Mætt í ræktina!!
2.9.2010 | 23:15
Eru ekki allir búnir að kaupa sér kort í ræktina?? Eða komnir í skemmtileg námskeið??
Ég er sko búin að taka trompið á þetta, Keypti mér kort í baðhúsinu og langar helst að eyða öllum deginum þarna inni, svo skemmtilegir tímar. Magadans, Bollywood, Afró, Hot Yoga ... ég bara get ekki valið hvað ég á að fara í ...
En svo er ekki bara nóg að kaupa kort og þykjast mæta maður verður að setja sér einhver markmið ... Ég er tildæmis með með margar flíkur í skápnum sem ég hef vaxið uppúr og get ekki beðið að komast aftur í, plús þá er Anna mágkona búin að lofa mér geðveiku vintage pilsi um jólin .. þar að segja ef ég kemst í það.
Annað sem fær mann til að vera geðveikt spenntann við að mæta í ræktina eru ný æfingarföt!! Það er ekkert jafn glatað og að vera í gömlum slitnum ofursveittum bol kvennahlaupsbol - jú þeir duga alveg en manni líður eins og maður geti meira ef maður er vel klæddur fyrir ræktina
- Nike Taska - Adidas bolur og Pura lime buxur, þær eru sko algjör snilld, maður getur brett þær upp eða niður eftir því hveru háar maður vill hafa þær -
- Nike Skór , Kúl casall brúsi, Adidas buxur og puma bolur -
- Nike Íþrótta toppar, puma taksa, puma puxur og svo Adidas síður bolur -
- Og svo hérna smá til að hita ykkur upp og koma ykkur í stuð fyrir ræktina -
Athugasemdir
Hæ og takk fyrir skemmtilegt blogg.
Svona í í framhaldi af síðaustu færslu hjá þér þá langar mig að vita hvort þú vitir hvort þú vitir hvar er best að fá íþróttatoppa fyrir brjóstgóðar konur (sem halda öllu á sínum stað).
Anna (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:55
Pilsið hangir upp í skáp og bíður eftir þér elskan mín ;)
Anna Begga (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:43
Hæhæ, Ég er reyndar sjálf í leit að hinum fullkomna íþrótta top því ég hef ekki fundið hann.
Eins og er þá er ég að fara mjög einkennilega leið að því að halda þessum elskum kjurrum á meðan ég hoppa. Ég er í bæði í þróttabrjóstarhaldara og svo öðrum íþrótta top yfir :S
Ég ætla hinsvegar að finna einhvernsstaðar pura lime íþróttatop því ég hef heyrt að hann sé góður en ég hef ekki prufað hann. Ég skal pósta því hérna á síðuna þegar ég finn hinn fullkomna íþrótta top ;)
Fríða Guðmundsdóttir, 7.9.2010 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.