Pælum aðeins í sumrinu.
11.1.2011 | 00:34
Nú þegar liðið er á vetrar útsölurnar er lítið sem ekkert spennandi eftir. Maður hreinlega bara bíður eftir nýju vörunum. Þessu litríku fallegu sem gefa manni sól í hjarta... þótt að það sé lítið um sól á Íslandi.
Ég hef verið að skyggnast inn í nýju línurnar hjá hinum og þessum og séð hvaða áhrif séu á leiðinni.
Hönnuður hafa verið hrifnir af sniðum frá 50's og 60's. Formin ýta undir curvy vöxt og kveinleika. Kjólar sem eru teknir saman í mittið og koma niður fyrir hné sem búa til stundarglasið (vaxtarlagið) ásamt ferskum litum. Hönnuðir hafa einnig verið að leika sér með Flæðandi fellingar og brot í pilsum, kjólum , toppum og ermum. Fleiri áhrif frá 70's munu sjást í sumar, allt frá flæðandi glamúr kjólum og í háar buxur með skyrtu girta ofaní.
Blómamunstur í kjólum og toppum sosum ekkert nýtt þar á ferð en nú er búið að bæta aðeins í flóruna, munstrin eru mun grófari , minna stunum frekar á laufblöð og agressívari litir. Einnig verður eitthvað um abstrakt munstur.
Blúndurnar eru núna búnar að vera nokkur season, og eins og flestir hlutir sem eru vinsælir í langan tíma taka þeir smá breytingum milli tímabila. Fyrir vorið 2011 fá blúndurnar áhrif frá að fá klassískum, antík stíl. Og í framhaldi af blúndum þá verða heklaðir kjólar, léttar heklaðar peysur og heklaðir fylgihlutir vinsælir í sumar.
Nú verður Bad-girl lookið inflúensað af pönkinu og Mótorhjólunum. Við sáum aðeins af því í vetur en það heldur áfram . Þvegnar buxur, Leður, ísaumaðir búðar, a nettir silfurgaddar, rennilásar, Beltisólar, öryggisnælur og Hermannaklossar .... alveg ótrúlega töff, þarf að segja eitthvað meira...
Áhrif frá Afríku fá að njóta sín í sumar. Gróf Afrísk munstur og jarðaundir fylgihluti. Dýramunstur verða áfram í sumar ásamt mjúkum jarðtónalitum.
Capri pants eða kvart buxur eins og veið seigum á góðri íslensku verða sjóðandi heitar núna. Uppábrot, rennilásar og rykkingar svo eitthvað sé nefnt er það sem einkennir kvartbuxurnar í ár.
Það kemur ekki sumar án þess að það séu rendur. Þessi tenging við sjóinn og sólina er alveg órjúfanleg... Svo er bara að fylgjast með og sjá hvert stefnan tekur þegar fer að líða á seasonið :)
Athugasemdir
Verður spennandi, rendur og blúndudúllerí er cool
Takk fyrir mig
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2011 kl. 12:15
Sæl,
Rosalega mikið af stafsetningarvillum.
Sandra (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 14:18
Gavúuðð ... nú fer ég alveg hrikalega hjá, mér er nefnilega alveg hræðilega lesblind! Ég þarf að fara að fá mér púkann - takk fyrir ábendinguna
Fríða Guðmundsdóttir, 13.1.2011 kl. 19:56
Skemmtilegur pistill mín kæra;)
Hafdís (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.