Asos alveg æðisleg!

Ég var nú fyrir stuttu að uppgötva netverslun sem sendir til Íslands. hún heitir www.asos.com og er með alveg hrikalega töff vörur. Þeir eru með stærðir upp í 18 og síðan bjóða þeir upp á sérstaka línu í stærðum 20-26 sem þeir kalla CURVES. Ég persónulega hef ekki panntað mér neitt þaðan en ætla klárlega að gera það. Ég fagna þessari nýbreitni mjög mikið því að úrvalið hérna heima af töff fötum í alvöru stærðum er skammarlegt!!

 Þetta er eitt af mörgu sem Asos býður uppá

Tropical CurveFashion Trends & Styles - Polyvore
 
Ef að þið vitið um fleirri netverslanir megið þið endilega benda mér á það ;)
Frida G.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sammála! Úrvalið á Íslandi er bara ekki neitt!

En ég hef pantað fullt af Asos og flest allar mínar vinkonur og þetta eru æðisleg föt og góð efni og fleira... Og líka ALLTAF að koma e-ð nýtt inn ;)

Lilja (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

já frábært, það er gott að heyra að þetta er eitthvað almennilegt.

Fríða Guðmundsdóttir, 19.5.2010 kl. 12:38

3 identicon

http://www.igigi.com/

og

http://www.citychiconline.com/

þetta eru nokkrar síður sem eru með flott föt :D

ég hef líka pantað frá asos og þetta er bara frábær síða og kíkji oft í mánuði og mæli eindregið með þessari síðu.

Katrín (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 19:46

4 identicon

Fríða, þú ert snilld og flott tískublogg líka :)

Helga (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 21:27

5 identicon

er hægt að panta hingað heim frá þessu igigi.com og ef það er hægt hefur einhver reynslu af því?

Kristín Valgerður Ellertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 22:33

6 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Ég var að kíkja á igigi.com og sá að þeir senda til íslands en það var hinsvegar soldið dýrt eða 50 dollarar, þá er bara um að gera að pannta nokkrar saman. Annars líst mér bara vel á þetta , mjög smart spariföt.

Fríða Guðmundsdóttir, 19.5.2010 kl. 23:14

7 identicon

Snilld!

Var að koma úr Smáralind, var þar í fataleiðangri og sit núna heima í þunglyndiskast yfir því hvað ég er STÓR allavega miðað við fatastærðir í búðunum þar!

Lauga (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 13:49

8 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já þetta getur verið frekar kvimleitt :/  Það eru nokkrar búðir sem hægt er að kíkja í sem eru með einhverjar almennilegar stærðir, Dorothy Perkins og Evans t.d.

Fríða Guðmundsdóttir, 20.5.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband