Nú tek ég á honum stóra mínum

Loksins komið að því, gangan upp á Hvannadalshnúk hefst laugardagsmorguninn klukkan 5. Búin að vera helvíti stressuð seinustu vikur en held að ég sé komin yfir það, er náttúrulega búin að æfa mig fyrir þetta síðan í Janúar þannig að maður ætti að vera orðinn góður.

Svo er bara að vera rétt gíarður fyrir þetta, það kostar nú sitt og margir sem eru með mér í fjallafélaginu hafa þurft að taka það í áföngum. Það mætti halda að viss tíska fylgdi þessar útivist.. hehe meira en helmingur af liðinnu klæddur frá toppi til táar í Cintamani útivistarfatnaði hehe enda finst mér það bara fínar vörur , íslensk hönnun og betra verð en á mörgu öðru.

Sem betur fer á ég mann sem er útivistarfrík og hefur reddað mér klæðnaði fyrir þetta , hehe þá getur peningurinn farið í eitthvað skemmtilegt.. eins og ný pör af skóm eða nýtt dress ;)

Ég man nú þegar ég fór í fyrstu gönguna mína þá harðneitaði ég að fara í einhvern þunnan appelsínugulan púff útivistarjakka og kellinginn skellti sér bara í gallabuxurnar, strigaskó í nýjustu Cintamani flíspeysunni og búin að græja make'upið og fylgihlutina... hélt að hún væri alveg að meika það  ...  en komst svo að því að þetta var ekki málið, var alveg skítkalt og greinilega féll ekki inn í fjallamennskuhópinn. Kallinn alveg húðskammaði mann og sagði að væri ekki sama tískan á fjöllum og á götunni.  Heheh og ég rek mig ekki á það aftur!

Gönguhópurinn Fjallageiturna

- Gönguhópurinn , eða sona eitthvað af honum , þarna er appelsínu og rauði liturinn alveg að virka ;)

 

vont-veður

- Við fengum ekki alltaf gott veður, eins gott að það verði almennilegt á Hnúknum!

ég og steinninn

..so wish me good luck ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel Fríða :D

 p.s. Æðislegt bloggið þitt!! :D

alex (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 21:11

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Takk fyrir ;)  Gekk alveg rosalega vel!  Náðum að klára þetta á 14. klukkutímum...OPPA!!

Fríða Guðmundsdóttir, 23.5.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband