Svona var ég nú einusinni ...

Það er nú oft þannig að maður lifir á fornum frægðum... eða það sem ég meina að einu sinni vorum við allar ungar, fallegar, ferskar og GRANNAR!!  og einhvernvegin er maður alltaf að miða sig við sig þá góðu tíma... þegar maður var " uppá sitt besta"
 

Ég er nú þannig að ég hef alltaf verið löguleg og mjög flakkandi á vigtinni en þegar ég skoða myndir frá því ég var í menntaskóla segi ég bara, VÁ af hverju gat ég ekki verið sátt við mig þarna í staðin fyrir að vera alltaf svo hörð við sjálfan mig og líta á mig sem bollu þegar ég var bara grönn og flott.

Ég gæfi mikið fyrir að geta litið út eins og ég gerði þá...  hugsa ég stundum, en ætli það verði ekki þannig að eftir önnur 10 ár lít ég til baka og hugsa það sama,.. þannig að maður á að vera sáttur við sig eins og maður er í dag og bara njóta þess að geta verið í ermalausum bolum og stuttum pilsum því eftir 10 ár eigum við eftir að líta til baka og hugsa, af hverju gat ég ekki bara verið sátt við mig og notið þess að lifa og vera til

... Og eins og hún Anna vínkona mín sagði við mig um daginn og hún hefur svo fullkomlega rétt fyrir sér "Maður á bara að reyna að vera mögulega besta útgáfan af manni sjálfum hverju sinni."
 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér! Ég er sammála hverju einasta orði :)

Tinna Rós (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 12:15

2 identicon

já ég hef hugsað það sama. Það væri gott ef maður væri alltaf sáttur við sig eins og maður er þann daginn. Ég er mikið sáttari við mig í dag t.d heldur en fyrir nokkrum árum þegar ég var samt með sléttan maga og slétta húð, haha..okei húðin mín er alveg frekar slétt ennþá.. en ég hugsa oft til unglingsára þar sem ég fór liggur við ekki framúr rúminu án þess að vera máluð, þó ég væri innandyra og í sveitinni..þá hefði ég sko aldrei getað farið ómáluð í skólann eða út í búð. Ég kippi mér ekki einu sinni við svona hluti í dag þó vissulega sé maður misöruggur og mér finnist ég kannski ekkert sérlega hugguleg nývöknuð og ótilhöfð, haha..

Ólöf (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Haha.. maður á bara að byrja daginn á líta í spegil og segja við sig 3 hrós, þú er æðisleg, hæfileikarík og falleg   eitthvað solleiðis. Byrja daginn bara jákvætt!

Fríða Guðmundsdóttir, 15.5.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband