How to dress BIG boobs
30.8.2010 | 16:24
Stór brjóst eru eitthvað sem flestar konur girnast , en fyrir þær sem hafa þau eru það ekki alltaf sjö dagarnir sælir því þessar elskur geta :
1# flækst fyrir manni
2# látið mann líta út fyrir að vera aðeins þéttari
3# Fyrir sum tilefni er einfaldlega ekki viðeigandi að flassa brjóstarskorunni.
4# og já ef ég minnist ekki bara á helvítis vöfðabólgan sem fylgir því að hafa stór brjóst.
En það er nú oftast til lausn á vandamáli .... og ég tel mig hafa fundið eitthvað út úr þessu.
Lausn númer 1:
Góður brjóstarhaldari til þess að halda þessum elskum á sínum stað : ég mæli þá sérstaklega með minimizer frá Triumph reynar alveg rándýrir en margborga sig því maður getur varla notað annað þegar maður hefur einusinni prófað þá algjör snilld fyrir brjóstgóðar konur sem vilja minka barminn aðeins.
- Æðislegir brjóstarhaldarar - svo þæginlegir - hef fengið þá í Debenhams og Hagkaup -
Lausn númer 2:
Rétt snið skiptir máli þegar kemur að því að klæða stór brjóst. Ef að toppurinn eða kjóllinn er með brjóstssaum er mikilvægt að saumurinn komi undir brjóstin en ekki upp á mitt brjóst. Maður verður að sýna og draga framm mittið á sér til þess að brjóstin búi ekki til framlengingu á magann. Gott ráð við því er að nota t.d Belti í mittið. Veldu frekar toppa eða kjóla með breiðum hlírum heldur en mjóum hlírum, það gefur þér tækifæri á að vera í brjóstarhöldum sem að henda þér betur ásamt því að breiðu hlírarnir klæða betur konur með stór brjóst.
- Gott snið á brjóstagóðar konur, þessir eru úr Forever 21 -
Lausn númer 3:
Ef að þú ert í þannig vinnu að þú getir ekki klæðst hverju sem er heldur verður að vera professional og vera ekki með brjóstaskoruna út um allt á business fundunum þá getur verið vandamál að finna réttu toppana - margar skyrtur eru ekki hannaðar fyrir brjóstgóðar konur og ekkert er janf óþæginlegt og skyrta sem gapir :S . Rétt hálsmál er lykilathriðið, Toppar með V hálsmáli en ekki of lágu klæða brjóstakonur best Ekki vera með áberandi hálsmen því það dregur athyglina beint að skorunni. Veldu frekar eyrnalokka og armband til að fullkomna lookið! Í staðin fyrir hnepptar skirtur sem svo oft gapa eins og ég hef neft þá klæðir okkur betur bundnar skyrtur en þá er betra að vera í bol innanundir . Ef þú ætlar að klæðast tveimur pörtum eins og pils og top þá mæli ég með að þú sért í dökkum lit að ofan en ljósum að neðan til að draka ekki of mikla athygli að efri partinum. Eitt sem ég mæli ekki með og það er að vera í rúllukragapeysum eða bolum því lætur mann líta út fyrir að vera breiðari að ofan.
Lausn númer 4:
Maðurinn minn er löngu farinn að kvarta yfir því að vera alltaf að nudda mig.... hehe , hvað get ég sagt annað en þær sem eru í sömu stöðu og ég með stór og þung brjóst ættu að þekkja það að það tekur á að bera þessar elskur 24/7 En ég hef komist að því að Brjóstarhaldarar með þykkum hlírum ( eins og t.d. Triumph brjóstarhaldararnir) axlar og bakæfingar ásamt yoga geta gert kraftaverk! Ekki gefast strax upp á æfingunum þó að þið finnið enn til í bakinu það tekur sirka 2 vikur fyrir líkamann að ganga í gengum aðlögunartímabil og eftir það mun ykkur líða mun betur
Athugasemdir
Sem betur fer þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu ;)
Anna Begga (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 22:17
Veistu nokkuð upp í hvaða stærðir Triumph brjóstahaldararnir koma? Mér finnst svo fáar stærðir selja t.d. mína stærð 36FF :/
Jenny (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 02:04
veistu hvar er hægt að fá svona minimizer í H stærð?
Krissa (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:41
Mig minnir að Triumph komi upp í H stærð en þeir pannta ekki mikið inn af stærstu stærðunum þannig að það er fljótt að fara ( Ekki nógu og gott hjá kaupmönnum ).
En svo hef ég líka góða Reynslu af Misty undirfataverslun á laugaveginum og Ynja í Hamraborg í kópavoginum - þessar 2 eru með Brjóstarhaldara í stórum stærðum og ég hef fengið frábæra þjónustu í báðum þessum verslunum
Fríða Guðmundsdóttir, 31.8.2010 kl. 20:53
Takk fyrir frábært blogg! :)
Hef tekið eftir því að þú notar svoldið myndirnar frá forever21.. Veistu eitthvað hvort hægt sé að panta á netinu og láta senda heim? Bý reyndar í london og þyrfti að láta senda þangað..
Hafði ekki hugmynd um að þeir í forever21 væru með alvörukonustærðir :) frábært að sjá það :)
Dagga (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 12:06
Sæl Dagga :)
Forvever 21 er einmitt uppáhalds búðin mín en því miður er hún bara úti í bandaríkjunum. En þeir eru byrjaðir að senda til nokkura landa, þar á meðal England og Norðurlandanna. Ég hef panntað þarna nokkrum sinnum og látið senda á fólk sem ég þekki sem getur komið vörunum heim og hefur gengið ágætlega :) Þú ættir endilega að notfæra þér það
Fríða Guðmundsdóttir, 1.9.2010 kl. 22:27
Æðislegt!! :) fer strax í málið!! :)
takk takk :)
Dagga (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 23:07
Skemmtilegt blogg!
Annað gott ráð fyrir brjóstgóðar konur er að eiga pínulitla öryggisnælu (ég nota þær sem eru oft notaðar til að festa verðmiða á föt) til að setja á milli talnanna á hnepptum skyrtum sem gapa örlítið, sést ekki neitt og kemur í veg fyrir óþarfa peep show ;)
Ólafía (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 17:07
Já þetta er gott ráð ég er alltaf í vandræðum þegar kemur að skyrtum, tékka á þessu næst
Fríða Guðmundsdóttir, 24.9.2010 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.