Get out of your Comfort Zone !!!

Mér hefur fundist tískan í haust hafa verið mjög töff... en ég er örugglega ekki ein um það að finnast stundum erfitt að hoppa beint í nýungarnar, eins og tildæmis miðurþröngu buxurnar og stígvél yfir... þetta byrjaði að koma aftur í tísku kringum 2005/6 og ég var bara búin að ákveða það að þessar niðurþröngu buxur væru bara ekkert fyrir mig því ég var ekki eins og tannstöngull í laginu. En eftir að hafa séð nokkrar svipaðar mér klæðast sona buxum fannst mér það bara helvíti töff og fékk mig loksins til að prufa... var fyrst ekki viss en ákvað samt að taka þær ... og viti menn ég varð svo bara alveg ótrúlega ánægð með þetta og á ekkert nema niðurþröngar buxur núna!!

 Þetta dæmi kenndi mér að ég ætti ekki að vera hrædd við nýjungar og öðruvísi hluti ... það er nefnilega hollt fyrir mann að fara aðeins út úr þægindarhringnum sínum ( comfort zone ) . Ég lít reglulega á tískublogg hjá skvísunum erlendis til að fá fleiri hugmyndir hvað maður getur sett saman og það er margt sem kemur á óvart .... bara ekki vera hræddar við að prufa Wink

5195029078_eab1af9392_b


5195032348_44877d33a1_b

fatshionable-hocuspocusx

fatshionable-hocuspocus8

gabi02

 58121927

57658780

5117951771_657b327f6b

 56491289_p

5032590367_b4fb3f7fc4_b

 5011071111_211332e861_b

 gabi01s

5059877292_83c5d504ae_b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er og hef alltaf verið með minn eigin stíl en þegar ég las þessa færslu þá datt mér í hug sokkabuxurnar sem ég keypti mér í fyrra. Það voru GULL sokkabuxur og sem er svo ólíkar mér vægast sagt. En ég "fílaði þær í botn" og keypti mér aðrar glansandi í kopar lit. Nú er það algjört "möst" að vera í glansandi sokkabuxum við lopa-spari-kjólana mína

Sigrún Óskars, 22.11.2010 kl. 18:14

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Mér líst vel á þig

Fríða Guðmundsdóttir, 22.11.2010 kl. 18:39

3 identicon

ég les alltaf bloggið þitt og finnst þú koma með frábærar hugmyndir:) Ég hef einmitt þvílikan áhuga á tísku og fylgist alltaf með hvað er í gangi og það er allveg hellingur sem ég myndi ganga í ef ég væri mjórri. Það er alveg rétt hjá þér að maður verður að fara út fyrir þennan ramma sem maður er stundum fastur í. mér finnst bara alltof fáar búðir á Íslandi vera með flottan fatnað á góðu verði fyrir stærri stelpur. en allavega frábært blogg og hlakka til að lesa meira og reyna að koma mér út fyrir mínu comfort zone :)

Vilborg (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 19:56

4 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Takk fyrir Vilborg    ég er sjálf alltaf í leit að nýjum og skemmtilegum verslunum með almennilegar stærðir bæði hérna heima og til úti í löndum, en ég sé það samt að einhverjar verslanir eru farnar að taka aðeins stærri stærðir inn með , þannig að það er góð þróun,

Fríða Guðmundsdóttir, 24.11.2010 kl. 19:49

5 identicon

Já ég er sammála Vilborgu, allt of fáar búðir sem eru með almennileg skvísuföt í stærri stærðum, finnst svo rosalega oft meirihlutinn vera eitthvað svo "kellinga"legt ef þú skilur hvað ég á við :) en annars, rosa gott og skemmtilegt blogg, áfram þú :)

Guðrún (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband