Ég er heilbrigð þó ég sé feit!

bodylove

Það ganga svo margir út frá því að þó maður sé í stærri kanntinum þá sé maður sjúkur í skyndibita og hreyfi aldrei á sér rassgatið. Síður en svo, Þetta frábæra plakat segir allt sem segja þarf!! 


Sundföt sem henta þínu vaxtalagi

 Í tilefni af fallegum og sólríkum dögum undanfarið og að Curvy.is var að á fyrstu sendinguna sína af æðislegum sundfötum, sem hafa vægast sagt fengið frábærar móttökur þá ákvað ég að taka saman nokkra punkta sem vert er að hafa í huga þegar maður velur á sig sundföt Wink

Peran eða A-vaxtalagið
Ef að þú ert með hinn fallega og kvennlega perulaga vöxt þá ætti neðriparturinn, eða mjaðmir, rass og læri að vera stærri heldur en efriparturinn. Perur eru oftast með minni brjóst í samræmi við vöxt sinn. Þú ættir að finna þér sundföt sem draga athyglina uppávið og frá neðripartinum. Tankini hafa verið afar vinsæl og mælt er þá með að hafa toppinn skrautlegan og jafnvel en sundbuxurnar dökkar og einlitar. Sundbuxurnar ættu líka að vera upp að mjöðmum en ekki boxerbuxum sem ná niður fyrir að læri því það dregur frekar athyglina að lærum og rassi.


Stundaglasið eða X- vaxtalagið

lýsir sér eins og nafnið gefur til kynna. eftripartur og neðripartur er svipað breiður en mittið áberandi grennra.
Ef þú ert svo lánsöm að vera stundaglas ættiru að geta klæðst nánast hverju sem er, en mundu bara að taka alltaf inn mittið og draga athyglina að því. Sundföt sem eru með áberandi línu í mittinu eða fallegu skrauti við mittislínuna ætti því að vera fullkomið til að ýkja þennann kvennlega og fallega vöxt.


Jarðaberið eða V-vaxtalagð
Ef þú ert með jarðaberjavöxt þá ættiru að vera með stærri brjóst og breiðari axlir heldur en mitti, mjaðmir og rass. Það sem þú ættir að gera er að tóna niður efripartinn og draga athyglina niður þar sem þú ert grennri. Ef að þú ert mjög brjóstastór getur verið gott fyrir þig að vera í sundtopp sem gefur góðan stuðning eða er með spöngum og breiðum hlýrum. Mundu bara að láta athyglina vera á sundbuxunum og er því gott að vera í áberandi lit eða munstruðum buxum og velja boxer-sniðið.


Ferhyrnta eða I-vaxtalagið
Þær konur sem eru með þetta vaxtalag eru með jafnbreiðar axlir og mjaðmir ásamt því að vera með nánast ekkert mitti. Þær eru semsagt mjög beinar í vöxtinum og þurfa að reyna að ýkja línurnar.  Ef að þú kannast við að hafa þetta vaxtalag þá ættiru að klæðast sundfatnaði sem er skrautlegur eins og t.d. blómamunstur. Munstur rugla oft augað og býr til á mann línur. Akkúrat sem að "I" vaxtalaginu vantar.


Eplavöxturinn
Þær konur sem eru með eplavöxt eru með rúnaðar axlir eða ekki mjög axlabreiðar, bæta á sig aðallega yfir magasvæðið en svo með grennri leggi stundum og handleggi.

Þær ættu að fókusera á að láta mittið líta út fyrir að vera minna og það er gert með því að vera í topp sem er með ábernadi hálsmáli. Rykkingar, twist eða skraut fær alla til að horfa á efripartinn og upp á fallega andlitið þitt og trúðu mér.. enginn tekur eftir bumbunni ;)

 Hér kemur sýnishorn af sundfötunum sem eru í boði hjá Curvy.is - sundfötin koma í stærðum 14-24

Sundföt í stórum stærðum

Tankini í stórum stærðum

 


NIVEA Bjargar málunum!

Heitt - kalt - heitt - kalt... veðurguðinn getur bara ekki ákveðið sig. Í gær var komið vor og í dag er aftur kominn vetur. Þessar hitabreytingar eru að gera útaf við húðina á mér. Hún verður eitthvað svo grámygluleg og þurr Angry Þið eruð eflaust fleiri þarna úti sem kannast við vandamálið.

Ég hef því undanfarið tekið mig til og verið alveg extradugleg að bera dagkrem eða rakakrem á húðina á mér á morgnanna og á kvöldin áður en ég fer að sofa.

Þegar kom að því að velja sér krem blasti við mér óheyrilega mikið að tegundum af alskonar kremum með mismunandi eiginlekum og því um líkt. Þar sem ég er ekki orðin þrjátíu og fimm valdi ég ekkert hrukku minnkandi krem ( hef heyrt að ef maður byrjar of snemma þá eykur það bara líkurnar á hrukkumyndun... veit sossum ekkert hvort að það sé eitthvað til í því.) 

En mikið blöskraði mér þegar ég sá verðin á þessum litlu krukkum!!!! JEEMINN... og ég er nú ekkert viss um það að krem sem kostar 10 þúsund krónur geri í heildina eitthvað meira fyrir mig en krem sem kostar 2000 kr. Lang best að velja eitthvað "solid" .

...Svo mundi ég það, ég horfði á þann snilldar þátt fyrir einhverjum árum síðan sem hét ... " How to look good naked" . Í þeimi þáttum var einmitt gerð, það sem er kallast "blind test", en konur af öllum stærðum og gerðum fengu heim með sér hvíta ómerkta krukku með kremi sem þær áttu að prufa í viku og gefa svo einkunn. konurnar voru skiptar upp í hópa og fengu sitthvora tegundina.... og nánast undantekningar laus vann NIVEA kremið. Þessi dýru fínu krem fengu bara glataða einkunn.

 .. Win Win , gott krem á góðu verði , þannig að ég greip það og er alveg í skýunum InLove

Er öll orðin betri í húðinni... svo ég segi að NIVEA hafi bjargað málnum!

mar11-nivea1

nivea


Glimmer varir heitar um áramótin

Það sem ég elska mest við áramótin er að maður getur komist upp með að líta eins og diskókúla en samt ekki vera hallærislegur Wink Glimmer - pallíettur - skrautlegir hattar og over the top förðun er akkúrat það sem áramóta lúkkið snýst um!

Ég tók púlsinn á því hvað væri töff í ár og það sem stóð uppúr var augnförðun með sterkum litum og svo GLIMMER VARIR .... love InLove  Gera varirnar svo sykraðar og djúsí. Þarf ekki að vera flókið - bara góður gloss eða varasalvi - laust glimmer eða jafnvel augnskuggi og smá glært shine gloss yfir ef þess þarf!

glimmer-lips.jpg

 

charming_make_up.jpg

make_new_year_s_eve_2011_01.jpg

 

new-years-gold.jpg

pink-glitter.jpg

eyes.jpg

 svartur-glimmer.jpg

silver-sparkle.jpg


Vertu Hugmyndarík um Hátíðarnar - Litagleði um jólin

Nú er aðeins rúm vika til jóla og ekki seinna vænna að fara að huga að jóladressunum.

Það er gott að hafa í farteskinu nokkur look þar sem maður puntar sig aldrei jafn oft eins og á þessum tíma. Við erum jú að tala um öll þessi skemmtilegu tilefnig eins og Jólahlaðborð, jólin sjálf, jóla-fjölskylduboðin, gamlárskvöld og nýársfagnaður!!

Jólakjóla trendið í ár eru Skemmtilegir litir - glis og glamúr og gamaldags rómantík ... svo eitthvað sé nefnt Wink

Stelpur! ekki vera fastar í svarta litnum þó að hann sé save ...

marilyn monroe stíll - stórar stærðir

Marilyn Monroe inspired kjóll - 9990 kr frá Curvy.is

Skart frá curvy.is, Armband - 1290 kr og Eyrnalokkar 1290 kr

 

Jólakjólar Stærri Stærðir

Dökkbleikur kjóll frá Curvy.is - 8990 , Netaleggings frá Curvy.is - 3990 kr

Skart frá Curvy.is, Spöng 1590 kr , Eyrnalokkar 1290 kr

 

Kjólar í stærri stærðum

Rómatískur Blúndukjóll frá Curvy.is - 9990 kr, Svört Bolero Peysa Frá Curvy.is - 4990 kr

Skart frá Curvy.is, Armband 1590 kr, Hálsmen 1490 kr

 

Fatnaður, stærri stærðir

Páfugla blöðrutúnik frá Curvy.is - 9990 kr, Stretch Blaser Jakki - 7990 kr

Skart Frá Curvy.is, Páfugla eyrnalokkar 1390 kr, Páfugla Fjaðra hálsmen 1990 kr


Skemmtilegar hugmyndir að hárgreiðslum!

Ertu á leiðinni á árshátíð... eða bara einhvert út á lífið eða veistu ekkert hvað þú átt að gera við hárið á þér og vilt breyta aðeins til..  Þá hefur snillingurinn hún Lilith Moon svarið!

Stelpan er alveg ótrúlega hugmyndarík og hefur yndi af því að töfra framm glæsilegar greiðslur sem eru ekki flóknar en þrátt fyrir það mjög elegant. Hún heldur bæði upp  facebook síðunni http://www.facebook.com/lilithmoon og youtube síðu http://www.youtube.com/user/lilithedarkmoon þar sem hún póstar myndum og kennslumyndböndum reglulega. 

hér koma nokkrar af mínum uppáhalds greiðslum hjá henni...

 


Geymd en ekki gleymd...

Núna um daginn fékk að smá skammir frá vinkonu minni...
"hva.. ertu bara hætt með bloggið?? " ... uuu.. nei auðvitað ekki en sorry það hefur heldur betur gleymst í hamagangnum. Eftir að ég opnaði búðina mína www.curvy.is  hefur heldur betur verið mikið að gera hjá mér, sem er bara alveg frábært því þetta hefur gengið alveg vonum framar!!  
Og svo ekki nóg með það þá barst mér skemmtilegt verkefni eða að vera með vikulegan pistil á www.bleikt.is svo að það hefur verið nóg að gera.
En nú ætla ég að bretta upp ermar og  fara að hugsa betur um þig elsku blogg ... og ég vona að þið haldið áfram að fylgjast með ;)

fmn-intro.jpg

Ef að þið hafið ekki nú þegar séð pistlana mína á bleikt.is þá getið þið skoðað þá hér:

Tékklisti útileigupæjunnar:  http://www.bleikt.is/tiskahonnun/Lesagrein/tjekklistiutilegupaejunnar

Vertu flott í brúðkaupunum í sumar:
http://www.bleikt.is/tiskahonnun/Lesagrein/vertuflottibrudkaupunumisumar/

5 góðar ástæður til að klæðast aðhaldi:
http://www.bleikt.is/fegurdheilsa/Lesagrein/5godarastaedurtiladklaedastadhaldi/


Nauðsynlegt að hafa húmor fyrir sjálfum sér

Rakst á þessa á youtube og vá hvað hún er fyndin.. þessi steriotýpa af amerískri mömmu í úthverfunum sem bendir okkur á blákaldan raunveruleikann og gerir grín að honum.

 


Adele syngur af líf og sál

Og enn tala ég um þessa frábæru og smekklegu söngkonu Adele. Stúlkan tók lagið um daginn í þætti fyrir sjónvarpsstöðina BBC og gaf svo mikla tilfiningu í lagið að hún nánast táraðist í endann. Ótrúlega flott hjá stelpunni. En Adele var ekki bara með flott performance, heldur var hún einstaklega smekkleg í svörtum kjól í sniði sem klæðir hana einstaklega vel og svo poppar hún þetta upp með glitrandi skarti.

Adele-Jools-Holland

Þú geturu fundið svipað look frá Curvy.is

adele-look.jpg

 kjóll frá curvy.is   http://www.curvy.is/vara/229

eyrnalokkar frá curvy.is  http://www.curvy.is/vara/244

hringur frá curvy.is   http://www.curvy.is/vara/243

Skór frá Skór.is

 

Hér er svo myndbandið þar sem hún syngur - allir að hlusta ;)

 


Við elskum þessar línur...

Þær eru svo flottar þessar stelpur, og það sem að gerir þær mest aðlaandi er sjálfstraustið og útgeislunin ... munið það Wink

4c90eee68171e78b_Adele.preview

Adele .. stórglæsileg og hæfileikarík söngkona. Mæli með að þið hlustið á hana.

full_wenn3094863

Önnur flott söngkona - Beth Ditto. Alveg rosalega töff og lætur yfirleitt sjá sig í einhverju áberandi og öðruvísi klæðnaði á uppákomum.

V-Magazine-Plus-Size-Model-227x300

Ef þið hafið eitthvað verið að fylgjast með seríu 16 af America's next top model þá er þessi stúlka - Kasia , að gera góða hluti - Ótrúlegt en satt þá er hún sett í plush size flokkinn. Hún sem er svo grönn...

chloemarshall%231

Curvy Fegurðardrottning - vakti mikla athygli á sýnum tíma þegar hún var kjörin Miss Surrey og fékk pláss í keppnina um ungfrú England . Því miður vann hún ekki ungfrú England titilinn en mér finnst þetta stórt skref í áttina að réttu hugarfari.

 

just+as+beautiful+model

sexy , sexy , sexy ... attitutið er allt Wink

curvy-women7798

Fannst þetta áhugaverð mynd þar sem hér eru sýndar 3 stelpur - þessi lengst til vinstri er size -1 (amerískum stærðum ) sem er liggur við hin almenna módelstærð í tískuheiminum,  sú við hliðiná er stærð 2 ( amerískum stærðum) og sú sem er lengst til hægri er stærð 8 (ameriskum stærðum) ... ég held að þessi lengst til hægri sé lang flottust af þeim Wink

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband