Hvernig áttu að klæðast Harem buxum ?
4.11.2014 | 22:27
Ég er rosalega hrifin af þessari þægilegu tísku sem er búin að vera í gangi. Lausir síðir toppar við leggings , Kósý buxur og stuttermabolir , bara einfalt og þægilegt. En það sem hefur verið að vefjast fyrir mér er hvernig getur maður klæðst víðum kósý buxum á meðal fólks og verið töff ?? sérstaklega þegar maður er ekki í stærð 10
Eftir smá googl og pælingar þá áttaði ég mig á því.. maður getur verið flottur í víðum buxum án þess að enda eins og blöðruselur Aðal atriðið er:
# Vertu í hælum! Þeir laga líkamsstöðuna og maður virkar lengri og grennri. Töff öxlastígvél eða hermannastígvél eru líka flott með þessum buxum.
# Ekki klæðast víðu að ofan ef þú ert í víðu að neðan * Flottur aðsniðin toppur passar vel við en hann má samt alsekki vera svo þröngur að hann sleikir mann alveg .. það er ekki að gera manni neina greiða.
# Ekki vera í síðu að ofan * Ef toppurinn sem maður er í er of síður.. semsagt nær soldið niður fyrir rass þá er virkar maður svo stuttur
# Stuttar jogging-peysur hafa verið soldið í tísku núna og koma þær líka vel út með Harem buxum.
# Ef þú getur girt bolin ofaní þá er passar það líka vel við. Kemur vel út á skvísum sem eru t.d með peruvaxtalagið. Semsagt þær eru nettar að ofan en kannski meiri um sig að neðan.
# stuttur Blaser jakki eða leðurjakki undirstrika mittið. Og þegar við erum í víðu að neðan þá viljum við að beina athyglini uppávið og ekki er verra að búa til smá mitti í leiðinni. ( .. jafvel þó það sé ekki lengur til staðar )
# Flott að vera í kósý gollu yfir fyrir meira casual tilefni.
# Peplum topparnir góðu sem hafa verið mikið í tísku eru flottir til að dressa Harembuxurnar upp og búa til meira sparilegt look.
# Og síðast en ekki síst!! LITIR !!! ** Ef þú ert í svörtum buxum þá skaltu nota liti að ofan til að brjóta upp.. hinsvegar ef þú ert í litríkum eða munstruðum buxum þá er langbest að vera í einlitu eða svörtum topp að ofan svo maður endi ekki eins og trúðu ** LESS IS MORE
* Í Curvy er hægt að fá nokkrar mismunandi t týpur af loose pants, aladdín og harem buxum Smelltu á linkinana ef þú vilt skoða:
http://curvy.is/vara/zig-zag-print-alibaba
http://curvy.is/vara/mai-sweat-pants
http://curvy.is/vara/boho-harem-buxur
http://curvy.is/vara/zipper-sweat-pants
http://curvy.is/vara/svartar-alibaba
http://curvy.is/vara/sidnay-loose-pants
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búðu til þinn eigin búning fyrir Halloween
29.10.2014 | 22:18
Hver elskar ekki að fara í HALLÓ-VÍN Partý ...
Að dressa sig upp sem einhver fígúra og finna sig í öðru hlutverki en vanalega er alveg HRILLILEGA gaman! Eina er að búninga í stærri stærðum er soldið erfitt að finna. Undanfarin ár hef ég verið að redda mér með heimatilbúnum búningum og kemur það yfirleitt bara nokkuð vel út Hinsvegar hef ég gefið sjálfri mér það loforð að fara að bjóa upp á alvöru búninga í stærðum í Curvy Búðinni fyrir næsta Öskudag! Hvernig líst ykkur á það ?
Ég rakst á skemmtilegt look book sem sýnir hvað er hægt að gera ótrúlega margt með fylgihlutum og rétta dressinu ;)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólagjafahugmyndir fyrir Curvy skvísur
12.12.2013 | 14:30
Hjá Curvy er hægt að finna fullt af litlum sætum gjöfum fyrir vinkonuna, kærustuna, mákonuna, systurina, dóttur, mömmu og ömmu
hér fyrir neðan koma nokkrar skemmtilegar hugmyndir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólasveinaleikur Curvy - Fylgstu með á facebook
12.12.2013 | 13:40
Nú eru jólasveinarnir að koma til byggða og ætlum við í Curvy að bjóða upp á flott tilboð á völdum vörum í nafni þeirra.
Á hverjum degi framm að jólum munum við birta nýtt tilboð sem gildir aðeins í einn dag í senn, svo það er um að gera að fylgjast vel með, bæði á facebook : https://www.facebook.com/media/set/?set=a.614576138601402.1073741842.129294893796198&type=3 og á síðunni okkar www.curvy.is.
Þeir sem eru svo duglegir að "LÆKA" og deila jólaleiknum okkar lenda svo í pott og geta unnið 10.þúsund króna gjafabréf sem verður dregið út á Aðfangadag!!
Hér kemur tilboðið frá stekkjastaur sem er 20% afsláttur af sokkabuxum ** Tilboðið gildir til minættis 12.des
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afmælis fögnuður Curvy.is
16.10.2013 | 16:04
- 30% afsláttur af völdum vörum og 15% afsláttur af öllum vörum bara þennan daginn.
- þeir viðskiptavinir sem versla fyrir meira en 10 þúsund lenda í pott og geta átt von á að vinna 20 þúsund króna gjafabréf hjá Curvy ( Þú ferð líka sjálfkrafa í pottinn ef þú pantar í netverslun Curvy.is )
- Sigga Kling verður á svæðinu frá kl: 18-20 og spáir fyrir gesti
- Léttar veitingar verða í boði
Nýtt kortatímabil hefst þann 17.oktober í verslun Curvy.is
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Töff Tískusýning
16.10.2013 | 16:02
Ég missti næstum andann þegar ég horfði á þetta myndband, Ótrúlega töff og enginn hefur gert neitt líkt þessu. Hönnuðurinn Rick Owens kom með línu á tískupallana um daginn þar sem hann var undir áhrifum frá sterkum, stílhreinum formum og bardagalistum ***
Módelin voru alvöru konur og var cat-walkið mjög gróft og ákveðið í bland við kraftmikinn dans sem á rætur sínar að rekja til Afríku. Þær áttu að vera reiðar og grimmar á svipinn enda stíllinn byggður á bardagalist og búningum þeim tengdum.
Undirtektir hjá fólki sem var á sýningunni voru alveg rosalega góðar og margir þakklátir því að loksins var verið að sína hátísku föt á venjulegum konum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig áttu að klæðast Blazer jökkum
18.4.2013 | 00:21
Blazer jakkar er ein mesta snilld sem ég hef uppgötvað. Alveg sama hvert tilefnið er hann gengur alltaf. Stuttur blaser yfir djammkjólinn eða loose síðari týpa með gallabuxum og bol - þetta er svo einfallt og töff! Þeir detta aldrei úr tísku og sniðið á þeim er svo klæðilegt að það getur henntað öllum vaxtalögum.
Svo er algjör óþarfið að rembast við að loka þeim ## það var gert í gamladaga , Nú er fallegra að láta þá fitta vel yfir axlirnar hafa þá svo bara opna þannig að kjóllinn eða toppurinn sem þú ert í innanundir njóti sín
Að eiga einn svartan í fataskápnum er bara nauðsyn, en nú er ég búin að tryggja mér nokkra liti til viðbótar þar sem að trendið í sumar eru # LITIR # og Munstur #
Við hjá versluninni Curvy.is höfum ávallt verið með nokkrar týpur af blazeru til sölu, þeir eru rosa vinsælir og klárast oft fljótt. Þið getið skoðað jakka og yfirhafnir í stórum stærðum hér
## BBlazer við öll tækifæri ....
Beyonce - Flott samsettning með Gráum blazer jakka
Nýja Prinessan er alltaf með puttan á því sem er að gerast í tískunni en töff er að vera í dökkbláum blazer og svo bjartari bláum lit við **
Blátt og gult eru litir sem passa vel saman...
Og líka blátt og grænnt**
Annað sem passar líka vel við Dökkbláann en það eru brúnir Tónar *** kemur það á óvart ?
Ekki vera hræddar við rendur stelpur *** þetta er allt spurning um hvernig renndurnar lyggja á okkur ? Ská rendur og saumar sem brjóta upp randa munstrið geta virkað grennandi
Elegant og töff!!
Litríkir jakkar og skrautlegir eru svo flottir mðe ljósum gallabuxum *** Veldu gallabuxur sem eru með lóðréttir áferð eða þvegnar yfir mið lærin ** þá virka lærin örlítið grennri, ekki er það verra
Hvernig er ekki hægt að elska blóma munstur ***
Blaserjakkar í alskonar litum # Það er málið fyrir sumarið
# Bjartir litir eru líka tilvaldir í að poppa upp svarta kjólinn - Brýtur upp og færir augað upp
Svo meigum við ekki gleyma þessum svarta klassíska sem að er bara "möst" að eiga
Kíktu á jakkana sem Curvy.is er með í sölu núna
Þurfti að mana sjálfan mig uppí nektarmyndatöku
10.2.2013 | 02:21
Ekki fyrir svo löngu síðan hringdi þessi frábæra kona, Sigga Lund í mig og "pitchaði" fyrir mig hugmyndinni um að halda námskeið Þar sem yfirskriftin væri Sjálfstraust óháð líkamsþyng. Þetta var algjörlega að slá í takt mínar hugsjónir og kom ekki annað til greina en að taka þátt í þessu.
Svo nefnir Sigga þá hugmynd að við mundum sitja fyrir naktar til að vekja athyglinni á námskeiðinu og hvað það stendur fyrir. Það tók mig alveg smá stund að mana sjálfan mig uppí þetta. Ég held að það séu ekki margir sem finnast það lítið mál að strippa fyrir framan 2 manneskjur sem maður hefur nánast aldrei hitt, og hvað þá að fá ljósmyndara til að mynda mann.
