Real size en ekki Plus size

 Gleðilegt ár kæru lesendur... við skulum byrja árið á jákvæðni eins og mér heyrist flestir vera að gera en ég hef ákveðið að velja módel mánaðarins nú reglulega.

Janúar módelið  heitir Sheridan Watson. hún er aðeins rúmlega 17. ára gömul en vakti athygli í módelkeppninni "Fiercely Real Model" sem Tyra Banks stóð fyrir á vefnum og í þættinumsínum  the Tyra Banks show á síðasta ári. Sheridan var valin úr hópi þúsunda lögulegra stúlkna sem voru á aldrinum 13 -19 ára en Það sem gerði Sheridan einstaklega sigurstranglega var jákvæðni og útgeislun hennar. Eftir keppnina hefur hún verið að vinna meðal annars fyrir Forever 21+ og hefur hún fengið mikla umfjöllun á Vouge.it vefnum.

Sheridan telur sig ekki vera plus size model heldur real size model þar sem hún sé í fatastærð 14, sem er ein algengasta fatastærð kvenna í dag. Sheridan segist vera fullkomlega ánægð með sjálfan sig og dásamar lögulega vöxt sinn.

Þessi stúlka er klárlega flott fyrirmynd og hvet ég alla til að horfa á myndbandið sem Vouge italia setti inn á vefinn sinn. Jákvætt viðhorf á nýju ári Grin Smellið á myndina til að horfa á videoið:

video-thumb

 tyraandsherid.jpg

untitled2

 2n8wrw2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsileg stelpa! Þetta er alveg rétt hjá henni, ég hef pirrað mig á þessu í mörg ár af hverju stelpur sem nota stærð 10,12,14 séu kallaðar plus size! Þær eru bara venjulegar,

Kristín (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 18:14

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Akkurat! Það þurfa bara allir að hætta að tala um plús stærð og velja frekar normal stærð eða eitthvað álíka

Fríða Guðmundsdóttir, 6.1.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband