Vangaveltur um sér íslensk trend....

Síðastliðna 10 daga hef ég verið að njóta hitans og sólargeislana suður á spáni með familíunni og ákvað að taka smá tékk á straumunum fyrir veturinn suðurfrá.

 Það eru eflaust allir sammála mér þegar ég skrifa og segi að maður getur nánast spottað íslending úr fjarlægð þegar við erum í útlöndum. – Hávær – glaðleg og.... klæðnaðurinn! Það er erfitt að finna nákvæmlega út hvað það er en það sem ég tók eftir var að við íslendingarnir vorum oftast nær svart eða dökk klæddir á meðan spánverjar eða aðrar þjóðir voru mun djarfari í litavali og þá meina ég muuunnnn.... því ekki þekki ég margar íslenskar stelpur sem klæðast gulum eða bleikum buxum og skræbóttum bolum á hæsta stigi! En þegar maður pælir í því iðum við í skinninu á að komast í bjartari liti og munstur þegar fer að vora hérna á íslandi... ég held að þetta sé eitthvað veðurfarstengt manni einfaldlega bara langar ekki til að vera svartklæddur í sól og sumri.

Hún Hafdís sem var að vinna með mér bennti mér á frábært efni eða sér íslensk tíska. Tískubólur sem má finna aðeins á íslandi og fannst mér því tilvalið að fylgjast með og bera saman við tískuna úti á spáni. Ég hef reynt að fyljgast með því hvað það er sem nær hámarki hér á íslandi en verður ekki eins vinsælt í öðrum löndum... afhverju skyldi það vera?

Allt úr íslenskum lopa er orðin alveg klassík! Enda fullkomið fyrir okkar kalda og óútreiknanlega loftslag.

 

Lopapeysa eyrnaskjól

Sundskórnir í Apótekunum breittust skyndilega í tískuvöru hérna eitt sumarið og eftir það hafa búðareigendur byrjað að flytja inn allskyns plast skó fyrir sumarið fyrir íslensku píurnar

 

plastskór plastskór Joe Boxer náttbuxur .... þetta var tíska sem ég náði aldrei, enda var ég kannski orðin of gömul þegar hún var sem hæst í hæðum því hún virtist meira ná til ungafólksins. En hinsvegar alveg rosalega þæginleg og afslöppuð tíska.. hehe

náttbuxur
náttbuxur

Ilmurinn Love Spell – þessi óþefur var nánast á annari hverri konu - ég vil ekki móðga neinn en þetta var fínn ilmur í fyrstu en svo fékk ég algjört ógeð – líka kannski ekki mín týpa af ilmi.

Lovespell

... Ég man reyndar ekki meira í augnablikinu en það er gaman að rifja þetta upp

En svona til gamans þá má segja frá því að ég þekki eina sem var úti í noregi í sumar og þar eru allar flottu píurnar í gúmmístígvélum en svona smart tísku típan en ekki eitthvað nokia eða viking - og annað með noreg þá var einhver að skrifa um það á barnalandi að samfestingarnir væru alveg að meika það þarna úti hjá frændum okkar ... hmm... ég er ekki viss um að ég eigi eftir að sjá fólk úti á götu í þessum samfestingum hér á íslandi en aldrei að segja aldrei

Lovespell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

Sigrún Óskars, 19.9.2010 kl. 19:53

2 identicon

kvítt ;)

Erla traustadottir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 23:49

3 identicon

haha ég gæti ekki verið meira sammála með love spell! maður fær bara hausverk í dag ef einhver labbar framhja manni með þennan ilm

Eyrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 13:12

4 identicon

Jiminn... Love spell.. er sammála með það!

Annars... Gúmmístígvél.. þau eru að meika það hérna í Danmörku, það er ekkert grín, allar stelpur í þeim og er ég alvarlega að íhuga að fá mér eitt par eða svo (það er líka alltaf rigning hérna). Auk þess ætla ég að fá mér regnkápu sem virðist ekki vera neitt halló hérna heldur! :)

Ég keypti mér svo bleikar buxur í USA sem vinkonur mínar hlógu af.. - hvað er það? ;)

Anna Begga (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 19:12

5 identicon

Mannstu þegar það var í tísku að vera í stuttu pilsi yfir buxur? Það var sér-íslendskt :)

Stígvél og shortshorts voru í tísku hér í Stokkhólmi í sumar. Ég var ótrúlega öfundsjúk út í allar stelpurnar vegna þess að þær voru með svo brúna leggi, en svo komst ég að því að þær smyrja vel á sig brúnkukremi, hehe.

 Svo var ein vinkona mín að kaupa sér bleikan samfesting.. Ég hef reyndar ekki séð hann, en er samt forvitin.

Love spell... No comment

Tinna Rós (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 20:40

6 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Hahaha... já þetta með pils yfir buxur.. ég man eftir því er sjálf sek um að hafa klæðst þeirri tísku

Fríða Guðmundsdóttir, 21.9.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband