Appelsínuhúð - hvað er til ráða?

Þrátt fyrir að meirihluti kvenna sé með Appelsínuhúð að einhverju leiti og finnst mér það hinn eðlilegasti hlutur, þá þykir það víst ekki vera í tísku. - En er hægt að losna alveg við Appelsínuhúð?
Hvernig skildi standa á því að þessi leiðinda bylgjuáferð húðarinnar hrjái meirihluti kvenna?

Samkvæmt doctor.is er Appelsínuhúð skilgreind sem staðbundnar breytingar og ójafnvægi í starfsemi undirhúðar, sem breytir lögun á kvenlíkama. Það má alls ekki misskilja um að þetta sé einhverskonar sjúkómur sem ekki er hægt að losna við, heldur er þetta ákveðið ástand á húðinni sem hægt er að bæta með réttum aðferðum.

Hverjar eru svo orsakir Appelsínuhúðar?

Ýmsir ósiðir ( lélegt mataræði, reykingar, áfengi, slæm líkamsstaða)
Mikil kolvetnaneysla
Hormónatruflanir (ójafnvægi tíða, ólétta)
Streita, veikindi, mikið álag, ástvinamissir, skilnaður og fl.
Vandamál í hringrás blóðs og sogæða
Hverskyns átröskun (Bulimia, Anorexia og ofát)
Erfðir og jafnvel kynþáttur ( Hvítar konur hafa meiri tilhneigingu til að mynda appelsínuhúð en asískar eða svartar. Suðrænar konur mynda frekar appelsínuhúð á mjöðmum, en norrænar á maganum.)
Mikil Salt neysla sem veldur vökvasöfnun
Trefjalítil fæða getur valdið hægðatregðu sem getur valdið mótstöðu blóðflæðis frá fótum.
Kyrrseta

Það eru örugglega allir sekir um eitthvað á þessum lista ... en það þýðir ekkert að væla, því að eru enn nokkrir mánuðir í sumarið og því nægur tími til að taka sig á! ... En hvað er þá til ráða?

 Að mæta í ræktina er góð byrjun en er það ekki alltaf nóg ( íþróttakonur geta verið með appelsínuhúð) og þá mæla læknar með Endermologie meðferð sem er fljótleg og sársaukalaus. Meðferðin er sogmeðferð og með soginu hristast fitufrumurnar og gefa frá sér fituagnir út í blóðið og melting á fitunni á sér stað.
Einnig stóreykst allt blóð og sogæðaflæði, þannig að bæði fær fruman meiri næringu til sín og öll hreinsun verður miklu betri.  Smátt og smátt er búið að vinna á vandamálinu það vel að lærin eru aftur komin í upprunalegt form, slétt og stinn. Hinscegar þarf allt upp í 20 skipti til að fá endanlegan árangur.

Síðan er allt litrófið af celló-kremum en ég get nú ekki sagt að það hafi eitt og sér einhver gríðarleg áhrif en með öðrum meðferðum gæti kremið stuðst við, enda er nauðsynlegt að næra og verja húðina með kremum.  Eitt ráð í sambandi við krem ... þau dýrustu eru ekki alltaf best. Ég persónulega leita í  náttúruleg krem og skrúbba - finnst þau gefa mér meira boost! ... Svo er bara að vera dugleg í sturtunni með skrúbb-hanskann til að hrista upp í þessum fitufrumum Wink

Svo eru það trefjar (fræ, epli, appelsínur grófir hafrar) og andoxunarríkt (Grænt te - Tómatar, Bláber, Jarðaber og allir litríkir ávextir.) mataræði sem hjálpar að fyrirbyggja Appelsínuhúð. 

Cellulite

Með aldrinum verður erfiðara að losna við Appelsínuhúð ... en ekkert er ómögulegt 

Kim-Kardashian-Cellulite-Treatment-Option

 

Kim Kardashian - þessi ofurskutla er ekkert að fela það að hún sé með appelsínuhúð.. enda er það ekkert til þess að skammast sín fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er íþróttakona og ég er með appelsínuhúð.. heyr heyr! :)

ps. væri samt alveg til í að vera ekki með hana ;)

Anna Begga (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 11:32

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Sammála með kremin, þau dýrustu eru ekki best og þessi krem sem auglýst eru sem .... þú losnar við appelsínuhúð ...... eru ekki að virka.

Drekka vel af vatni og ég nota alltaf bursta í sturtunni. Bursta mig "í átt að hjartanu" s.s. byrja á tánum og bursta upp - það eykur víst sogæðaflæðið og ég hef trú á því, enda ekki með mikla appelsínuhúð. Samt er ég sek um ýmislegt á listanum þínum. 

Sigrún Óskars, 19.1.2011 kl. 17:57

3 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

hehehe... já maður er sekur um margt, en þetta er gott ráð að skrúbba alltaf í átt að hjartanu -  hef heyrt það áður.

Fríða Guðmundsdóttir, 20.1.2011 kl. 21:21

4 identicon

*doktor.is

Auður (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband