Fjallganga er besta ræktin!!

Ég var að uppgötva alveg nýja náttúruprelu bara hérna rétt fyrir utan borgina, ég veit að þetta er ekkert eitthvað nýtt en ég hef bara aldrei komið þangað áður. Ég er að tala um Móskarðshnjúka tveir ljósir tindar sem kíkja upp úr Mosfellsdalnum við hliðiná Esjunni.

Ég var stödd þarna í gærkvöldi með Fjallafélaginu og þetta var síðasta æfingargangan fyrir Hvannadalshnjúk. Já ég er semsagt búin að vera æfa síðan í Febrúar fjallgöngur og er að undirbúa mig fyrir stóra - takmarkið hæsti tindur landsins sem verður genginn núna 15. maí. 

Er alveg töluvert stressuð því ég er ekki þessi típíska útivistar eða íþróttartýpa en hef orðið fyrir mikilli heilsuvakningu og uppgötvaði þá þessi skemmtilegu nær ókeypis hreyfingu að fara í fjallgöngur. Og ekki nóg með það hef ég Reykjavíkurmærin, uppgötvað hvað við eigum yndislega fallegt land og maður kemst í svo mikla snertingu við það í fjallgöngum.

... og fyrir ykkur sem eru að pæla í líkamsræktinni þá er jafn mikil brensla að vera í fjallgöngu og að fara út að hlaupa  eða vera á stigatækinu í ræktinni ...  nema að maður hefur ekki þetta geðveika útsýni og fríska loft ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig gekk að labba hvannadalshnjúk?

krissa (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 03:10

2 Smámynd: Fríða Guðmundsdóttir

Ferðinni var frestað um viku vegna veðurs, þannig að ég krosslegg fingurnar að næsta helgi gangi upp

Fríða Guðmundsdóttir, 17.5.2010 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband