Aðhald.. eða ekki aðhald, það er spurningin

alltaf-i-adhaldi.jpg

ÉG elska aðhaldstoppinn minn!!!

Keypti hann í Debenhams fyrir um Ári síðan og hef varla getað farið úr honum síðan þá... Þetta einhvernvegin grennir mann kannski ekkert brjálæðslega en það sem er svo yndislegt við þá að þeir halda ástarhandföngunum inni þegar maður er kannski að pæjast í gallabuxum Wink. Og annað að hann er svo rosalega þæginlegur, engar spangir eða drasl sem á að halda þessu inni sem er svo bara að stingast inní mann... búin að gefast upp á nokkrum solleiðis.

 Allaveganna... um daginn var ég að spá í að fjárfesta í örðum aðhaldstoppi .. nema að eftir að hann Kalli Bentsen fór að kynna þetta í þáttunum sínum í vetur hefur verið nánast ómögulegt að fá þetta aftur. Svo var ég að heyra að SPANX sé rosalega gott merki í aðhaldsvörum.  Um daginn var ég stödd í Undirfataversluninni Misty og sá þar aðahaldstoppa... spurning um að skella sér þangað aftur og athuga hvort að eitthvað sé enn eftir. 

ÉG er nefnilega ein af þeim sem neita að fara í þessar sokkabuxur sem eiga að halda öllu inni... allt þetta sem fór inn... leitar bara uppfyrir .. haha.. En svo er náttla margt annað í boði eins og buxur sem ná allaleið upp undir brjóst , hef heyrt góðar sögur af því. Undiraðhaldskjólar og svo er alltaf eitthvað nýtt að koma á markaðinn, sérstaklega ef þið skreppið til Bandaríkjanna eða Bretands, þar er svo miklu meira og skemmtilegar úrval af sona " Shape Wear ". Og svo er ekkert að vera feimin því stórstjörnurnar nota þetta óspart:

Hér er hin glæsilega Beyonce Knowles  í brjáluðum snúning og rétt sést í aðhaldsbuxurnar hennar innanundir.

beyonce-spanx

 

Hér fann ég stutt myndbrot frá YouTube sem sýnir Aðhald.. eða ekki aðhald,

- Og hér er voðafallegtHhollywood par að kynna aðhaldsföt... talandi um það að allir á rauðadreglinum séu í sona undir dressinu...

 

 Frida G.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ..takk fyrir gott blogg...veit af því að það er RISA sending á leiðini í Debenhams....með einhverjum hundruðum toppa...2-3 vikur...

Vildi bara láta þig vita...

Helga (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 10:16

2 identicon

Flott blogg - vil benda á þessa heimasíðu fyrir okkur lögulegu konurnar sem viljum líka vera sexy :O)

http://www.hipsandcurves.com/plus-size-lingerie/

Ragna Hlín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 10:34

3 identicon

Snilldar blogg hjá þér fríða! Sá frétta af þess á visir.is og rosalega er maður stoltur af þér, líka ekki betri manneskja til að fræða okkur um tísku og allt svoleiðs heldur en þú!

Kveðja

Berglind úr MMS :)

Berglind (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 10:34

4 identicon

Ekkert smá flott blogg hjá þér skvís, keep up the good work ;)

Fanney Þóra (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 12:37

5 identicon

Glæsilegt framtak hjá þér Fríða! Áhugavert og skemmtilegt blogg, mun fylgjast með þér :)

Magga (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 14:43

6 identicon

Skemmtilegt blogg. Ég á eftir að kíkja hér oftar.

Lilja (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 14:58

7 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Takk fyrir innlitið stelpur ;) og endilega fylgist með!

Fríða Guðmundsdóttir, 15.5.2010 kl. 21:05

8 identicon

það má líka ath Body-Wrap vörurnar í Lífstykkjabúðinni

Ragna (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 21:10

9 identicon

Flott blogg! Vil líka benda á www.asos.com en þeir eru með geggjaðar vörur og allar vörur úr ASOS línunni fara upp í stærðir 18 og svo eru þeir líka með ASOS Curve sem er geggjuð lína í st. 20-26... Mjög flottar og vandaðar vörur ;) Og þeir senda til Íslands!

Lilja (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 23:21

10 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já einmitt, vissi af því, alveg geggjuð netverslun.

Fríða Guðmundsdóttir, 16.5.2010 kl. 02:11

11 identicon

Sæl.

Vildi bara segja þér að mér finnst þetta frábært blogg hjá þér! Einnig vildi ég benda þér á eina síðu, http://www.maidenform.com/, en þar á bæ er hægt að versla vöru sem heitir Flexees. Ég átti svona aðhaldskjól úr þessari línu. Hann var með brjóstahaldara sem lyfti aðeins (keypti bara eftir brjóstahaldarastærðinni), engar spangir og hægt að breyta böndunum eftir því hvernig kjól maður var í! Snilldar "útlínuþjappari" og ég ætla pottþétt að verða mér úti um annan svona eftir að ég er búin að eiga!

Gangi þér vel með síðuna!

Ásthildur (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 10:52

12 Smámynd: Auður Gestsdóttir

Æðislegt blogg sæta! hlakka til að fylgjast með :)

Auður Gestsdóttir, 16.5.2010 kl. 13:43

13 identicon

snilldarsíða...eitthvað sem vantar algjörlega..

Misty bolurinn minn er að verða að öreindum..verð að fara aftur og panta nýjann ( þurfti að bíða síðast þannig að einhverjir eru að nota þetta haha)

ég viðurkenni það fyrir öllum sem vilja vita!! og meira til..

if you cant make it..you fake it:)

annars langar mig líka að forvitnast hvort að þið vitið um einhverjar sem sérsauma sundföt?

Asdis Eckardt (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 16:16

14 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Það var á laugavegi eitthvað sem heitir jbj saumagallerí, hún sérsaumaði sundföt, en hún er hætt þarna, spruning um að finna hana aftur.

Fríða Guðmundsdóttir, 17.5.2010 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband