Ný íslensk vefverslun opnar í febrúar - boðið verður upp á stórar stærðir

Jæja elskurnar , nú er mikið búið að vera í gangi. Ég hef verið á kaf í undirbúningsvinnu og hef því ekki getað gefið mér tíma í það að blogga.


Málið  er að ég er búin að vera að stússast í því að láta gamlan draum rætast. Ég er að fara að opna verslun sem verður til að byrja með aðeins á vefnum. Í vefversluninni verður boðið upp á flottan fatnað í stærri stærðum eða 14-28 / 42-54. Stefnan er tekið að opna vefverslunina í miðjan febrúar en það er ekki komin alveg föst dagsetning. Hér kemur smá brota brot af úrvalinu sem verður í versluninni ... endilega að fylgjast svo bara með Wink

mynd1.jpg

mynd3.jpg

mynd2.jpg


Uppskriftir að skrúbbum - tilvalið í heimadekrið

Í framhaldi af síðustu færslu um appelsínuhúð langaði mig til að birta nokkrar uppskriftir sem ég fann að náttúrulegum kremum og skrúbbum. Þetta er allt eitthvað sem við getum fundið heima hjá okkur eða út í búð og getum mixað saman á stuttum tíma

GRÓFUR LÍKAMSSKRÚBBUR

1 1/2 dl - Gróft salt (en ef þú ert með viðkvæma húð er betra að nota fínt salt)
1 1/2 dl - Kókos olía , möndlu olía eða blómaolía ( það er líka hægt að nota olívu olíu en mörgum finnst kannski ekki vera eins góð lykt af henni )

Blanda saman með skeið.. hrærist ekki mjög vel saman – það er nánast ómögulegt.
 
Ef að maður vill fá góða lykt af skrúbbinum er tilvalið að setja nokkra dropa af ilmolíu útí og hræra. Svoleiðis olíur fást t.d í Body Shop.
Þegar þetta er tilbúið er tilvalið að skella þessu í sæta krukku!

Skrúbbaðu þig áður enn þú ferð í bað eða sturtu , skrúbburinn virkar best þegar húðin er þurr. Góðir skrúbbhanskar fást bæði í hagkaup, apotekum eða í Bodyshop - mér finnst þæginlegra að nota hanska en annars duga hendurnar vel. Nuddaðu síðan skrúbbinum  í hringlaga hreyfingum um allan líkamann og eða strjúktu í átt að hjartanu.

Ef þér finnst saltið rispa húðina of mikið skaltu bæta aðeins olíu út í krukkuna
Þessi skrúbbur geymist vel svo þú getur lokað krukkunni og notað hann aftur.

12012010S1Natural_228

 

 

 

 

 

 

 -------------------------------
HAFRA SKRÚBB FYRIR ANDLIT


2 mtsk. haframjöl
2 mtsk. maísmjöl
2 tsk. hveitikím
1 mtsk. hunang
1/4 tsk. appelsínu eða möndlu p. orange or almond kraftur


Blandið saman í skál. Blandið útí vatni þannig að blandan verði nokkuð þykk.
Notkun: nuddið andlit eða líkama. Skrúbbinn endurnýjar dauðar húðfrumur og gerir húðina silkimjúka. Til að mýkja húðina látið liggja á húðinni í 10 mínútur. Hreinsið og hendið afgangi í ruslið, getur stíflað vaska! 

------------------------------

 
HUNANGS HREINSI SKRÚBBUR


1 mtsk. hunang
2 mtsk. fínsaxaðar möndlur
1/2 tsk. sítrónusafi

Blandið saman.
Notkun: nuddið létt á andlitið og skolið með volgu vatni.

 42-16340895

 


Appelsínuhúð - hvað er til ráða?

Þrátt fyrir að meirihluti kvenna sé með Appelsínuhúð að einhverju leiti og finnst mér það hinn eðlilegasti hlutur, þá þykir það víst ekki vera í tísku. - En er hægt að losna alveg við Appelsínuhúð?
Hvernig skildi standa á því að þessi leiðinda bylgjuáferð húðarinnar hrjái meirihluti kvenna?

Samkvæmt doctor.is er Appelsínuhúð skilgreind sem staðbundnar breytingar og ójafnvægi í starfsemi undirhúðar, sem breytir lögun á kvenlíkama. Það má alls ekki misskilja um að þetta sé einhverskonar sjúkómur sem ekki er hægt að losna við, heldur er þetta ákveðið ástand á húðinni sem hægt er að bæta með réttum aðferðum.

Hverjar eru svo orsakir Appelsínuhúðar?

Ýmsir ósiðir ( lélegt mataræði, reykingar, áfengi, slæm líkamsstaða)
Mikil kolvetnaneysla
Hormónatruflanir (ójafnvægi tíða, ólétta)
Streita, veikindi, mikið álag, ástvinamissir, skilnaður og fl.
Vandamál í hringrás blóðs og sogæða
Hverskyns átröskun (Bulimia, Anorexia og ofát)
Erfðir og jafnvel kynþáttur ( Hvítar konur hafa meiri tilhneigingu til að mynda appelsínuhúð en asískar eða svartar. Suðrænar konur mynda frekar appelsínuhúð á mjöðmum, en norrænar á maganum.)
Mikil Salt neysla sem veldur vökvasöfnun
Trefjalítil fæða getur valdið hægðatregðu sem getur valdið mótstöðu blóðflæðis frá fótum.
Kyrrseta

Það eru örugglega allir sekir um eitthvað á þessum lista ... en það þýðir ekkert að væla, því að eru enn nokkrir mánuðir í sumarið og því nægur tími til að taka sig á! ... En hvað er þá til ráða?

 Að mæta í ræktina er góð byrjun en er það ekki alltaf nóg ( íþróttakonur geta verið með appelsínuhúð) og þá mæla læknar með Endermologie meðferð sem er fljótleg og sársaukalaus. Meðferðin er sogmeðferð og með soginu hristast fitufrumurnar og gefa frá sér fituagnir út í blóðið og melting á fitunni á sér stað.
Einnig stóreykst allt blóð og sogæðaflæði, þannig að bæði fær fruman meiri næringu til sín og öll hreinsun verður miklu betri.  Smátt og smátt er búið að vinna á vandamálinu það vel að lærin eru aftur komin í upprunalegt form, slétt og stinn. Hinscegar þarf allt upp í 20 skipti til að fá endanlegan árangur.

Síðan er allt litrófið af celló-kremum en ég get nú ekki sagt að það hafi eitt og sér einhver gríðarleg áhrif en með öðrum meðferðum gæti kremið stuðst við, enda er nauðsynlegt að næra og verja húðina með kremum.  Eitt ráð í sambandi við krem ... þau dýrustu eru ekki alltaf best. Ég persónulega leita í  náttúruleg krem og skrúbba - finnst þau gefa mér meira boost! ... Svo er bara að vera dugleg í sturtunni með skrúbb-hanskann til að hrista upp í þessum fitufrumum Wink

Svo eru það trefjar (fræ, epli, appelsínur grófir hafrar) og andoxunarríkt (Grænt te - Tómatar, Bláber, Jarðaber og allir litríkir ávextir.) mataræði sem hjálpar að fyrirbyggja Appelsínuhúð. 

Cellulite

Með aldrinum verður erfiðara að losna við Appelsínuhúð ... en ekkert er ómögulegt 

Kim-Kardashian-Cellulite-Treatment-Option

 

Kim Kardashian - þessi ofurskutla er ekkert að fela það að hún sé með appelsínuhúð.. enda er það ekkert til þess að skammast sín fyrir.

 


Size is a Number, Confidence is a Choice

Blog_2011_2

 

... þetta eru einkunnarorðin frá dönsku hönnuðum Weiss og Lykke  í Carmakoma. Þær hafa áttað sig á því að Curvy konur í yfirstærð hafa alveg jafn mikinn áhuga á tísku og aðrar konur og hafa þær því tekið höndum saman og skapað fallegan gæðafatnað sem þær selja meðal annars á vefsíðusinni www.carmakoma.com. Carmakoma hefur nú verið starfrækt í um 2 ár og blómstrar sem aldrei fyrr.

Þetta eru konur að mínu skapi því í teaser-num fyrir nýju línuna þeirra er sjálfsöryggi þema myndbandsins.

Útsala stendur nú sem hæst um Þessar mundir en ég hef kynnt mér það að Carmakoma sendir út um allan heim fyrir 20 evrur per sendingu. Þetta er kannski eitthvað sem er vert að skoða...

carmakoma.jpg


Pælum aðeins í sumrinu.

Nú þegar liðið er á vetrar útsölurnar er lítið sem ekkert spennandi eftir. Maður hreinlega bara bíður eftir nýju vörunum. Þessu litríku fallegu sem gefa manni sól í hjarta... þótt að það sé lítið um sól á Íslandi.

Ég hef verið að skyggnast inn í nýju línurnar hjá hinum og þessum og séð hvaða áhrif séu á leiðinni.

70_sglamour.jpg

 

Hönnuður hafa verið hrifnir af sniðum frá 50's og 60's. Formin ýta undir curvy vöxt og kveinleika. Kjólar sem eru teknir saman í mittið og koma niður fyrir hné sem búa til stundarglasið (vaxtarlagið) ásamt ferskum litum. Hönnuðir hafa einnig verið að leika sér með Flæðandi fellingar og brot í pilsum, kjólum , toppum og ermum. Fleiri áhrif frá 70's munu sjást í sumar, allt frá flæðandi glamúr kjólum og í háar buxur með skyrtu girta ofaní.

 

flower-power.jpg Blómamunstur í kjólum og toppum – sosum ekkert nýtt þar á ferð en nú er búið að bæta aðeins í flóruna, munstrin eru mun grófari , minna stunum frekar á laufblöð og agressívari litir. Einnig verður eitthvað um abstrakt munstur.

vintage-lace.jpg

 

Blúndurnar eru núna búnar að vera nokkur season, og eins og flestir hlutir sem eru vinsælir í langan tíma taka þeir smá breytingum milli tímabila. Fyrir vorið 2011 fá blúndurnar áhrif frá að fá klassískum, antík stíl. Og í framhaldi af blúndum þá verða heklaðir kjólar, léttar heklaðar peysur og heklaðir fylgihlutir vinsælir í sumar.

biker-ponk.jpg

Nú verður Bad-girl lookið inflúensað af pönkinu og Mótorhjólunum. Við sáum aðeins af því í vetur en það heldur áfram . Þvegnar buxur, Leður, ísaumaðir búðar, a nettir silfurgaddar, rennilásar, Beltisólar, öryggisnælur og Hermannaklossar .... alveg ótrúlega töff, þarf að segja eitthvað meira...

afrika-wild.jpg

 Áhrif frá Afríku fá að njóta sín í sumar. Gróf Afrísk munstur og jarðaundir fylgihluti. Dýramunstur verða áfram í sumar ásamt mjúkum jarðtónalitum.

kvart-buxur.jpg

Capri pants eða kvart buxur eins og veið seigum á góðri íslensku verða sjóðandi heitar núna. Uppábrot, rennilásar og rykkingar svo eitthvað sé nefnt er það sem einkennir kvartbuxurnar í ár.

 rendur_1053100.jpg

 Það kemur ekki sumar án þess að það séu rendur. Þessi tenging við sjóinn og sólina er alveg órjúfanleg...  Svo er bara að fylgjast með og sjá hvert stefnan tekur þegar fer að líða á seasonið :)


Real size en ekki Plus size

 Gleðilegt ár kæru lesendur... við skulum byrja árið á jákvæðni eins og mér heyrist flestir vera að gera en ég hef ákveðið að velja módel mánaðarins nú reglulega.

Janúar módelið  heitir Sheridan Watson. hún er aðeins rúmlega 17. ára gömul en vakti athygli í módelkeppninni "Fiercely Real Model" sem Tyra Banks stóð fyrir á vefnum og í þættinumsínum  the Tyra Banks show á síðasta ári. Sheridan var valin úr hópi þúsunda lögulegra stúlkna sem voru á aldrinum 13 -19 ára en Það sem gerði Sheridan einstaklega sigurstranglega var jákvæðni og útgeislun hennar. Eftir keppnina hefur hún verið að vinna meðal annars fyrir Forever 21+ og hefur hún fengið mikla umfjöllun á Vouge.it vefnum.

Sheridan telur sig ekki vera plus size model heldur real size model þar sem hún sé í fatastærð 14, sem er ein algengasta fatastærð kvenna í dag. Sheridan segist vera fullkomlega ánægð með sjálfan sig og dásamar lögulega vöxt sinn.

Þessi stúlka er klárlega flott fyrirmynd og hvet ég alla til að horfa á myndbandið sem Vouge italia setti inn á vefinn sinn. Jákvætt viðhorf á nýju ári Grin Smellið á myndina til að horfa á videoið:

video-thumb

 tyraandsherid.jpg

untitled2

 2n8wrw2


Glimmer á Gamlárs!

Þegar kemur að áramóta-make-upinu þá má maður sko ekki klikka á glimmerinu! Ég á einmitt upp í skáp alveg sérstakan áramóta laust glimmer / augnskugga sem er búinn að endast mér í tæp 10.ár!! ótrúlegt en satt... það er sona einskonar hefð að taka það út úr skápnum og dassa þarna glimmerinu á sig.... og jafnvel yfir hárið líka Grin

Fyrir ykkur sem viljið fá hugmynd að förðun fyrir áramótin þá eru hér 2 góðar tillögur:


Þið getið horft á fleiri skemmtileg kennslumyndbönd frá Michelle Phan hér


Detox eftir jólin

detox_1050458.jpg

 Uppþemba, bjúgur og pestar... algengir fylgihvillar jólahátíðarainnar. Í dag líður mér eins og upplásinn blöðruselur eftir allt salt og sykur átið síðustu daga :/  ég hef því leitað mér ráða um hvernig er hægt að detoxa sig eftir jólin!
Númer eitt er vatnslosandi te. Grænnt te er frábær kostur einnig er hægt að búa til sitt te sjálfur með engiferrót og sítrónusafa. Þegar ég var ólétt drakk ég soldið af Birkisafanum frá Weleda til að losna koma í veg fyrir bjúginn og fannst mér það virka ágætlega.Heilsubúðir víða bjóða líka upp á gott úrval af grænu tei

green-te_1050461.jpg

 

Svo er það Byéonce detox kúrinn, maður blandar saman safa úr 3 sítrónum, cyenne pipar og 125ml agave síróp í 2l vatn og drekkur á 2 tima frest . Þetta segist Söngkonan Byéonce gera eftir allar hátíðar til að koma sér aftur á strik.

beyonce22


Lífrænt epla edik er eitt best falda leyndarmál náttúrunnar, alveg stútfullt af asidofílus (góðu gerlarnir) sem hjálpa okkur að koma jafnvægi á flórunna í maganum og þarmaflórunni í jafnvægi. Og þegar flóran er í góðu jafnvægi þá eru minni líkur á að við fáum kvilla eins og:


-sveppasýking
-síþreyta
-frunsa
-flensa/ bælt ónæmiskerfi
-kvef og slen
-hægðartregða/truflanir
-bólur
-exem
-útbrot
-vanlíðan
-svefnleysi

eplaedik
Ekki reyna að spara þegar kemur að heilsu ykkar. Besti kosturinn er Demeter Eplaedikið frá Yggdrasil.


Svo er ekki bara nóg að drekka heldur líka að borða léttan mat, Snillingurinn hún Cafe Sigrún hefur fundið til margar góðar uppskriftir bæði af söfum og  léttum réttum sem hafa þennan "detox" effect. Smellið á myndirnar til að sjá uppskriftina.

Horfraeskex

 Hörfræ eru alveg sérstaklega holl. Þau eru trefjarík og losa um í pípulögninni okkar þannig að ekkert ætti að stíflast!

soba_nudlusalat_med_wakame_engiferi_og_graenmeti

Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti

appelsinu_gulrotar_og_engifersdrykkur

 Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka.


Gleðileg Jól !

gledileg-jol.jpg

Hvernig verða jólin þín?

Ég trúi því ekki að það séu bara nokkrir dagar í jólin... mér finnst þessir síðustu dagar fyrir jól einkennast af alltof miklu óþarfa stressi. Ég mæli því með að allir taki sér langt og gott bað með slakandi olíum og kertaljósi. Sjálf ætla ég að panta mér tíma í nudd og spa rétt fyrir jólin ... reyndar er þetta bara sona partur af jólagjöfinni frá kallinum InLove

En ég er búin að redda jóladressinu... vel valinn gilltur stuttur kjóll, látlaus með síðum púffí víðum ermum... og svo rúsínana í pylsuendanum er  svart sítt hálsmen ... alltsaman keypt í topshop - greip síðasta kjólinn í 14! ... Tók reyndar smá forskot á sæluna og mætti í kjólnum í EFJ ilmvatnspartýið, sem var haldið á Austur síðustu helgi.

Curvy chic á EFJ ilmvatns partýi á Austur

 En það er möst að vera með þema þegar það kemur að jóladressinu
... hvernig verða jólin þín?

 

bIG cITY cHRISTMAS ~~ for vBARBIEv

Big City Christas - Elegant og látlaust jóladress með þessari klassísku litasamsetningu - Rautt, Svart og Gyllt
 
Presents for Christmas

Vintage smart Christmas - Þessi stíll er alveg ótrúlega flottur ,öðruvísi en samt ekki of glamúr og  ljósi liturinn harmonerar einstakelga vel með með grænu og gylltu 
 
 
Christmas is Love

Country fantasy Christmas - Um að gera að nota hugmyndaflugið , hver segir að maður þurfi endilega að vera í satín eða silki um jólin.
 
Merry Christmas and Happy New Year!!!

Sparkle and furr  -  Þetta kombó passar vel við hátíðarnar og sérstaklega fyrir áramótin! Ég mundi setja mig í þennan flokk elska glimmer og glamúr í desember Wink
 
polychristmas - katy perry.

Cozy Christmas -  Það er ekki fyrir alla að dressa sig upp og margir hugsa til þess að versla praktíst " Reyna að kaupa eitthvað sem maður getur notað aftur " og þá getur bera verið töff af vera í fallegri peysu og láta þá skó og fylgihluti spara sig upp...  
 
Believe

Hvít Jól - eins og þau voru alltaf hérna einu sinni  Wink En það má ekki gleyma að Hvítur er líka jólalitur og verður einstaklega hátíðarlegur með silfurlituðum fylgihlutum.
 
Ah! Christmas...

Colourful   Christmas - Ég dáist að þeim sem þora meira en maður verður samt alltaf að hafa bak við eyrað það góða mottó "less is more" 
 
Christmas

Sweet Christmas - Rómantískt og stelpulegt ... alveg algjört æði!!
 
 
Christmas time

Rauð Jól - Classíkin er að fá sér rauðan kjól fyrir jólin bæði hvítt og gyllt passar vel við til að lyfta upp dressinu og gera það enn hátíðarlegra
 
Badass holiday look!

Naugthy Christmas - Flott fyrir töffarana , þessar sem eru alveg sama þó þær fá kartöflu í skóinn Wink
 
Merry Christmas!!!

Glittery Christmas - Svartur nýstárlegur kjóll, og fullt af pallíettu til að skreyta sig með... eins og jólatré Grin. Maður þorir kannski ekki að fara alla leið í pallíettu kjólinn þá er þetta fínn millivegur
 
Merry Christmas and Happy New Year!!!

Lacey Christmas - Blúndurnar hafa ekki sagt sitt síðasta, rómantískt og sexy yfirbragð, sérstaklega með þessum nude lit. Kemur alveg hrikalega vel út!
 
lady on Christmas

Formal Christmas - Jólin eru alveg tíminn til að skella sér í galakjól, það er gaman að dressa sig upp eins og maður sé konungborin - fær mann til að líða aftur eins og lítilli stelpu í prinsessuleik Joyful  það er alltof sjaldan sem maður getur gert það og því ekki að hafa jólin með í því.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband