Svona var ég nú einusinni ...
27.4.2010 | 23:41
Það er nú oft þannig að maður lifir á fornum frægðum... eða það sem ég meina að einu sinni vorum við allar ungar, fallegar, ferskar og GRANNAR!! og einhvernvegin er maður alltaf að miða sig við sig þá góðu tíma... þegar maður var " uppá sitt besta"
Ég er nú þannig að ég hef alltaf verið löguleg og mjög flakkandi á vigtinni en þegar ég skoða myndir frá því ég var í menntaskóla segi ég bara, VÁ af hverju gat ég ekki verið sátt við mig þarna í staðin fyrir að vera alltaf svo hörð við sjálfan mig og líta á mig sem bollu þegar ég var bara grönn og flott.
Ég gæfi mikið fyrir að geta litið út eins og ég gerði þá... hugsa ég stundum, en ætli það verði ekki þannig að eftir önnur 10 ár lít ég til baka og hugsa það sama,.. þannig að maður á að vera sáttur við sig eins og maður er í dag og bara njóta þess að geta verið í ermalausum bolum og stuttum pilsum því eftir 10 ár eigum við eftir að líta til baka og hugsa, af hverju gat ég ekki bara verið sátt við mig og notið þess að lifa og vera til
... Og eins og hún Anna vínkona mín sagði við mig um daginn og hún hefur svo fullkomlega rétt fyrir sér "Maður á bara að reyna að vera mögulega besta útgáfan af manni sjálfum hverju sinni."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)