Sundföt og sólbað í rokinu á Íslandi

bikini-banner.jpg

Okkar elskulega ísland gefur okkur sól í dag, og maður verður svo ánægður að það fyrsta sem maður gerir er að rjúka út með fjölskylduna létt-klædda... ætlar að fá sér ís og kíkja í sund... en þá tekur bara rokið á móti manni ppuuurrrrr... en við látum þetta ekkert á okkur fá við erum samt í sumarskapi.

Eitt af því sem mér finnst skemmtilegar að kaupa en að vera í eru sundföt. ÉG á alveg fulla skúffu af þessu en enda svo alltaf að nota það sama gamla góða sem mér líður best í og það er alveg eitt af dýrustu sundfötum sem ég hef nokkurntíman keypt... en ekki séð neitt eftir því vegna þess að mér finnst ég bara vera helvíti flott í því Joyful ... ÉG er að tala um sundfötin frá Seafolly sem fást í Útilíf, mæli einstaklega með þeim alveg gæðasundföt þar á ferð með góðan stuðning og það er hægt að kaupa toppa og botna í sitthvoru lagi sem mér finnst alveg nauðsynlegt... sumir sundfatahönnuðir eru greinilega ekki að fatta að flestar konur eru ekki eins að ofan og neðan.. hmm...

hér fann ég á netinu eitthvað af mínum uppáhalds sundfötum:

seafolly-bikini.jpg

seafolly-takini_991198.jpg

seafolly-blue-takini.jpg

- fann þetta í vefsíðu seafolly alveg æðisleg sundföt koma upp í stærð 18 

 

pink-polka-ellos.jpg

koflott-ellos.jpg

polka-ellos.jpg

- Ellos er líka að bjóða upp á góðar stærðir flest allt kemur upp í stærð 18 og sumar típur alveg upp í 52. líka mjög gott verð á sundfötunum þar.

 

jummy-tummy-debenhams.jpg

purpel-stripe-debenhams.jpg

brown-and-pink-debenhams.jpg

black-tummy-control-debenhams.jpg

- Debenhams eru líka með fínar stærðir og flott sundföt, sum sundfötin eru með Jummy Tummy control sem er sundbolur með aðhaldi, virkar vel :) flottur ef maður er kannski nýbúinn að eiga barn og er eitthvað óöruggur með sig í sundinu.

 

magic-dress-vc.jpg

-Victoria's secret er með skemmtilega línu sem heitir Magicsuit kemur reyndar bara upp í stærð 18 en þetta eru líka sona aðhalds og shape sundföt.

 

Svo er bara að dilla bossanum við sundbakkann ;)

Frida G.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl,

 Það er til gott úrval af Seafolly sundfatnaði í Merkja Outlet Korputorgi einmitt í góðum stærðum. Þar eru topparnir á kr. 4000 og buxurnar á kr. 3000. Þetta er að vísu línan síðan í fyrra en þetta breytist nú ekki mikið ár frá ári, skiptir engu máli en það gerir verðið (ca. 60% lækkun).

 Kveðja,

Hlíf.

Hlíf Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 18:06

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

já vá, takk fyrir það. Þetta er einmitt uppáhaldsmerkið mitt. Ég ætla að kíkja á það :)

Fríða Guðmundsdóttir, 16.5.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

ahh.. stelpur. ÉG var stödd í Ellos í gær að máta bikini -  þá tilkynnti hann mér það að ef ég ætlaði að pannta þyrfti ég að gera það sem fyrst því að listinn er að renna út, ég hafði ekki grænan.

Fríða Guðmundsdóttir, 18.5.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband