Ekki vera hræddar við liti og munstur!

Þegar kemur að okkur lögulegu skvísunum þá eigum við það til að festast í svörtu...
Og við Íslendingarnir eru alveg sérstaklega slæm í þessu. 

Og þó að allir segi að Svart sé grennandi og praktíst... þá er það ekki alveg allur sannleikurinn, því það sem svart gerir líka... það lætur okkur líta út fyrir að vera eldri...
Ég veit ekki um ykkur en ég er nú alveg til í að slá nokkur ár af mér og fá sonna frísklegar útlit.  .. og góðar fréttir við þurfum ekki endilega tímavél til þess því að litir geta hjálpa okkur að  "feika" aldurinn. 

Bjartir og ferskir litir - fríska okkur upp og gefa okkur unglegra útlit.

Notið ljósa augnskugga og hafið augnkrókana ljósari en restin af augunum , það felur þreytta bauga og við verðum bjartari og ferskari um augun.

blóma munstur eru alltaf "INN" á sumrin ...  og ekki forðast munstur og munið, stór munstur plata augað og gera okkur grennri... órtúrlegt en satt, prufið þetta bara.

Nýtið það besta sem þið hafið uppá að bjóða... finnið það sem þið eruð ánægðastar með og sýnið það!! --  brjóst - rass- mjaðmir ...  við erum svo fallegar!

 ML825_0236_122R_75775

 - HM

 BP-F3A00046_R56_front

- Baby Phat

 

jewellery

- Evans

roses.jpg

-Torrid

11102207-3bg 

- Kiyonna

 

gallajakki_990190.jpg

- Evans

rihanna-makeup-2010-52nd-annual-grammys-awards

6_215149_1

 

 svo er bara að prufa sig áfram ... and go wild!

Frida G

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég má til með að vera fan #1 :)

Anna Begga (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 00:38

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Ekki spurning elskan!!

Fríða Guðmundsdóttir, 11.5.2010 kl. 12:34

3 identicon

Já takk!!!

Hélt lengi eftir að ég flutti til landsins að ég væri skrítin því ég gaaaat ekki hugsað mér að vera stanslaust og eingöngu í svörtu.

Hlakka til að lesa meira frá þér!

Sigrun Rohleder (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 13:37

4 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Já þetta með svartalitinn er eitthvað svo innprenntað í okkur, að það eigi að grenna mann, en þegar maður ætti kannski frekar að spá í sniðinu  eða samsetningunni. Það er hægt að klæða af sér án þess að vera alltaf eins og maður sé á leiðinni í jarðaför

Fríða Guðmundsdóttir, 15.5.2010 kl. 21:13

5 identicon

Frábær vefur hjá þér og LÖNGU tímabær, hlakka til að lesa meira frá þér!!

Elsa G Borgarsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 23:34

6 Smámynd: Ágústa Halldórsdóttir

Þessi umræða er alveg að mínu skapi því mér hefur alltaf fundist svartur litur draga fram allar línur í andliti þess sem velur sér þann lit til að klæðast og þess vegna virka allir mörgum árum eldri. takk fyrir að byrja á þessu.

Ágústa Halldórsdóttir, 16.5.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband