Detox eftir jólin
28.12.2010 | 12:07
Uppþemba, bjúgur og pestar... algengir fylgihvillar jólahátíðarainnar. Í dag líður mér eins og upplásinn blöðruselur eftir allt salt og sykur átið síðustu daga :/ ég hef því leitað mér ráða um hvernig er hægt að detoxa sig eftir jólin!
Númer eitt er vatnslosandi te. Grænnt te er frábær kostur einnig er hægt að búa til sitt te sjálfur með engiferrót og sítrónusafa. Þegar ég var ólétt drakk ég soldið af Birkisafanum frá Weleda til að losna koma í veg fyrir bjúginn og fannst mér það virka ágætlega.Heilsubúðir víða bjóða líka upp á gott úrval af grænu tei
Svo er það Byéonce detox kúrinn, maður blandar saman safa úr 3 sítrónum, cyenne pipar og 125ml agave síróp í 2l vatn og drekkur á 2 tima frest . Þetta segist Söngkonan Byéonce gera eftir allar hátíðar til að koma sér aftur á strik.
Lífrænt epla edik er eitt best falda leyndarmál náttúrunnar, alveg stútfullt af asidofílus (góðu gerlarnir) sem hjálpa okkur að koma jafnvægi á flórunna í maganum og þarmaflórunni í jafnvægi. Og þegar flóran er í góðu jafnvægi þá eru minni líkur á að við fáum kvilla eins og:
-sveppasýking
-síþreyta
-frunsa
-flensa/ bælt ónæmiskerfi
-kvef og slen
-hægðartregða/truflanir
-bólur
-exem
-útbrot
-vanlíðan
-svefnleysi
Ekki reyna að spara þegar kemur að heilsu ykkar. Besti kosturinn er Demeter Eplaedikið frá Yggdrasil.
Svo er ekki bara nóg að drekka heldur líka að borða léttan mat, Snillingurinn hún Cafe Sigrún hefur fundið til margar góðar uppskriftir bæði af söfum og léttum réttum sem hafa þennan "detox" effect. Smellið á myndirnar til að sjá uppskriftina.
Hörfræ eru alveg sérstaklega holl. Þau eru trefjarík og losa um í pípulögninni okkar þannig að ekkert ætti að stíflast!
Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti
Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka.
Athugasemdir
Detox fyrirlestur í Hátúni 12 á miðvikudaginn kl. 20. Allir velkomnir, frítt inn og hellingur af góðum ráðum!!:D BE THERE or BE SQUARE!
Sonja Maggý Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 12:55
Líst vel á, gott framtak :)
Fríða Guðmundsdóttir, 28.12.2010 kl. 13:12
Skemmtilegt blogg!
Líst mjög vel á þessar uppskriftir, kíki á þetta :)
Jóna María (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 20:04
Takk Jóna Ég get sko sagt þér það að allar þær uppskriftir sem ég hef prufað frá blogginu hennar Cafe Sigrúnar eru alveg æðislegar!
Fríða Guðmundsdóttir, 30.12.2010 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.