Djúsí bossar flottastir í Gallabuxum

plus-galla.jpg Það er ekkert jafn flott og curvy afturendi í gallabuxum ...  sona smá junk in the trunk ;) 

og í sumar er ekki bara gallabuxurnar classísku málið, heldur líka gallaskyrtur, gallakjólar, gallastuttbuxur og gallajakkar... bara galla-allt. Ég las það í Nude magazine að galla með galla væri inn núna.

Ég er einmitt mjög hrifin af Jeggings buxum og skinny gallabuxum nema hvað að það tók mig langan tíma til að sannfæra sjálfan mig að ég liti vel út í þessu, mér fannst einhvernvegin eins og sonna niðurþröngar buxur væru bara fyrir þær sem væru með granna og mjóa leggi. En svo þegar ég prufaði mig áfram þá fann ég visst snið af sona niðurþrögum buxum sem klæddu mann vel.

Málið var að þær þurftu að vera sona milli háar, svo að "ástarhandföngin" poppi ekki út :)  og svo máttu þær ekki vera alveg níðþröngar að neðan heldur smá lausar við ökla og jafnvel með rikkingu, tölum eða rennilás. þegar ég fann þetta snið þá sá ég strax að ég gæti klæðst þessari tísku án þess líta út fyrir að vera "stærri" en ég í rauninni er eins og sumar skinny buxur eiga til með að gera. Og svo má ekki gleyma hælunum þeir fullkomna lúkkið ;)

galla-leggings.jpg

galla-galla_993413.jpg

 - Galla með galla er alveg úber töff

galla-bossi.jpg

- Djússi bossar sjúklega heitir -  líka í skinny Jeans ;) 

galla-jakki.jpg

- Stuttur gallajakki úr Oasis, er líka geðveikt að fíla klútinn!

 galla-med-hettu.jpg

- Þessa sá ég í Evans

skor.jpg

Skór og fylgihlutir úr gallaefni - mjög sumarlegt og flott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ ekki geturðu sagt hvar þú færð myndirnar.. Langar svo t.d í þessa skó þarna svörtu:)

kv Ásta

asta (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 20:44

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Þessi mynd er frá Asos - skórnir fást eflaust þar líka www.asos.com

Fríða Guðmundsdóttir, 24.5.2010 kl. 21:46

3 identicon

Ertu þá til í að deila með okkur hvar þú hefur fundið svona Jeggings ?

 kv.

Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 14:22

4 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Það er hægt að finna þetta í flest öllum tískuvöruverslunum í dag, en það sem mér finnst skipta máli er að þær séu þæginlegar um mittið og ekki of lágar. Eg mæli með Dorothy Perkins,Vila, Evans - ef þú ert í stærð 14 + .

Sjálf keypti ég mér um dagin mjög flottar í Oasis þvegnar galla með rennilás að neðan en það var ekki mjög mikið eftir af þeim.


Fríða Guðmundsdóttir, 25.5.2010 kl. 22:46

5 identicon

Æðislegt ég kíki á þessa staði, hef nefnilega ekki látið mér detta það í hug að máta þær því ég var fullviss um að þær myndu fara mér illa. En ég hugsa ég láti slag standa og máti í hið minnsta.

Heiða (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 09:48

6 identicon

það er einmitt sniðugt að fá sér jeggings með rykkingum þegar maður er í þessu vaxtarlagi. Ég er sjálf í 10 og 12 en mér finnst líka betra að buxurnar krumpist aðeins og séu hærra upp..ég hef séð mjög flottar gallaleggings í H&M en hef ekki fundið nógu fínt hérna heima. Mæli samt alveg með að fólk kíki líka á teygju-gallabuxurnar í KronKron frá Cheap Monday, kosta bara 9900 kr og þau eiga mörg góð snið

Ólöf (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 16:29

7 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já það er alveg rétt.. rykkingar geta blekkt augað ;)

Fríða Guðmundsdóttir, 3.6.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband