Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Lögulegri Leikkonur takk fyrir!

Við Anna skelltum okkur á útskriftasýningu Listaháskólans í dag, margt mjög áhugavert -  fílaði kaffihúsapælinguna , eins og lítill markaður eða menningar torg þarna inní miðju Hafnarhúsinu. Við fórum nú þarna til að kíkja á útskriftarverkefni Fatahönnunarinnar.

Ég vil ekki vera með leiðinlega gagnrýni en ég sá ekki margt þarna sem ég gæti hugsað mér að ganga í ... það má kannski segja að þetta hafi verið soldið mikið artí fyrir minn smekk og einfaldlega bara rifnað í sundur ef ég hefði reynd að troða mér í þetta. Við sérum okkur að einum af útskriftarnemunum og ég spurði hana hvort það væri enginn í sem hafði útskriftarlínuna sína í venjulegum stærðum, sona eins og fyrir mig...  Það kom skrítinn svipur á hana og sagði að það var ekki normið fyrir tískuheiminn.

ÉG er bara einganveginn sammála henni og vill meina að svona þvengmjóar stelpur séu bara að detta úr Tísku!! Sjáið bara allar þessar bootylicius skvísur sem eru að meika það þarna í Hollywoodinni! Þetta er allt þróun í rétta áttina, ég spái að size 0 verði út og Marilyn Monroe verði inn á komandi tímum ;)

Fergie-bootylicius Beyonce-bootylicius jennifer-bootylicius


Svona var ég nú einusinni ...

Það er nú oft þannig að maður lifir á fornum frægðum... eða það sem ég meina að einu sinni vorum við allar ungar, fallegar, ferskar og GRANNAR!!  og einhvernvegin er maður alltaf að miða sig við sig þá góðu tíma... þegar maður var " uppá sitt besta"
 

Ég er nú þannig að ég hef alltaf verið löguleg og mjög flakkandi á vigtinni en þegar ég skoða myndir frá því ég var í menntaskóla segi ég bara, VÁ af hverju gat ég ekki verið sátt við mig þarna í staðin fyrir að vera alltaf svo hörð við sjálfan mig og líta á mig sem bollu þegar ég var bara grönn og flott.

Ég gæfi mikið fyrir að geta litið út eins og ég gerði þá...  hugsa ég stundum, en ætli það verði ekki þannig að eftir önnur 10 ár lít ég til baka og hugsa það sama,.. þannig að maður á að vera sáttur við sig eins og maður er í dag og bara njóta þess að geta verið í ermalausum bolum og stuttum pilsum því eftir 10 ár eigum við eftir að líta til baka og hugsa, af hverju gat ég ekki bara verið sátt við mig og notið þess að lifa og vera til

... Og eins og hún Anna vínkona mín sagði við mig um daginn og hún hefur svo fullkomlega rétt fyrir sér "Maður á bara að reyna að vera mögulega besta útgáfan af manni sjálfum hverju sinni."
 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband