Færsluflokkur: Bloggar

Gefðu gamla bolnum nýtt líf!

Ég er ein af þeim sem sit uppi með troðfullan fataskáp... er alveg háð því að kaupa mér eitthvað nýtt - helst í hverri viku Blush ... já ég er löngu búin að viðurkenna það að ég er shoppaholic á háu stigi!!

En því miður getur maður ekki leyft sér þennan lúxus lengur... buddan bara alveg tóm Frown En eitt af því sem kreppan kennir okkur er að spara - endurnýta gamla hluti og nota ímyndunaraflið! Ég ætla því að gera nokkrar tilraunir með gamlar flíkur í fataskápnum mínum og sjá hvað kemur út úr því - ég fann þennan tutorial á netinu þar sem latino skvísan Gianny sýnir hvernig maður getur búið til kjól út gömlum hlírabol - 2 efnisbútum ( jafnvel hægt að klippa í sundur og nýta efnið úr einhverjum gömlum flíkum) Þetta er reyndar alveg hræðilegur kjóll hjá henni en hugmyndin samt góð .. takið eftir tónlistinni.. haha alveg rosaleg!

ÉG er nú enginn snillingur í saumaskap en ég ætla að pósta útkomuna  þegar ég hef lokið þessu... og ef að ég get græjað þetta þá ættu allir að geta það Grin


What I love about this season

Þessir fyrstu dagar Októbermánaðar hefur verið alveg ótrúlega fallegir - litadýrðin og sólarlagið á stilltum haustkvöldum gefur manni svo mikinn innblástur... manni langar bara til að drífa sig út með myndavélina!

En þrátt fyrir fallega veðrið er kalda loftið farið að hafa áhrif á mann. Varasalvi, hlý föt og kósí skór er eitt af því sem maður er farinn að hugsa til..

Þessir hlutir eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana : 

forever-rondott.jpg

- röndótt , röndótt, röndótt... þarf ég að segja meira? þetta er algjört mösthave fyrir veturinn... er sjálf búin að kaupa mér þónokkuð mikið í röndóttu  Blush -

 

ML895_0213_050R_79202

 

- Cargo Úlpur... ógeðslega flottar og mig langar í eina slíka! -

 

asos-dyramunstur.jpg

- Dýramunstur allstaðar ... Finnst það samt alltaf jafn flott þó að það komi aftur og aftur í tísku -

YesToCucumbersGroup

- Kremin í Pier "Yes to Cucumbers" og "Yes to Carrots" finnst mér vera algjört æði! Góð og fersk lykt. Unnið aðalega úr náttúrulegum hráefnum og eru á góðu verði - 

 bg_shoesnboots_wk01.jpg

- " Worker Boots" eru alveg ótrúlega heit núna , bæði með eða án hæla .... eitthvað sem ég er með á óskalistanum hjá mér Wink -

ledur-og-spari_1032413.jpg

- Leðurjakkai með sparikjólnum, Fór á djammið um dagin í solleiðis múderíngu ... elskaði það! -

 hm-peysa.jpg

- Djúsí síðar peysur og há stígvél. Kósí en samt fashionable InLove -

 16

- Maður á að fá sér frumlega vettlinga ... þessa fann á accessorize síðunni -

 AW110_237

- Eitt af því sem ég endurnýja nánast árlega á þessum tíma... hlýjir mjúkir inniskór... AAHHH -

 


Gúmmí stígvél orðin tískuvara

Þessi tíska er alveg tilvalin fyrir íslenskar aðstæður!!  Nú getum við ekki bara verði í þæginlegu gúmmístígvelunum í útileigum heldur má nýta þau við  smart hverstagsklæðnaði svo eitthvað sé nefnt !

Eins og hefur verið nefnt einhverntíman áður þá eru gúmmístígvelin alveg að slá í geng úti í löndum og önnurhver stjarna klæðist þessu... og mér finnst þetta bara ógeðslega töff :)

 

ashley-olson_1031180.jpg
 
- Ashley Oslon -

 

 

avril-lavigne_1031182.jpg
- Avril Lavigne -
 
anne-hathaway.jpg
- Anne Hathaway -
 
kate-moss.jpg
- Kate Moss -
 
lilly--allen_1031186.jpg
- Lilly Allen -
 
alessia-ventura_1031188.jpg
-  Alessia Ventura -
 
Og ef þig langar að eiga eins stígvél og stjörnurnar þá geturu nálgast Hunter Stígvélin á netversluninni Asos.com
 
blue-boots.jpg
 - Fáanleg í nokkrum litum -

 


Allar konur verða að sjá þetta!!

Fanney vínkona póstaði þessu á facebook og þar sem ég á eina litla snúllu fékk ég bara gæsahúð.... það er rosalega mikið til í þessu... allar konur verða að sjá þetta, þetta er nýja herferðin frá DOVE,



Ég gróf upp meira sem tengist þessari herferð - ahugið þetta er ekki bein auglýsinga herferð heldur á að fá mann til umhugsunar um ímynd kvenna sem við erum sífellt að miða okkur við.



Mjög sorglegt að heyra í þessum ungu stúlkum...

Auðvelt að gera flottar fléttur!!

Fyrr í vor skrifaði ég færslu um mismunandi fléttur og enn eru þær alveg jafn flottar Wink

Nú er ég búin að vera heima að æfa að gera nýjar týpur af fléttum heldur en ég er vön  og fann þá þessi kennslumyndbönd á netinu sem hjálpuðu mér.

Þetta sýnir á auðveldan hátt hvernig hægt er að gera flottar fiskifléttu ... Allir ættu að geta ráðið við það!

Hér er annað gott kennslumyndband um BOHO-braids

Þetta er kannski fyrir þá sem eru vanari að flétta. Þetta er mjög töff og creative greiðsla.

Munið svo bara að þetta kemur kannski ekki í fyrsta ... heldur þarf maður að æfa sig og eftir 3/4 skipti er maður farinn að mastera þetta .... good luck Grin


Vangaveltur um sér íslensk trend....

Síðastliðna 10 daga hef ég verið að njóta hitans og sólargeislana suður á spáni með familíunni og ákvað að taka smá tékk á straumunum fyrir veturinn suðurfrá.

 Það eru eflaust allir sammála mér þegar ég skrifa og segi að maður getur nánast spottað íslending úr fjarlægð þegar við erum í útlöndum. – Hávær – glaðleg og.... klæðnaðurinn! Það er erfitt að finna nákvæmlega út hvað það er en það sem ég tók eftir var að við íslendingarnir vorum oftast nær svart eða dökk klæddir á meðan spánverjar eða aðrar þjóðir voru mun djarfari í litavali og þá meina ég muuunnnn.... því ekki þekki ég margar íslenskar stelpur sem klæðast gulum eða bleikum buxum og skræbóttum bolum á hæsta stigi! En þegar maður pælir í því iðum við í skinninu á að komast í bjartari liti og munstur þegar fer að vora hérna á íslandi... ég held að þetta sé eitthvað veðurfarstengt manni einfaldlega bara langar ekki til að vera svartklæddur í sól og sumri.

Hún Hafdís sem var að vinna með mér bennti mér á frábært efni eða sér íslensk tíska. Tískubólur sem má finna aðeins á íslandi og fannst mér því tilvalið að fylgjast með og bera saman við tískuna úti á spáni. Ég hef reynt að fyljgast með því hvað það er sem nær hámarki hér á íslandi en verður ekki eins vinsælt í öðrum löndum... afhverju skyldi það vera?

Allt úr íslenskum lopa er orðin alveg klassík! Enda fullkomið fyrir okkar kalda og óútreiknanlega loftslag.

 

Lopapeysa eyrnaskjól

Sundskórnir í Apótekunum breittust skyndilega í tískuvöru hérna eitt sumarið og eftir það hafa búðareigendur byrjað að flytja inn allskyns plast skó fyrir sumarið fyrir íslensku píurnar

 

plastskór plastskór Joe Boxer náttbuxur .... þetta var tíska sem ég náði aldrei, enda var ég kannski orðin of gömul þegar hún var sem hæst í hæðum því hún virtist meira ná til ungafólksins. En hinsvegar alveg rosalega þæginleg og afslöppuð tíska.. hehe

náttbuxur
náttbuxur

Ilmurinn Love Spell – þessi óþefur var nánast á annari hverri konu - ég vil ekki móðga neinn en þetta var fínn ilmur í fyrstu en svo fékk ég algjört ógeð – líka kannski ekki mín týpa af ilmi.

Lovespell

... Ég man reyndar ekki meira í augnablikinu en það er gaman að rifja þetta upp

En svona til gamans þá má segja frá því að ég þekki eina sem var úti í noregi í sumar og þar eru allar flottu píurnar í gúmmístígvélum en svona smart tísku típan en ekki eitthvað nokia eða viking - og annað með noreg þá var einhver að skrifa um það á barnalandi að samfestingarnir væru alveg að meika það þarna úti hjá frændum okkar ... hmm... ég er ekki viss um að ég eigi eftir að sjá fólk úti á götu í þessum samfestingum hér á íslandi en aldrei að segja aldrei

Lovespell


Crystal Renn Photoshopuð til og frá

Hin ofurfallega Crystal Renn sem hefur verið eitt mest áberandi "plus size". Nýlega voru birtar myndir af henni á umboðssíðunni hennar þar sem nýjar myndir af henni sýndu hana vikrkilega granna.

Crystal byrjaði ung að aldri að sitja fyrir og ekki leið á löngu en að hún fór að þjást af listarstoli og varð skuggalega grönn. Þegar hún áttaði sig á aðstæðum og sá hversu slæma heilsu hún var komin með gat hún ekki annað en kúplað sig út úr öllu og byrjaði að hugsa um heilsuna fyrst og fremst.

Crystal bætti á sig aftur og var fullkomlega hamingjusöm með "curvy" línurnar sem hún var komin með og byrjaði að sitja fyrir aftur en nú sem "plus size" model.  Einnig skrifaði hún bók um lífsreynslu sína og hvernig hún náði að vinna sig út úr henni.  Crystal hefu því verið talsmaður stærra kvenna og búið til þessa gyðju ímynd fyrir sjálfan sig.

Því kom þetta bæði aðdáendum hennar og fjölmiðlum mjög á óvart þegar myndirnar voru birtar. Crystal sagði í viðtalið við Glamour tímaritið að þetta væri því miður afraksturs photoshop, hún sagði að þetta líktist hennar líkama ekki neitt og að hún hafi verið sona grönn og að það hafi ekki verið sá líkami sem hún vildi aftur fá, hún væri alveg fullkomlega sátt við sig eins og hún væri.

Sumir fjölmiðlar vilja meina það að Crystal sé bæði photoshopuð  stærri og feitari fyrir sumar myndartökur, en svo grennri fyrir aðrar! , Ég veit sossum ekkert hvað er til í því en mér alveg fáranlegt! Að geta bara ekki látið þetta photoshop vera og sýnt módelin eins og þau eru!!

500x_nicholasroutzen_crystalrenn_july6

- Myndin frá umboðssíðu Crystal -

renn071510

 - mynd úr vél frá sminnkunni á settinu -

500x_crytalshoppedoutline_leadimage719 

- Hér getið þið séð muninn hvað var strokað í burtu -

2010_8_rennchanel

- Crystal í Chanel auglýsingu -  Chanel notar bara andlitið en ekki líkamann, afhverju skyldi það vera? -

 crystal_renn

- Er Crystal kannski bara búin að grennast? hér er virkar hún grennri á myndinni til vinstri -

000000064439-crystal_renn-fit

- Crystal að módela fyrir hjá Torrid -

crystal-renn-harpers-bazaar

- plus size geta líka "póstað cuture" -


Mætt í ræktina!!

kitty_1023107.jpg

Eru ekki allir búnir að kaupa sér kort í ræktina??  Eða komnir í skemmtileg námskeið??

Ég er sko búin að taka trompið á þetta, Keypti mér kort í baðhúsinu og langar helst að eyða öllum deginum þarna inni, svo skemmtilegir tímar. Magadans, Bollywood, Afró, Hot Yoga ... ég bara get ekki valið hvað ég á að fara í ...

En svo er ekki bara nóg að kaupa kort og þykjast mæta maður verður að setja sér einhver markmið ... Ég er tildæmis með með margar flíkur í skápnum sem ég hef vaxið uppúr og get ekki beðið að komast aftur í, plús þá er Anna mágkona búin að lofa mér geðveiku vintage pilsi um jólin .. þar að segja ef ég kemst í það.

Annað sem fær mann til að vera geðveikt spenntann við að mæta í ræktina eru ný æfingarföt!!  Það er ekkert jafn glatað og að vera í gömlum slitnum ofursveittum bol kvennahlaupsbol - jú þeir duga alveg en manni líður eins og maður geti meira ef maður er vel klæddur fyrir ræktina Grin

pink_1023103.jpg-  Nike Taska - Adidas bolur og Pura lime buxur, þær eru sko algjör snilld, maður getur brett þær upp eða niður eftir því hveru háar maður vill hafa þær -

blue.jpg

- Nike Skór  , Kúl casall brúsi, Adidas buxur og puma bolur -

red.jpg

- Nike Íþrótta toppar, puma taksa, puma puxur og svo Adidas síður bolur -

 

- Og svo hérna smá til að hita ykkur upp og koma ykkur í stuð fyrir ræktina Wink -


How to dress BIG boobs

Stór brjóst eru eitthvað sem flestar konur girnast , en fyrir þær sem hafa þau eru það ekki alltaf sjö dagarnir sælir – því þessar elskur geta :

1# flækst fyrir manni

2#  látið mann líta út fyrir að vera aðeins þéttari

3# Fyrir sum tilefni er einfaldlega ekki viðeigandi að flassa brjóstarskorunni.

