Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Scarlett flottust á Óskarnum - Gyðja í fjólubláu!
28.2.2011 | 22:02
Þetta er það sem er á allra vörum núna - ÓSKARINN!!
Hver var best klæddastur og hver var verst klæddastur - hver voru trendin - hvernig var hárgreiðslan???? Þessum spurningum eru að kastast tískusérfræðingar og fjölmiðlarnir á milli sín.
Stjörnurnar voru glæsilegar að vanda þrátt fyrir að sérfræðingar segi að fáir hafi tekið áhætti og verið djarfið í ár. Viss trend voru áberandi á rauða dreglinum
Fjólublátt og rómantísk áhrif virðast hafa heillað stórstjörnurnar í ár. Scarlett fékk mikla athygli í fjóubláa blúndukjólnum sínum og að mínu mati er hún best klæddust í ár
Shimmer og glimmer pallíettur voru líka vinsælar, pallíetturnar halda áfram 2011 verður glamúr ár ;)
Heitir rauði liturinn er klárlega fyrir þessar djörfu , Penelope er náttúrulega alveg einstaklega djörf og tekur þetta alla leið
Kremaðir kjólar , blanda af ævintýrum og rómantík
Sterkir litir, það er sko sumarfílingur í þessum. Virkilega hressandi og töff
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Curvy.is hefur opnað!
23.2.2011 | 22:40
Nú hefur vefverslunin www.curvy.is loksins opnað ... Endilega fylgist með því að nýjar vörur koma regulega inn
Til að auðvelda ykkur leitina þá hef ég útbúið leitarvél í vöruflokknum sem finnur vörurnar sem eru til í þinni stærð .... góða skemmtun
Naglalakkið sem er að slá í gegn!
20.2.2011 | 00:07
Það eru allir að tala um þetta!
Nýjasta naglalakkið frá O P I - Katy Perry línunni . Þetta er alveg ótrúlega töff naglalakk sem býr til sprungu effect ... Ótrúlega auðvelt að nota , maður velur sér bara lit til að naglalakka undir, síðan fer maður yfir með sprungu - naglalakkinu og síðan þegar það er þornað er gott að fara yfir með glæru lakki...og svo er bara að leika sér með að hafa mismunandi liti undir sprungu-lakkinu. Þið veriðið bara að sjá þetta með eigin augum .... Þessi Sprungu ( Crackle ) naglalökk eiga að fást í öllum betri apótekum
Katy Perry hefur sett trendið og eru fleiri framleiðendur farnir að bjóða upp á þessi sprungu-naglalökk, og þá í fleiri litum líka.
Stjörnurnar eru alveg sjúkar í þetta naglalakk - hér sést Fergie með gyllt og svarta Crackle naglalakkið.
Svo er bara að vera creative.. og prófa sig áfram
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ertu komin með date dressið ?
14.2.2011 | 00:31
Nú rennur upp hinn ameríski Valentínusardagur. Leiðindapúkar segja að þetta sé bara enn einn dagurinn fyrir kaupmenn til að troða inní dagatalið svo þeir græði meiri pening en ég vil ekki horfa á þetta þannig. Mér finnst bara að það mætti vera oftar sona dagar til að minna pör á að vera góð við hvort annað og gefa sér tíma til að rækta sambandið. Hættan er nefnilega sú að þegar pör hætta eða einfaldlega bara gleyma að fara á date þá eru mestu líkurnar að að það slitni uppúr hjá þeim.
Ég vona að þið flestar séu búnar að plana rómantískan dag eða date á morgun og að sjálfsögðu þarf að huga að dressinu... hvað skyldi vera hið fullkomna date dress??
Parísar Rómantíkin .... Hvítur Jakki, wide leg buxur og Rauður toppur ... ekki gleyma háu hælunum
Ljósbleiki liturinn ... svo rómantískur losti en samt svo saklaus
- Fyrsti kjóllinn er úr Ellos og Seinni kjóllinn er úr Evans Skórnir eru báðir frá ASOS
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Háir hælar ... punkturinn yfir dress"i"-ð
6.2.2011 | 22:01
Eftir að ég varð ófrísk og átti stelpuna mína, þurfti ég að læra alveg upp á nýtt að ganga á hælum. Fyrst um sinn hafði ég ekkert þol og gafst strax upp. Þegar ég fór út á lífið var ég farin að taka með mér lágbotna skó til skiptana svo að ég gæti enst út kvöldið. En eftir smá þrjósku hef ég náð að byggja upp gott þol og get nú verið í hælunum út daginn.
Það frábæra við háa hæla er að maður virkar svo miklu grennri og lengri, sem er gott fyrir litlar buddur eins og mig . Háir hælar eru líka punkturinn yfir "i"-ð þegar kemur að dressinu því að þegar maður er kominn í hælanna gjörbreytist dressið og virkar miklu betur.
Þegar kemur svo að því að ganga í háum hælum getur það verið erfiðara en það sýnist. Maður þarf mikið að fókusa á að vera beinn í baki , horfa beint fram en jafnframt slaka á í löppunum.
Hér eru stuttar sýnikennslur um hvernig maður á að labba á hælum og bæta líkamsstöðu sína.
Hælarnir fyrir sumarið eru alveg gegggjjjaðir!! Elska líka plattform hælana gefa manni alveg extra sendimetra án óþæginda ... og jú stelpur eru að segja satt þegar þær eru spurðar ... skórnir eru í alvörunni bara ansi þægilegir!
En svo fyrir þær sem eru kannski hávaxnar fyrir og þurfa ekki að vera í háum hælum eða þær sem eru búnar að margt reyna á háu hælana en gefast alltaf upp... þá get ég sagt ykkur það að "kitty heels" eða litir hælar verða líka í tísku í sumar
- Zara -
Wedgy's .... Annaðhvort elskar maður þá eða hatar... ótrúlega töff og frábærir fyrir byrjendur á hælum
- Zara -
- Top Shop -
- Bianco -
Nýtt inn í sumar eru klossa hælarnir eða "Block heels" Töffarlegir og grófir!
- Top Shop -
Klossarnir verða enn inni og líklegast næsta season líka, þannig að ef þú ert ekki enn búin að fá þér eitt par þá er það ekki um seinan ...
- Bianco -
Og svo er það íslenski hönnuðurinn Marta Jonsson , sem er með ótrúlega vandaða og flotta skó.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)