Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Megrunarlausidagurinn ... njótum þess!
6.5.2010 | 22:54
Á þessum degi viljum við:
- fagna margbreytilegum líkamsvexti af öllum stærðum og gerðum
- minna á rétt ALLRA til heilbrigðis, hamingju og velferðar óháð líkamsvexti
- lýsa yfir opinberum frídegi frá hugsunum um mat, megrun og líkamsvöxt
- vekja athygli á lítt þekktum staðreyndum um megrun, heilsu og holdafar
- minna á hvernig megrun og stöðug krafa um grannan vöxt er samfélagsleg atlaga gegn konum
- minnast fórnarlamba átraskana og hættulegra megrunaraðferða
- berjast gegn andúð á líkamsfitu og fordómum vegna vaxtarlags.
---------- þið getið lesið meira um þetta á http://likamsvirding.is/ ---------------------------
Snilldar auglýsing sem ég sá á pjattrófublogginu...
.. Njótið það sem eftir er dagsins... skellið ykkur í ísbíltúr í rómantísku rigningunni ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjallganga er besta ræktin!!
5.5.2010 | 18:24
Ég var að uppgötva alveg nýja náttúruprelu bara hérna rétt fyrir utan borgina, ég veit að þetta er ekkert eitthvað nýtt en ég hef bara aldrei komið þangað áður. Ég er að tala um Móskarðshnjúka tveir ljósir tindar sem kíkja upp úr Mosfellsdalnum við hliðiná Esjunni.
Ég var stödd þarna í gærkvöldi með Fjallafélaginu og þetta var síðasta æfingargangan fyrir Hvannadalshnjúk. Já ég er semsagt búin að vera æfa síðan í Febrúar fjallgöngur og er að undirbúa mig fyrir stóra - takmarkið hæsti tindur landsins sem verður genginn núna 15. maí.
Er alveg töluvert stressuð því ég er ekki þessi típíska útivistar eða íþróttartýpa en hef orðið fyrir mikilli heilsuvakningu og uppgötvaði þá þessi skemmtilegu nær ókeypis hreyfingu að fara í fjallgöngur. Og ekki nóg með það hef ég Reykjavíkurmærin, uppgötvað hvað við eigum yndislega fallegt land og maður kemst í svo mikla snertingu við það í fjallgöngum.
... og fyrir ykkur sem eru að pæla í líkamsræktinni þá er jafn mikil brensla að vera í fjallgöngu og að fara út að hlaupa eða vera á stigatækinu í ræktinni ... nema að maður hefur ekki þetta geðveika útsýni og fríska loft ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Don't worry summer is on it's way
1.5.2010 | 00:43
Nu er ég farin að finna fyrir sumrinu... það er alveg að fara að koma og ég yða í skinninu við það að geta skellt mér í háa hæla, pils, kjól eða sætu kvartbuxurnar mínar ... sem hafa legið í vetrardvala síðustu mánuði. ÉG er búin að taka til í fataskápnum mínum og dusta af litríkur og blómafötunum mínum.
En svo er nú útborgunardagur í dag hjá sumum og þar að meðal mér og ég stóðst ekki mátið stalst upp í Smáralind til að kíkja á úrvalið - sætir pastel litir , síðar skyrtur léttir jakkar, og ég gæti talið endalaust áfram!! Allt svo geggjað, maður kemst líka í svo gott skap að sjá alla sætu sumarlitina.
ÉG ætla að pósta nokkrum góðum lúkkum sem ég er alveg að fíla og ætla klárlega að setja á innkaupalistann!
--- er ekki sumarið yndislegt ---meira síða...
Fríða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)