4# og já ef ég minnist ekki bara á helvítis vöfðabólgan sem fylgir því að hafa stór brjóst.

En það er nú oftast til lausn á vandamáli .... og ég tel mig hafa fundið eitthvað út úr þessu.

Lausn númer  1:

Góður brjóstarhaldari til þess að halda þessum elskum á sínum stað : ég mæli þá sérstaklega með  minimizer frá Triumph – reynar alveg rándýrir en margborga sig því maður getur varla notað annað þegar maður hefur einusinni prófað þá – algjör snilld fyrir brjóstgóðar konur sem vilja minka barminn aðeins.

10000632

- Æðislegir brjóstarhaldarar -  svo þæginlegir - hef fengið þá í Debenhams og Hagkaup -

Lausn númer 2:

Rétt snið skiptir máli þegar kemur að því að klæða stór brjóst.  Ef að toppurinn eða kjóllinn er með brjóstssaum er mikilvægt að saumurinn komi undir brjóstin en ekki upp á mitt brjóst. Maður verður að sýna og draga framm mittið á sér til þess að brjóstin búi ekki til framlengingu á magann. Gott ráð við því er að nota t.d Belti í mittið. Veldu frekar toppa eða kjóla með breiðum hlírum heldur en mjóum hlírum, það gefur þér tækifæri á að vera í brjóstarhöldum sem að henda þér betur ásamt því að breiðu hlírarnir klæða betur konur með stór brjóst.

forever-dresses.jpg

- Gott snið á brjóstagóðar konur, þessir eru úr Forever 21 -

Lausn númer 3:

Ef að þú ert í þannig vinnu að þú getir ekki klæðst hverju sem er heldur verður að vera professional og vera ekki með brjóstaskoruna út um allt á business fundunum þá getur verið vandamál að finna réttu toppana -  margar skyrtur eru ekki hannaðar fyrir brjóstgóðar konur og ekkert er janf óþæginlegt og skyrta sem gapir :S . Rétt hálsmál er lykilathriðið,  Toppar með V hálsmáli en ekki of lágu klæða brjóstakonur best – Ekki vera með áberandi hálsmen því það dregur athyglina beint að skorunni. Veldu frekar eyrnalokka og armband til að fullkomna lookið! Í staðin fyrir hnepptar skirtur sem svo oft gapa eins og ég hef neft þá klæðir okkur betur bundnar skyrtur en þá er betra að vera í bol innanundir . Ef þú ætlar að klæðast tveimur pörtum eins og pils og top þá mæli ég með að þú sért í dökkum lit að ofan en ljósum að neðan til að draka ekki of mikla athygli að efri partinum.  Eitt sem ég mæli ekki með og það er að vera í rúllukragapeysum eða bolum því lætur mann líta út fyrir að vera breiðari að ofan.  

 bundin-skirta.jpg

Lausn númer 4:

Maðurinn minn er löngu farinn að kvarta yfir því að vera alltaf að nudda mig.... hehe , hvað get ég sagt annað en þær sem eru í sömu stöðu og ég með stór og þung brjóst ættu að þekkja það að það tekur á að bera þessar elskur 24/7 Smile En ég hef komist að því að Brjóstarhaldarar með þykkum hlírum ( eins og t.d. Triumph brjóstarhaldararnir)  – axlar og bakæfingar  ásamt yoga geta gert kraftaverk! Ekki gefast strax upp á æfingunum þó að þið finnið enn til í bakinu það tekur sirka 2 vikur fyrir líkamann að ganga í gengum aðlögunartímabil og eftir það mun ykkur líða mun betur  Grin

shoulder-exercises-15


Haustið legst vel í mig...

header_1020371.jpg

Það fer eflaust ekki frammhjá þeim sem elska búðarráp eins mikið og ég hverjir haustlitirnir eru í ár...

Kakhi, Camel, Dökk blár, Rúst rauður og Dimm Fjólublár. Þessir einstöku liti koma vel út með gönlu góðu klassísku litunum ( Svart, Hvítt, galla) og líka skemmtileg tilbreyting.

Maður þarf líka að muna að endurnýja fylgihlutina í stíl við nýja seasonið -

Gróf og stór armbönd , bundin belti, stórar töskur, Bóhem klútar... svo eitthvað sé nefn

haust-i-hm.jpg

Ég er mjög hrifin af haust línunni í HM - Camel er alveg must have!!

haust-fylgihlutir.jpg

- Alveg ógeðslega töff að setja saman brúnann og bláann -

my-dress.jpg

- Mitt uppáhald fyrir haustið  Taksa, Belti, Hálsmen :  Asos - Skór: Bianco

Gallabuxur: Oasis - Hlírabolur og peysa: HM


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband