Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Sundföt sem henta þínu vaxtalagi
1.5.2012 | 01:13
Í tilefni af fallegum og sólríkum dögum undanfarið og að Curvy.is var að á fyrstu sendinguna sína af æðislegum sundfötum, sem hafa vægast sagt fengið frábærar móttökur þá ákvað ég að taka saman nokkra punkta sem vert er að hafa í huga þegar maður velur á sig sundföt
Peran eða A-vaxtalagið
Ef að þú ert með hinn fallega og kvennlega perulaga vöxt þá ætti neðriparturinn, eða mjaðmir, rass og læri að vera stærri heldur en efriparturinn. Perur eru oftast með minni brjóst í samræmi við vöxt sinn. Þú ættir að finna þér sundföt sem draga athyglina uppávið og frá neðripartinum. Tankini hafa verið afar vinsæl og mælt er þá með að hafa toppinn skrautlegan og jafnvel en sundbuxurnar dökkar og einlitar. Sundbuxurnar ættu líka að vera upp að mjöðmum en ekki boxerbuxum sem ná niður fyrir að læri því það dregur frekar athyglina að lærum og rassi.
Stundaglasið eða X- vaxtalagið
lýsir sér eins og nafnið gefur til kynna. eftripartur og neðripartur er svipað breiður en mittið áberandi grennra.
Ef þú ert svo lánsöm að vera stundaglas ættiru að geta klæðst nánast hverju sem er, en mundu bara að taka alltaf inn mittið og draga athyglina að því. Sundföt sem eru með áberandi línu í mittinu eða fallegu skrauti við mittislínuna ætti því að vera fullkomið til að ýkja þennann kvennlega og fallega vöxt.
Jarðaberið eða V-vaxtalagð
Ef þú ert með jarðaberjavöxt þá ættiru að vera með stærri brjóst og breiðari axlir heldur en mitti, mjaðmir og rass. Það sem þú ættir að gera er að tóna niður efripartinn og draga athyglina niður þar sem þú ert grennri. Ef að þú ert mjög brjóstastór getur verið gott fyrir þig að vera í sundtopp sem gefur góðan stuðning eða er með spöngum og breiðum hlýrum. Mundu bara að láta athyglina vera á sundbuxunum og er því gott að vera í áberandi lit eða munstruðum buxum og velja boxer-sniðið.
Ferhyrnta eða I-vaxtalagið
Þær konur sem eru með þetta vaxtalag eru með jafnbreiðar axlir og mjaðmir ásamt því að vera með nánast ekkert mitti. Þær eru semsagt mjög beinar í vöxtinum og þurfa að reyna að ýkja línurnar. Ef að þú kannast við að hafa þetta vaxtalag þá ættiru að klæðast sundfatnaði sem er skrautlegur eins og t.d. blómamunstur. Munstur rugla oft augað og býr til á mann línur. Akkúrat sem að "I" vaxtalaginu vantar.
Eplavöxturinn
Þær konur sem eru með eplavöxt eru með rúnaðar axlir eða ekki mjög axlabreiðar, bæta á sig aðallega yfir magasvæðið en svo með grennri leggi stundum og handleggi.
Þær ættu að fókusera á að láta mittið líta út fyrir að vera minna og það er gert með því að vera í topp sem er með ábernadi hálsmáli. Rykkingar, twist eða skraut fær alla til að horfa á efripartinn og upp á fallega andlitið þitt og trúðu mér.. enginn tekur eftir bumbunni ;)
Hér kemur sýnishorn af sundfötunum sem eru í boði hjá Curvy.is - sundfötin koma í stærðum 14-24
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)