Iceland Airwaves... menningarleg næring í æð!

Nú er Iceland Airwaves að baki og því miður fékk ég ekki miða á herlegheitin... en er búin að vera lifa mig í gegnum sögur af geðveikum tólkeikarhöldum hjá vinkonum mínum og vinnufélögum.

En ég var nú ekki alveg menningarlaus því ég dró Áslaug vinkonu með mér á off Venue tónleika með  " Of Monsters and Men" á laugardaginn. Ég var búin að heyra eitt lag frá þeim þar sem þau unnu mússíktilraunir í ár enda eru þau alveg ótrúlega góð.. fékk alveg gæsahúð þegar ég hlustaði á þau live. Áslaug hafði ekki heyrt frá þeim áður og var alveg sammála mér þar. Við enduðum svo á að kaupa diskinn þeirra ... sem reyndar bara innhélt 2 lög en engu að síður góð lög Wink Ég hvet alla tólistaáhugamenn sem hafa ekki hlustað á Of Monsters and Men að tékka á þeim:

En það var alveg rosalega góð stemning í bænum á laugardaginn.. eftir tónleikana röltum við áfram og duttum inn á rokktónleika hjá hárgreiðslustofunni " Sjoppan" ... dóttur minni til mikilla ama því hún var ekki að fíla hávaðann , þannig að við héldum út og reyndum að troða okkur inn á Mammút tónleika inn á Havarí.  Held að við enduðum bara með að standa úti það var svo troðið og staðurinn svo pínulítill. En Þau í Mammút spiluðu alveg ótrúlega góða tónlist Grin

Það má segja að ég sé alveg menningarlega vel nærð núna og þetta var bara spark í rassinn til að minna mig á það hvað það er gaman að fara á tónleika!!

 of-monsters.jpg

Snillingarnir í "Of Monsters and Men"

mammut.jpg

Ótrúlega töff mynd af hljómsveitarmeðlimum  Mammút


Þetta var hljómsveitin sem við duttum inn á óvart - sýnir bara hvað Ísland er troðfullt af hæfileikaríku fólki :)

takk.jpg

Já ég ætla ekki klikka á því að vera þarna á næsta ári og sjá þá enn fleirri geðveik bönd!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór einmitt á tónleika með Of Monsters and Men fyrr í vetur á Faktory - þau voru alveg æði :)

Sing for me Sandra er annað eins gott band þó ég tali nú ekki um Pascal Pinon og Seabear.. big love!!! :)

Annars er uppáhaldslagið mitt þessa dagana með Sia - I'm in here.. sooo beautiful!! :)

Anna Begga (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 08:07

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

já Sing for Me Sandra eru góðir.. en ég hef ekkert hlustað á Pascal Pinon... þarf klárlega að kíkja á það :)

Fríða Guðmundsdóttir, 20.10.2010 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband