Ný íslensk vefverslun opnar í febrúar - boðið verður upp á stórar stærðir

Jæja elskurnar , nú er mikið búið að vera í gangi. Ég hef verið á kaf í undirbúningsvinnu og hef því ekki getað gefið mér tíma í það að blogga.


Málið  er að ég er búin að vera að stússast í því að láta gamlan draum rætast. Ég er að fara að opna verslun sem verður til að byrja með aðeins á vefnum. Í vefversluninni verður boðið upp á flottan fatnað í stærri stærðum eða 14-28 / 42-54. Stefnan er tekið að opna vefverslunina í miðjan febrúar en það er ekki komin alveg föst dagsetning. Hér kemur smá brota brot af úrvalinu sem verður í versluninni ... endilega að fylgjast svo bara með Wink

mynd1.jpg

mynd3.jpg

mynd2.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært, hlakka til að sjá þetta allt saman :)

Dagný (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 12:14

2 identicon

Vá! Til lukku með þetta og gangi þér vel!

Ég vona að þú sért líka að íhuga að flytja inn bikini/tankini/sundfatnað upp í þessar stærðir og útivistarföt. Það vantar það ALLVEG hér á landi.

Ef ég gæti mundi ég taka frá strax 1 svartan kjól með V hálsmáli og annan af þeim fjólubláa neðst á síðunni í stærð 22/24 (erfitt að finna V hálsmál hér).

:)

Þórhildur (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 13:00

3 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

:) Æði  stelpur, gott að fá sona komment. Ég skal hafa þetta í huga Þórhildur með sundfötin og útivistarfötin Svo um leið og vörurnar eru komnar í hús get ég haft samband við þig tekið smá forskot á sæluna áður en þetta fer í loftið.

Fríða Guðmundsdóttir, 30.1.2011 kl. 13:10

4 identicon

Frábært framtak!

Tinna Rós (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 15:22

5 identicon

vá geðveikt! frábært framtak og mér lýst mjöööög vel á sýnishornin :) Alveg sammála með sundföt og útivistarföt, það vantar algjörlega. En þetta eru mjög falleg föt og mér finnst þessi blái kjóll næstneðst alveg geðveikur og væri sko meira en til í hann!

Kristín Valgerður Ellertsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 16:45

6 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Flott að heyra ... Blái og svarti kjóllinn þarna næstneðst eru sami kjóllinn, þetta eru svona multifunctional kjóll.

Fríða Guðmundsdóttir, 30.1.2011 kl. 17:15

7 identicon

Frábært Fríða... ég er samt svolítið súr að það sé ekki minni stærðir líka - þú ert svo mikil smekkmanneskja að ég veit að það verður bara til flott hjá þér! :)

Gangi þér vel elskan! :)

Auður Gests (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 20:07

8 identicon

Mikið ofboðslega eru þetta fallegar vörur, spennandi að fylgjast með þessu

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 20:48

9 identicon

frábært framtak :)

Lísa Lotta (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 10:14

10 Smámynd: Sigrún Óskars

dugleg ertu - þetta er einmitt það sem vantar

Sigrún Óskars, 31.1.2011 kl. 20:53

11 identicon

Endilega hafðu samband við mig.

Thorhildur.love@gmail.com

Þórhildur (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:28

12 identicon

æðislegt! hlakka til að fara að skoða þessa síðu hjá þér! :D

Anna Guðrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 10:23

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með að draumurinn rætist.

Mun örugglega ganga vel

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2011 kl. 15:43

14 identicon

Ég hef skoðað síðuna þína af og til og finnst þetta mjög spennandi. Ég er einmitt að fara að ferma í vor og er búin að kvíða því að finna mér kjól síðan í október eða svo. Þannig að ég mun sko pottþétt skoða þetta hjá þér, sýnishornin hérna að ofan eru æði. Fjólublái kjóllinn með beltinu og svarti/blái kjóllinn eru æði. Ég þoli ekki að það sé ætlast til þess að konur  með brjóst eigi að vera í kartöflupoka.

Verður hægt að koma og máta hjá þér?

Sigga (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 21:30

15 identicon

Mjög spennandi - ég á eftir að fylgjast með þessu.

Berglind (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 22:43

16 identicon

Hæ! frábært framtak hjá þér:) Hlakka til að sjá!!

Íris Björg (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 14:30

17 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Takk æðislega fyrir stuðninginn! Ég læt að sjálfsögðu vita þegar síðan kemur í loftið, ég reikna með því að það verði vika til hálfur mánuður í þetta.

Til að byrja með verður þetta aðeins vefverslun en að sjálfsögðu er velkomið og koma og máta.

Fríða Guðmundsdóttir, 3.2.2011 kl. 21:21

18 identicon

Hæ Fríða.

Mig langar svo aðeins að forvitnast hjá þér, var að hugsa um hvort ég mætti senda þér email ? Og þá á hvaða email  :)

Ása Magnea (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 10:03

19 identicon

Sæl Fríða

Æðisleg að fara að opna vefverslun með fatnað fyrir okkur mjúku konuna, vantar alveg falleg, töff föt fyrir okkur ;)

Mig langar til að hafa samb. við þig og spyrja þig að svolitlu, sem ég get ekki kastað hér inn.... þætti væntum ef þú gætir sent mér mail og ef þér finnst betra að heyrast í síma.... þá endilega sendu mér númerið þitt og ég hringji þá í þig ;)

Katrín (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 23:57

20 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Sælar stelpur, var að fá mail addressuna curvy@curvy.is

Hendið á mig póst ef það er eitthvað 

Fríða Guðmundsdóttir, 6.2.2011 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband