Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Töskur Með Caracter
28.3.2011 | 23:11
Þegar sólin fer að láta sjá sig aðeins meira hérna á klakanum og og loftið hlýnar smátt og smátt hellist yfir mig þessi spenna ... að nú sé sumarið að koma.
Ég labbaði aðeins inn í Accessorize í kringlunni í gær og þar var sko heldur betur komið sumar. Ég fann mig dragast að veggnum þar sem töskur í öllum regnbogaslitum voru fallega uppraðaðar. Það sem ég fíla svo við töskurnar þarna er að þær eru svo öðruvísi. Þær eru í raun og veru sona hálfgert centerpeice fyrir eitthvað dress sem er frekar látlaust og getur því skapað ákveðinn caracter .... svartur plain kjóll eða eitthvað dress sem er bara einlitt og svo ein svona flott skrautleg taska klárlega málið
Hér er smá brot af úrvalinu í Accessorize:
Ég kíkti líka aðeins á www.asos.com og töskurnar þar eru í allöðrum stíl en þessar í Accessorize og eru líka mjög flottar:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Retró Krullur - verða vinsælar í sumar
21.3.2011 | 22:10
Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvaða klippingu ég ætti að fá mér fyrir vorið- sumarið. Ég er búin að vera safna lengi og er komin með svakalegan lubba sem að ég er algjörlega orðin hugmyndasnauð hvað skal gera við... Alla daga er ég búin að henda þessu mikla hári upp í hnút.
En svo þegar ég tékkaði á hár-trendunum fyrir sumarið 2011 hætti ég snarlega við þá hugsun að klippa mig stutt - því að það sem verður heitast í hárinu fyrir sumarið eru retró krullur. þá er bara að taka upp krullu járnið og sjá hvaða útfærsla fer manni best
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fashion LOVES Nude
13.3.2011 | 23:14
Nude er að verða einn vinsælasti liturinn í tískuheiminum í dag. Á síðustu tískuviku í París mátti varla sjá collection án þess að nude liturinn kæmi fyrir.
En mörgum konum finnst erfitt að klæðast þessum lit og halda að þessi litur geti einfaldlega bara ekki gengið á sér en það þarf ekki að vera satt. Eins og flestir vita þá erum við Íslendingar alveg rosalega svartklædd þjóð og þá vil ég benda á að ef ykkur finnst erfitt að fara úr svartalitnum en viljið samt einhverja tilbreytingu og "lúkka trendy" þá er nude liturinn alveg einstaklega flottur með svörtu... hér eru nokkrar myndir með samsetningu í nude og svörtu:
Létt síð peysa í nude lit - fæst í netverslun http://curvy.is/vara/121
Hekluð peysa úr Evans
Ljós Jakki úr Asos
Ljós Toppur úr Asos
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvert er þitt fegurðarleyndarmál?
7.3.2011 | 22:51
Allar konur luma á einhverju fegurðarráði ... hvort sem það er eitthvað krem sem þær hafa verið að nota, náttúrulegir skrúbbarð eða einhver aðferð við að hreinsa húðina, kannski einhver tegund af mat eða ákveðinn lífsstíll ....
Mig langar til að deila mínu fegurðarleyndarmáli ...
Baby oil
Þessi olía sem er búin að vera til staðar í mörg ár til að mýkja viðkvæma þurra krúttlega bossa hefur reynst mér alveg einstaklega vel í að hreinsa augnfarða og gefur viðkæmu húðinni í kringum augun raka og mýkt.
Ég er alveg viss um það að ég sé ekki sú fyrsta að uppgötva þetta leyndarmál því ég hef rekist á tvær konur sem líta út fyrir að vera 8 árum yngri en þær eru í raun og veru og þær báðar sögðu mér það að þær hreinsuðu húðina með baby oil og að það væri þeirra fegurðarleyndarmál .... jii það er ekki flókið
Hvert er þitt fegurðarleyndarmál??
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)