Hera glæsileg í kjólnum frá Júniform ;)

Þá er maður loksins komin heim úr Eurovision-landinu alveg æðislegt ævintýri en að sjálfsögðu vonbrigði með árangur Íslands. Hún Hera stóð sig svo samt alveg frábærlega og var glæsileg á sviðinu sama hvað fólk segir. Svo hef ég verið að heyra gagnrýni á kjólinn en ég er mjög sátt við hann, eldheitur og ég er mjög ánægð að hann hafi ekki verið svartur :).

Hera-Bjork_main-RESIZE-s925-s450-fit

Hera_Bjork_2-RESIZE-s925-s450-fit

 Hún Birta í Júniform er líka alveg frábær hönnuður og það besta er að maður getur farið til hennar og látið hana sauma eitthvað geggjað á sig, alveg sama hversu stór maður er ;) . Ég ákvað að kíkja á síðuna hennar Birtu og tékka á nýjustu flíkunum hennar, Svo ef þaður sér eitthvað við sitt hæfi hefur maður bara samband við skvísuna og fær hana til að sníða einn eftir sinni lögun ;)

juniform-1.jpg

juniform-3.jpg

juniform-4.jpg

juniform-2.jpg

juniform-5.jpg

.. Íslenskir hönnuðir eru svo rosalega flottir margir hverjir, Væri gaman að grafa upp einhverja nýja talenta ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prófaðu að kíkja á www.kow.is

Elín (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Mjög töff :)

Fríða Guðmundsdóttir, 2.6.2010 kl. 23:07

3 identicon

Hera klæddist ekki þessum kjól í keppninni, sem er synd, því hann er mikið fallegri og klæðir hana sjálfa betur en sá kjóll gerði. Hann var "klipptur af" styttra rétt fyrir ofan ökkla sem gerði hana styttri og feitari meðan þessi sem flæðir fyrir neðan fætur lengir hana og grennir. Ég var því óánægð með keppniskjólinn, ekkert ljótur kjóll sem slíkur en klæddi hana bara illa, fannst kjólarnir á bakraddasöngvörunum koma betur út..Birta er klár stelpa, finnst hún reyndar misjöfn eins og hver annar og hef alveg verið ósátt með flíkur frá henni áður, en vinkonur mínar eiga sumar hverjar mjög fallegar flíkur frá henni upp á móti:) mér finnst samt alveg að Rúv eigi að íhuga að promota einhverja aðra íslenska hönnuði en ekki bara hana, (þó gott sé að þau kynni hana), því eins og þu segir eru svo margir flottir þarna úti:) og eins og einhver bendir hér á þá er t.d Kow (annar helmingur KVK) og Liber sem er hinn hlutinn, kronkron skórnir, Mundi, Jón Sæmundur, Fígúra (Sara í Nakta Apanum), Birta Ísólfsdóttir (ein af útskriftarnemum LHÍ í ár) og fleiri fleiri..:) væri gaman ef þjóðarsjónvarpið myndi einbeita sér að því almennt að kynna íslenska vöru..spennandi:) margir sniðugir vöruhönnuðir líka þar sem væri hægt að nota í "sett":P Tinna Gunnars, Ólöf Jakobína og fleiri:) n´er ég bara farin að blaðra samt

ólöf (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 15:57

4 identicon

tjékka líka á Einveru á laugarvegi og Spaksmansspjarir bankastræti... svo veistu líklega af Andersen&Lauth..svo er Steinunn Sigurðar, Aftur, EYGLÓ (er held ég enn að selja í KronKron), Kalda, E label, ELM, Hildur Yoeman, Vík Prjónsdóttir

svo eru nottla sniðugir vöruhönnuðir, skartgripahönnuðir og annað sem leynast víða:) vonandi er eitthvað af þessu nýtt fyrir þér..samt frekar svona..basic listi:P

Ólöf (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 16:14

5 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já þetta er góður listi til að fara í gegnum :D  ég er alveg sammála með rúv, þeir eru aðeins of mikið að prómódera hana Birtu, það ætti að gefa leirri íslenskum hönnuðum sem eru að gera frábæra hluti tækifæri :)

Fríða Guðmundsdóttir, 3.6.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband