Að klæða sig eftir barnsburð

header.jpg

Eins og það er frábær tími að vera nýkomin heim af fæðingardeildinni með litlu dúllunni sinni þá á sama tíma er maður kannski ekki fullkomlega sáttur við útlit. Það er erfitt að finna klæðileg föt því líkami manns er í einhverju millibils ástandi.

Maður et of grannur fyrir óléttufötin sem maður notaði síðustu mánuðina, plús maður er líka kominn með algjört ógeð af þeim! – þrátt fyrir það er maður ekki orðinn alveg nógu og grannur til að komast í gömlu góðu gallabuxurnar sem maður gekk í fyrir óléttuna.

En það sem þú getur gert er að draga fram fötin sem þú komst í þegar þú vast komin um 3 mánuði á leið.  Það voru þessar þæginlegar teigu buxur og ef þú hefur átt sona „underbelly“ óléttubuxur þá ættu þær að vera tilvaldar á þessu tímabili – rétt eftir barnsfæðingu. 

Það sem klæðir best vöx nýbakaðra mærða eru dökkar gallabuxur og  buxur í „bootcut“ sniðinu. Gott er að fá sér einlita hlíraboli sem eru sérstakalega hannaðir til að það sé þæginlegt að gefa brjóst . Og ef að maður vill ekki vera mjög ber þá er gott að finna sér fleignan bol eða kjól til að vera utnayfir hlírabolinn. Snið eins og „Empirewaist“ og „Babydoll“ eru klæðilegri fyrir vöx nýbakaðra mæðra og ef maður fílar smá skraut þá er talað um að toppar eða kjólar með skrauti ,  pallíettum eða einhvernsskonar bróderíngu um hálsmálið sé mjög gott því það dregur athyglina upp og frá maga-svæðinu.

mothernenvouge.jpg- Flottar vörur fyrir óléttar og nýjar mæður  hægt að panta hjá mothers en Vouge -

 

boob.jpg- Flottar og þæginleg föt frá boob sérstaklega hannað fyrir konur með barn á brjósti. Þessar vörur fást í versluninni 2 líf í kópavogi - 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð lesning:

http://blog.eyjan.is/likamsvirding/2010/07/20/um-lifsins-kraftaverk/

Elska síðuna þína, þú ert svo dugleg að skrifa ný blogg :)

Anna (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já hún er góð þessi Sigrún , skemmtilegtar vangaveltur þarna á blogginu hennar, ég á eftir að kíkja inn á það reglulega

Fríða Guðmundsdóttir, 8.8.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband