Uppskriftir að skrúbbum - tilvalið í heimadekrið

Í framhaldi af síðustu færslu um appelsínuhúð langaði mig til að birta nokkrar uppskriftir sem ég fann að náttúrulegum kremum og skrúbbum. Þetta er allt eitthvað sem við getum fundið heima hjá okkur eða út í búð og getum mixað saman á stuttum tíma

GRÓFUR LÍKAMSSKRÚBBUR

1 1/2 dl - Gróft salt (en ef þú ert með viðkvæma húð er betra að nota fínt salt)
1 1/2 dl - Kókos olía , möndlu olía eða blómaolía ( það er líka hægt að nota olívu olíu en mörgum finnst kannski ekki vera eins góð lykt af henni )

Blanda saman með skeið.. hrærist ekki mjög vel saman – það er nánast ómögulegt.
 
Ef að maður vill fá góða lykt af skrúbbinum er tilvalið að setja nokkra dropa af ilmolíu útí og hræra. Svoleiðis olíur fást t.d í Body Shop.
Þegar þetta er tilbúið er tilvalið að skella þessu í sæta krukku!

Skrúbbaðu þig áður enn þú ferð í bað eða sturtu , skrúbburinn virkar best þegar húðin er þurr. Góðir skrúbbhanskar fást bæði í hagkaup, apotekum eða í Bodyshop - mér finnst þæginlegra að nota hanska en annars duga hendurnar vel. Nuddaðu síðan skrúbbinum  í hringlaga hreyfingum um allan líkamann og eða strjúktu í átt að hjartanu.

Ef þér finnst saltið rispa húðina of mikið skaltu bæta aðeins olíu út í krukkuna
Þessi skrúbbur geymist vel svo þú getur lokað krukkunni og notað hann aftur.

12012010S1Natural_228

 

 

 

 

 

 

 -------------------------------
HAFRA SKRÚBB FYRIR ANDLIT


2 mtsk. haframjöl
2 mtsk. maísmjöl
2 tsk. hveitikím
1 mtsk. hunang
1/4 tsk. appelsínu eða möndlu p. orange or almond kraftur


Blandið saman í skál. Blandið útí vatni þannig að blandan verði nokkuð þykk.
Notkun: nuddið andlit eða líkama. Skrúbbinn endurnýjar dauðar húðfrumur og gerir húðina silkimjúka. Til að mýkja húðina látið liggja á húðinni í 10 mínútur. Hreinsið og hendið afgangi í ruslið, getur stíflað vaska! 

------------------------------

 
HUNANGS HREINSI SKRÚBBUR


1 mtsk. hunang
2 mtsk. fínsaxaðar möndlur
1/2 tsk. sítrónusafi

Blandið saman.
Notkun: nuddið létt á andlitið og skolið með volgu vatni.

 42-16340895

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

frábærar uppskriftir - takk fyrir þetta, verð að prófa þetta !!

ég á alltaf gróft salt því ég set það út í heitt bað, sit í þessu "saltvatni" og set olíu í grófan hanska og nudda mig með því - verð silkimjúk á eftir. 

Sigrún Óskars, 23.1.2011 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband