.

  •   Láttu ilmvatnið “aðlagast þér” í svolítinn tíma áður en þú ákveður að kaupa það. Ilmvatnið þarf tíma til að setjast á líkamann.

  • Keyptu ekki ilmvatn af því að það fer vinkonu þinni svo vel og hún lyktar svo yndislega. Þú munt nefnilega komast að því að ilmvatnið mun ilma öðruvísi á þér.

  • Það er líka góð hugmynd að bera misunandi lyktir við mismunandi tilefni; eina dagsdaglega, eina þegar þú ferð í veislur og svo eina þegar þú hittir kærastann eða vinina.
Heimild: Zoommagazine - femin.

Mig langar að vekja atygli á því að um helgina fór í sölu í fyrsta íslenska ilmvatnið. Ilmurinn heitir Eyjafallajökull ( EFJ ) og kemur úr smiðju skóhönnuðarins Sigrún Lilju sem er oftast kennd við tískuvörumerkið GYÐJA COLLECTION. Ilmurinn hefurð þá sérstöðu að hann er framleiddur úr vatni frá Eyjafjallajökli. Ilmvatnið er í gæðaflokknum  “Eau de parfum” sem gefur til kynna að ilmurinn hefur meiri styrkleika en Eau de toilette ilmvötn og endist því mun betur. Ég tek þessu ilmvatni mjög fagnandi enda getum við ekki verið annað en stolt af því að eiga sona hæfileikaríka hönnuð og nú líka ilmvatnsframleiðanda.

efj_glas_1047851.jpg

gydja.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband