Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
NIVEA Bjargar málunum!
16.3.2012 | 11:17
Heitt - kalt - heitt - kalt... veðurguðinn getur bara ekki ákveðið sig. Í gær var komið vor og í dag er aftur kominn vetur. Þessar hitabreytingar eru að gera útaf við húðina á mér. Hún verður eitthvað svo grámygluleg og þurr Þið eruð eflaust fleiri þarna úti sem kannast við vandamálið.
Ég hef því undanfarið tekið mig til og verið alveg extradugleg að bera dagkrem eða rakakrem á húðina á mér á morgnanna og á kvöldin áður en ég fer að sofa.
Þegar kom að því að velja sér krem blasti við mér óheyrilega mikið að tegundum af alskonar kremum með mismunandi eiginlekum og því um líkt. Þar sem ég er ekki orðin þrjátíu og fimm valdi ég ekkert hrukku minnkandi krem ( hef heyrt að ef maður byrjar of snemma þá eykur það bara líkurnar á hrukkumyndun... veit sossum ekkert hvort að það sé eitthvað til í því.)
En mikið blöskraði mér þegar ég sá verðin á þessum litlu krukkum!!!! JEEMINN... og ég er nú ekkert viss um það að krem sem kostar 10 þúsund krónur geri í heildina eitthvað meira fyrir mig en krem sem kostar 2000 kr. Lang best að velja eitthvað "solid" .
...Svo mundi ég það, ég horfði á þann snilldar þátt fyrir einhverjum árum síðan sem hét ... " How to look good naked" . Í þeimi þáttum var einmitt gerð, það sem er kallast "blind test", en konur af öllum stærðum og gerðum fengu heim með sér hvíta ómerkta krukku með kremi sem þær áttu að prufa í viku og gefa svo einkunn. konurnar voru skiptar upp í hópa og fengu sitthvora tegundina.... og nánast undantekningar laus vann NIVEA kremið. Þessi dýru fínu krem fengu bara glataða einkunn.
.. Win Win , gott krem á góðu verði , þannig að ég greip það og er alveg í skýunum
Er öll orðin betri í húðinni... svo ég segi að NIVEA hafi bjargað málnum!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)