Gefðu gamla bolnum nýtt líf!

Ég er ein af þeim sem sit uppi með troðfullan fataskáp... er alveg háð því að kaupa mér eitthvað nýtt - helst í hverri viku Blush ... já ég er löngu búin að viðurkenna það að ég er shoppaholic á háu stigi!!

En því miður getur maður ekki leyft sér þennan lúxus lengur... buddan bara alveg tóm Frown En eitt af því sem kreppan kennir okkur er að spara - endurnýta gamla hluti og nota ímyndunaraflið! Ég ætla því að gera nokkrar tilraunir með gamlar flíkur í fataskápnum mínum og sjá hvað kemur út úr því - ég fann þennan tutorial á netinu þar sem latino skvísan Gianny sýnir hvernig maður getur búið til kjól út gömlum hlírabol - 2 efnisbútum ( jafnvel hægt að klippa í sundur og nýta efnið úr einhverjum gömlum flíkum) Þetta er reyndar alveg hræðilegur kjóll hjá henni en hugmyndin samt góð .. takið eftir tónlistinni.. haha alveg rosaleg!

ÉG er nú enginn snillingur í saumaskap en ég ætla að pósta útkomuna  þegar ég hef lokið þessu... og ef að ég get græjað þetta þá ættu allir að geta það Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo þokkalega næsta þema hjá okkur! Endurunnin samkvæmisfatnaður ;D

Fanney Þóra (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 19:10

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já! .. góð hugmynd! ég þoli ekki við þessi þema partý að maður þarf alltaf að eyða pening í outfitt sem maður notar svo aldrei aftur... hehe en þetta er snilld!

Fríða Guðmundsdóttir, 11.10.2010 kl. 19:15

3 Smámynd: Sigrún Óskars

þetta virðist ekki flókinn saumaskapur

datt svo inn á Gianny á youtube - gaman að skoða þetta

Sigrún Óskars, 14.10.2010 kl. 16:25

4 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já einmitt - þetta virkar allaveganna mjög auðvelt að útfæra :)

Fríða Guðmundsdóttir, 14.10.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband