Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
Hvernig áttu að klæðast Harem buxum ?
4.11.2014 | 22:27
Ég er rosalega hrifin af þessari þægilegu tísku sem er búin að vera í gangi. Lausir síðir toppar við leggings , Kósý buxur og stuttermabolir , bara einfalt og þægilegt. En það sem hefur verið að vefjast fyrir mér er hvernig getur maður klæðst víðum kósý buxum á meðal fólks og verið töff ?? sérstaklega þegar maður er ekki í stærð 10
Eftir smá googl og pælingar þá áttaði ég mig á því.. maður getur verið flottur í víðum buxum án þess að enda eins og blöðruselur Aðal atriðið er:
# Vertu í hælum! Þeir laga líkamsstöðuna og maður virkar lengri og grennri. Töff öxlastígvél eða hermannastígvél eru líka flott með þessum buxum.
# Ekki klæðast víðu að ofan ef þú ert í víðu að neðan * Flottur aðsniðin toppur passar vel við en hann má samt alsekki vera svo þröngur að hann sleikir mann alveg .. það er ekki að gera manni neina greiða.
# Ekki vera í síðu að ofan * Ef toppurinn sem maður er í er of síður.. semsagt nær soldið niður fyrir rass þá er virkar maður svo stuttur
# Stuttar jogging-peysur hafa verið soldið í tísku núna og koma þær líka vel út með Harem buxum.
# Ef þú getur girt bolin ofaní þá er passar það líka vel við. Kemur vel út á skvísum sem eru t.d með peruvaxtalagið. Semsagt þær eru nettar að ofan en kannski meiri um sig að neðan.
# stuttur Blaser jakki eða leðurjakki undirstrika mittið. Og þegar við erum í víðu að neðan þá viljum við að beina athyglini uppávið og ekki er verra að búa til smá mitti í leiðinni. ( .. jafvel þó það sé ekki lengur til staðar )
# Flott að vera í kósý gollu yfir fyrir meira casual tilefni.
# Peplum topparnir góðu sem hafa verið mikið í tísku eru flottir til að dressa Harembuxurnar upp og búa til meira sparilegt look.
# Og síðast en ekki síst!! LITIR !!! ** Ef þú ert í svörtum buxum þá skaltu nota liti að ofan til að brjóta upp.. hinsvegar ef þú ert í litríkum eða munstruðum buxum þá er langbest að vera í einlitu eða svörtum topp að ofan svo maður endi ekki eins og trúðu ** LESS IS MORE
* Í Curvy er hægt að fá nokkrar mismunandi t týpur af loose pants, aladdín og harem buxum Smelltu á linkinana ef þú vilt skoða:
http://curvy.is/vara/zig-zag-print-alibaba
http://curvy.is/vara/mai-sweat-pants
http://curvy.is/vara/boho-harem-buxur
http://curvy.is/vara/zipper-sweat-pants
http://curvy.is/vara/svartar-alibaba
http://curvy.is/vara/sidnay-loose-pants
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)