Ég reyndi að hugsa lítið sem ekkert um myndatökuna, en þegar sjálfur dagurinn rann upp komst ég ekki hjá því að finna fyrir töluverðu stressi. En um leið og það var búið að brjóta ísinn, við allar komnar úr fötunum og búnar að stilla okkur upp fyrir fyrstu myndirnar þá varð þetta bara ekkert mál.. frekar svona "liberating"
Sem betur fer vorum við með færan ljósmyndara og það sem gaf mér alveg extra sjálfstraust var Spray-tannið og make-upið sem var í höndum hennar Sollu hjá NYX snyrtistofu. Ég ætlaði varla að þekkja sjálfan mig í spegli eftir meðferðina.
Og nú þegar myndirnar eru komnar í lofið og umræðan í kringum þau byrjuð þá getum við ekki verið annað en ánægðar með viðtökurnar og finnum virkilega fyrir því hvað það var mikil þörf á umræðunni og hversu kærkomið þetta námskeið er!
Þetta verður alveg ótrúlega skemmtilegt, fróðlegt og þær konur sem munu taka þátt í þessu með mér eru algjörir snillingar og hafa svo mikið gott að segja um málefnið. Við ætlum að koma gestum skemmtilega á óvart ásamt því að veita þeim tól sem þær munu geta nýtt sér eftir námskeiðið til þess að auka sjálfstraustið og ná sáttinni við sjálfan sig... einfaldlega bara byrja að elska sig eins og maður er , og í frammhaldi af því þá verður allt svo miklu auðveldara
*** Ekki láta þetta frammhjá ykkur fara þetta er einstakt tækifæri. Þið getið keypt miða hér: http://www.salurinn.is/midasala-og-dagskra/vidburdir-framundan/nr/140
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Plus size modelið Crystal Renn næstum dáin!
14.1.2013 | 00:04
Hún Crystal Renn er eitt þekktasta plus size model í bransanum. Þó að mér þyki hún vera of grönn til að geta verið plus size þá virkar módel heimurinn þannig að þegar þú ert kominn yfir stærð 12 (40/42) þá ertu orðin plus size.
Cristal var uppgötvuð sem unglingur og boðið henni að vera módel gegn því að létta sig og missa 22 cm um mjaðmirnar. Hún fór frá því að vera heilbrigð ung kona í það að verða alltof mjó, gersamlega líflaus af hungri og vanlíðan. Þrátt fyrir að hafa grennst alveg svakalega mikið var alltaf verið að pressa á hana að hún þyrftir að léttast meira.
Hún segir að hef hún hefði haldið áfram á þessari braut þá hefði hún dáið. - Hér fyrir neðan er nánara viðtal við súpermodelið þar sem hún segir frá lífsreynslu sinni.
Lífstíll | Breytt 10.2.2013 kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Besta Áramótaheitið!!
30.12.2012 | 22:15
Hver kannast ekki við það að strengja áramóta heiti sem hljómar eitthvað í þessa veruna :
- ÉG ætla að byrja í ræktinni, hætta að borða nammi og drekka gos og verða geðveikt mjó.. haha þetta er kannski soldið ýkt en án gríns þá hef ég hugsað sona, og mistekist og ekki bara einusinni.
En nú er ég komið með þetta!! Besta áramótaheitið er að byrja að hugsa jákvætt!!
Hugsa jákvætt og um sig og sína sjálfsmynd. Skoðaðu þig í spegli og hrósa sjálfri þér - upphátt!! Seigðu við sjálfan þig hvað sé það besta sem þú hefur. Falleg augu, heillandi bros, glæsilegan og fullan barm, lostafullar mjaðmir, Kúlurass sem brosir, eða að þú skulir enn hafa mitti ( það getur nú horfið bara sí svona.. hehe ) en þetta er ótæmandi listi. Gerðu þetta á hverjum degi - smátt og smátt byrjar maður að taka sig í sátt og fer að njóta þess að vera maður sjálfur í sínum líkama og trúðu mér allir eiga eftir að sjá mun á þér.
Stelpur verið sanngjanrar við sálfan ykkur því við erum allar svo fallegar og höfum allar eitthvað sem vinnur með okkur - og ekkert er eins fallegt og heillandi eins og sjálfsörugg kona með mikla útgeislun. Og ekki gleyma því að það er engin fullkomin en við getum látið eins og við séum það
Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum
Vissu þið að algeingasta kvennmansstærðin á vesturlöndum er stærð 18 / 46 / 2XL
Afherju að eyða orkunni í þetta !!
Það virðist vera þannig að það er alveg sama hversu grannar við erum - það er alltaf eitthvað sem við erum ósáttar með - En við getum breytt því með réttu hugarfari - hugsum jákvætt um okkur og okkar fallega mjúka líkama
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)