Umhverfisvæn tíska

Maður finnur það að með hverju árinu að sumarið á íslandi lengist og úti í heimi verða fleiri skógareldar, jarðskjálftar og aðrar náttúruhamfari. Allt þetta er talið vera orsök mengunar og gróðurhúsaáhrifa á Jörðinni. í hvert skipti sem ég sé heimildarmynd um fallegu jörðina okkar og hversu illa á sig komin hún er  fæ ég alveg hnút í magann og get ekki hugsað um annað en ... hvað get ég lagt að mörkum til að reyna að bæta þetta ástand?

Ég, og eflaust margir aðrir flokka dósir og flöskur til að endurvinna og spara þannig bæði peninga og hugsa um umhverfið. En það er ekki nóg, maður þarf líka að nýta allt eins vel og maður getur og ekki henda einhverju þó að það sé orði soldið slitið, heldur senda það í rauðakrossinn þar sem einhver annar hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi getur nýtt. 

En svo getur maður líka valið hvað maður kaupir. Nú er t.d orðið gríðalega vinsælt að vera með poka sem eru endurnýtanlegir, hægt að nota í allt t.d.  ræktina - skólann - þvottinn  og innkaupin!

Ég hef fundið 2 tegundi það eru Birna Bag og Baggu Bag - Algjör snilld ég er einmitt búin að fá mér einn Birna Bag og þetta er alveg rosalega meðfærilegt, er bara með hann í töskunni og get gripið í hann hvenar sem er... Það er meira að segja hægt að nota þess poka til þess að pakka inn og það er að sjálfsögðu miklu umhverfisvænna en innpökkunarpappír Wink og líka góð gjöf!

35863_136583636354557_127579170588337_361547_6511116_n

Einnig hafa töskur úr endurunnum dósum og öðrum umbúðum notið mikilla vinsælda,hér getið þið skoðað og verslað fleiri vörur frá þessum hönnuðum.

paris-hilton

 bottle-taska_1040862.jpg

Kolors er einnig töskur sem hafa slegið í gegn, Kim Catrall var með eina slíka í kvikmyndinni Sex and the City 2

58239_158344990842753_151181098225809_546624_4216014_n

 45721_154329434577642_151181098225809_520160_2563089_n

Nú hefur líka þróast grein innan tískugeirans og það er einmitt hönnun úr umhverfisvænum efnum t.d. lífrænn bómull. Ég vissi það ekki fyrr en ég las það en framleiðsa á bómul er alveg virkilega slæm fyrir umhverfið af því að bændur nota svo gríðalegt magn af skordýraeitri að það hefur ekki bara áhrif á skordýrin heldur líka fuglana og mengar drykkjarvatnið.

Mér var bennt á vefsíðuna http://www.fashion-conscience.com/ sem selur aðeins umhverfisvottaðar vörur bæði fatnað, skó, fylgihluti og heimilsvörur. Einnig eru þessa vörur vottaðar af eftirliti sem sér um sð stöðva barnaþrælkun.

fashion-con.jpg

- Skór , fatnaður, snyrtivörur og fleira all unnið með með efnum sem skaða ekki náttúruna -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Birna bag er tilvalin jólagjöf - rétt hjá þér.

Takk fyrir hugmyndina

Sigrún Óskars, 8.11.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband