Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Ný vefverslun í Bretlandi með stærri stærðir lítur dagsins ljós.
28.10.2010 | 21:22
Ein af lesendum mínum var svo elskuleg að benda mér á nýja síðu sem er með stærðir frá 14 - 26 .
En þessi síða er ekki bara að bjóða uppá fatnað í stærri stærðum heldur getur maður fundið líka flotta fylgihluti og skó. - Og það besta er að þeir senda til íslands fyrir ekki nema 6 pund.
Ég tók aðeins púlsinn á síðunni til að sjá hvað þau hafa að bjóða uppá,
Bloggar | Breytt 29.10.2010 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sweet or Wicked...
23.10.2010 | 18:17
Þrátt fyrir að Hrekkjavakan sé ekki íslensk hefð , fyllast sumar verslanir af alls kynns skrauti og búningum tengt þessum hátíðisdegi.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þetta byrjaði en þetta á víst að vera einn elsti hátíðis dagur í heiðnum heimi og kemur frá Keltum. Talað var um að 1. nóvember byrjaði nýtt tímabil hjá Keltum þar sem að tímabil uppskeru, hlýju og sólar væri nú búið og frammundan væru kaldir og myrkrir tímar. Sagan segir að þann 31. Október voru dýr færðar sem fornir - brennt á báli og dansað í kringum eldinn. Í lok athafnarinnar tók hver og einn bálköst úr brennunni með sér heim og átti að viðhalda þeim eldi út veturinn. Eldurinn mundi vernda hann og fjölskyldu hans gegn illum öndum . En ég veit sossum ekkert hverssu sönn þessi saga er eða afhverju þetta þróaðist yfir í búninga og hrekki.
Og hvað er svo að gerast hérna á Íslandi... Jú fjöldinn allur af Halloween partýinum út um allan bæ verða eflaust haldin og svo má ekki gleyma árlegu Halloween balli sem er á Nasa á Laugardaginn næsta. Ég er að spá í að fjárfesta í eitt stk. búning í ár þar sem ég á bara einn löggukonu búning sem ég keypti fyrir 10 árum síðan ( án gríns) og hef notað hann í tætlur, það kalla ég góða fjárfestingu og endingu ... en það eru kannsi ekkert rosalega margir staðir sem maður getur keypt sér búning og hef ég því aðallega panntað mér á netinu .
Fullt af skemmtilegum búningum hjá http://www.plussizecostumesupercenter.com
- Hver kannast ekki við The Pink ladies úr Grease -
- Madonna -
- Sæta Mína mús -
- Ein frá Rómarveldinu -
- Poca Hontas -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Iceland Airwaves... menningarleg næring í æð!
18.10.2010 | 16:03
Nú er Iceland Airwaves að baki og því miður fékk ég ekki miða á herlegheitin... en er búin að vera lifa mig í gegnum sögur af geðveikum tólkeikarhöldum hjá vinkonum mínum og vinnufélögum.
En ég var nú ekki alveg menningarlaus því ég dró Áslaug vinkonu með mér á off Venue tónleika með " Of Monsters and Men" á laugardaginn. Ég var búin að heyra eitt lag frá þeim þar sem þau unnu mússíktilraunir í ár enda eru þau alveg ótrúlega góð.. fékk alveg gæsahúð þegar ég hlustaði á þau live. Áslaug hafði ekki heyrt frá þeim áður og var alveg sammála mér þar. Við enduðum svo á að kaupa diskinn þeirra ... sem reyndar bara innhélt 2 lög en engu að síður góð lög Ég hvet alla tólistaáhugamenn sem hafa ekki hlustað á Of Monsters and Men að tékka á þeim:
En það var alveg rosalega góð stemning í bænum á laugardaginn.. eftir tónleikana röltum við áfram og duttum inn á rokktónleika hjá hárgreiðslustofunni " Sjoppan" ... dóttur minni til mikilla ama því hún var ekki að fíla hávaðann , þannig að við héldum út og reyndum að troða okkur inn á Mammút tónleika inn á Havarí. Held að við enduðum bara með að standa úti það var svo troðið og staðurinn svo pínulítill. En Þau í Mammút spiluðu alveg ótrúlega góða tónlist
Það má segja að ég sé alveg menningarlega vel nærð núna og þetta var bara spark í rassinn til að minna mig á það hvað það er gaman að fara á tónleika!!
Snillingarnir í "Of Monsters and Men"
Ótrúlega töff mynd af hljómsveitarmeðlimum Mammút
Já ég ætla ekki klikka á því að vera þarna á næsta ári og sjá þá enn fleirri geðveik bönd!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Beth is back
15.10.2010 | 16:16
Söngkonan og fatahönnuðurinn Beth Ditto hefur verið að gera það gott enda alveg ótrúlega hæfileikarík. Það muna flesti eftir laginu Heavy Cross sem sló í gegn í fyrra. Beth sýndi það og sannaði að maður þarf ekki að vera þvengmjór - ýktur með sílikon og læti..til að vera töff Söngkona!
Beth er algjörlega óttalaus og gerir nákvæmlega það sem henni sýnist án þess að pæla í því hvað öðrum finnst! Allir ættum að taka hana Beth til fyrir myndar hvað þetta varðar
" Beth is Back " með geðveika línu sem hún hefur hannað fyrir Evans. Ég kíkti þangað í gær og þetta er eitthvað sem getur ekki farið frammhjá manni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gefðu gamla bolnum nýtt líf!
11.10.2010 | 16:30
Ég er ein af þeim sem sit uppi með troðfullan fataskáp... er alveg háð því að kaupa mér eitthvað nýtt - helst í hverri viku ... já ég er löngu búin að viðurkenna það að ég er shoppaholic á háu stigi!!
En því miður getur maður ekki leyft sér þennan lúxus lengur... buddan bara alveg tóm En eitt af því sem kreppan kennir okkur er að spara - endurnýta gamla hluti og nota ímyndunaraflið! Ég ætla því að gera nokkrar tilraunir með gamlar flíkur í fataskápnum mínum og sjá hvað kemur út úr því - ég fann þennan tutorial á netinu þar sem latino skvísan Gianny sýnir hvernig maður getur búið til kjól út gömlum hlírabol - 2 efnisbútum ( jafnvel hægt að klippa í sundur og nýta efnið úr einhverjum gömlum flíkum) Þetta er reyndar alveg hræðilegur kjóll hjá henni en hugmyndin samt góð .. takið eftir tónlistinni.. haha alveg rosaleg!
ÉG er nú enginn snillingur í saumaskap en ég ætla að pósta útkomuna þegar ég hef lokið þessu... og ef að ég get græjað þetta þá ættu allir að geta það
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
What I love about this season
6.10.2010 | 00:19
Þessir fyrstu dagar Októbermánaðar hefur verið alveg ótrúlega fallegir - litadýrðin og sólarlagið á stilltum haustkvöldum gefur manni svo mikinn innblástur... manni langar bara til að drífa sig út með myndavélina!
En þrátt fyrir fallega veðrið er kalda loftið farið að hafa áhrif á mann. Varasalvi, hlý föt og kósí skór er eitt af því sem maður er farinn að hugsa til..
Þessir hlutir eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana :
- röndótt , röndótt, röndótt... þarf ég að segja meira? þetta er algjört mösthave fyrir veturinn... er sjálf búin að kaupa mér þónokkuð mikið í röndóttu -
- Cargo Úlpur... ógeðslega flottar og mig langar í eina slíka! -
- Dýramunstur allstaðar ... Finnst það samt alltaf jafn flott þó að það komi aftur og aftur í tísku -
- Kremin í Pier "Yes to Cucumbers" og "Yes to Carrots" finnst mér vera algjört æði! Góð og fersk lykt. Unnið aðalega úr náttúrulegum hráefnum og eru á góðu verði -
- " Worker Boots" eru alveg ótrúlega heit núna , bæði með eða án hæla .... eitthvað sem ég er með á óskalistanum hjá mér -
- Leðurjakkai með sparikjólnum, Fór á djammið um dagin í solleiðis múderíngu ... elskaði það! -
- Djúsí síðar peysur og há stígvél. Kósí en samt fashionable -
- Maður á að fá sér frumlega vettlinga ... þessa fann á accessorize síðunni -
- Eitt af því sem ég endurnýja nánast árlega á þessum tíma... hlýjir mjúkir inniskór... AAHHH -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gúmmí stígvél orðin tískuvara
2.10.2010 | 02:37
Þessi tíska er alveg tilvalin fyrir íslenskar aðstæður!! Nú getum við ekki bara verði í þæginlegu gúmmístígvelunum í útileigum heldur má nýta þau við smart hverstagsklæðnaði svo eitthvað sé nefnt !
Eins og hefur verið nefnt einhverntíman áður þá eru gúmmístígvelin alveg að slá í geng úti í löndum og önnurhver stjarna klæðist þessu... og mér finnst þetta bara ógeðslega töff :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)