Háir hælar ... punkturinn yfir dress"i"-ð

Eftir að ég varð ófrísk og átti stelpuna mína, þurfti ég að læra alveg upp á nýtt að ganga á hælum. Fyrst um sinn hafði ég ekkert þol og gafst strax upp. Þegar ég fór út á lífið var ég farin að taka með mér lágbotna skó til skiptana svo að ég gæti enst út kvöldið. En eftir smá þrjósku hef ég náð að byggja upp gott þol og get nú verið í hælunum út daginn.

Það frábæra við háa hæla er að maður virkar svo miklu grennri og lengri, sem er gott fyrir litlar buddur eins og mig Wink.  Háir hælar eru líka punkturinn yfir "i"-ð þegar kemur að dressinu því að þegar maður er kominn í hælanna gjörbreytist dressið og virkar miklu betur.

Þegar kemur svo að því að ganga í háum hælum getur það verið erfiðara en það sýnist.  Maður þarf mikið að fókusa á að vera beinn í baki , horfa beint fram en jafnframt slaka á í löppunum.

Hér eru stuttar sýnikennslur um hvernig maður á að labba á hælum og bæta líkamsstöðu sína.

 

 Hælarnir fyrir sumarið eru alveg gegggjjjaðir!! Elska líka plattform hælana gefa manni alveg extra sendimetra án óþæginda ... og jú stelpur eru að segja satt þegar þær eru spurðar ... skórnir eru í alvörunni bara ansi þægilegir!

zara-platform.jpg

hm-platform.jpg

En svo fyrir þær sem eru kannski hávaxnar fyrir og þurfa ekki að vera í háum hælum eða þær sem eru búnar að margt reyna á háu hælana en gefast alltaf upp... þá get ég sagt ykkur það að "kitty heels" eða litir hælar verða líka í tísku í sumar Wink

zara-kitty-heels_1059038.jpg

- Zara -

Wedgy's .... Annaðhvort elskar maður þá eða hatar... ótrúlega töff og frábærir fyrir byrjendur á hælum Wink

zara-leopard-wedgy.jpg

- Zara -

topshop-sepadrillur.jpg

- Top Shop -

bianco-galla-wedgy.jpg

- Bianco -

Nýtt inn í sumar eru klossa hælarnir eða "Block heels"  Töffarlegir og grófir!

topshop-blockheels.jpg

- Top Shop -

 

Klossarnir verða enn inni og líklegast næsta season líka, þannig að ef þú ert ekki enn búin að fá þér eitt par þá er það ekki um seinan ...

bianco-klossar.jpg

-  Bianco -

 Og svo er það íslenski hönnuðurinn Marta Jonsson , sem er með ótrúlega vandaða og flotta skó.

marta-jonson.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kem heim með tvö pör af klossum frá DK sem eru nú þegar komnir í töskuna mína.. hlakka til að sýna þér elskan :)

Anna Begga (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 22:58

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

lækí lækí ;)

Fríða Guðmundsdóttir, 7.2.2011 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband