Lögulegri Leikkonur takk fyrir!

Við Anna skelltum okkur á útskriftasýningu Listaháskólans í dag, margt mjög áhugavert -  fílaði kaffihúsapælinguna , eins og lítill markaður eða menningar torg þarna inní miðju Hafnarhúsinu. Við fórum nú þarna til að kíkja á útskriftarverkefni Fatahönnunarinnar.

Ég vil ekki vera með leiðinlega gagnrýni en ég sá ekki margt þarna sem ég gæti hugsað mér að ganga í ... það má kannski segja að þetta hafi verið soldið mikið artí fyrir minn smekk og einfaldlega bara rifnað í sundur ef ég hefði reynd að troða mér í þetta. Við sérum okkur að einum af útskriftarnemunum og ég spurði hana hvort það væri enginn í sem hafði útskriftarlínuna sína í venjulegum stærðum, sona eins og fyrir mig...  Það kom skrítinn svipur á hana og sagði að það var ekki normið fyrir tískuheiminn.

ÉG er bara einganveginn sammála henni og vill meina að svona þvengmjóar stelpur séu bara að detta úr Tísku!! Sjáið bara allar þessar bootylicius skvísur sem eru að meika það þarna í Hollywoodinni! Þetta er allt þróun í rétta áttina, ég spái að size 0 verði út og Marilyn Monroe verði inn á komandi tímum ;)

Fergie-bootylicius Beyonce-bootylicius jennifer-bootylicius


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsaði það sama á tískusýningunni..við erum svo "ung þjóð" og saga okkar í fatahönnun er bara í þróun, þó margt sniðugt hafi gerst..þá er til dæmis íslenska tískuvikan ný tilkomin. Ég skil ekki alveg af hverju VIÐ byrjum þá ekki á eðlilegu fólki í stað þess að elta tískupallana útí heimi..þetta er meira að segja að breytast þar, af hverju ekki að vera bara skrefi á undan hér heima? Skoðaðu t.d V magazine the size issue..mjög flottar umfjallanir og greinar um þessi mál. Gætum við ekki fylgt þessu eftir og byrjað bara strax á að gera föt á týpísku size 10 í stað þess að gera stereotýpuna size 0?

Mér finnst að tískuheimurinn eigi alveg að geta spunnið sig um eðlilega vaxnar konur..og þá meina ég ekki mjóar og ekki feitar heldur bara það sem telst til heilbrigðs vaxtalags..hvort sem það er slim eða curvy..heilbrigði er fallegt..

Mér fannst reyndar tískusýning LHÍ í ár mun klæðilegra en í fyrra þó hún hafi kannski ekki verið alveg jafn spennandi..en til dæmis línan frá Birtu Ísólfsdóttur fannst mér afar falleg og klæðileg - jafnvel í anda Chanel. Hinsvegar fannst mér vitaskuld fötin misklæðileg eftir hönnuðum og sum ekkert voðalega frumleg kannski og annars staðar hugmyndin sterkari en outfittið..en fyrir utan það..þá fannst mér skelfilegt að sjá hvað módelin voru mjó..hvað þá að ég skoðaði sumar flíkurnar eftir á sem kannski rétt hengu á módelinu en voru svona helmingurinn af sjálfri mér (kannski ekki alveg..en samt!) .. það er rétt sem þú segir að það sé kominn tími á breytingu..og maður sér það gerast því til dæmis eru fötin að verða meira figure friendly þessa dagana frá helstu merkjunum, meira loose föt í tísku og ýmislegt sniðugt

Ólöf Kristín Helgadóttir (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 14:43

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já það er allt hárrétt sem þú ert að segja,  Nýju Íslensku hönnuðurnir voru alveg að gera fína hluti en ég sá ekki alveg tilganginn með þessu ef að alvöru konur geta svo ekki klæðst flíkunum. ... Ég þarf svo að kíkja á þetta V Magazine, takk fyrir pointerinn

Fríða Guðmundsdóttir, 15.5.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband