Hvernig verða jólin þín?
20.12.2010 | 01:07
Ég trúi því ekki að það séu bara nokkrir dagar í jólin... mér finnst þessir síðustu dagar fyrir jól einkennast af alltof miklu óþarfa stressi. Ég mæli því með að allir taki sér langt og gott bað með slakandi olíum og kertaljósi. Sjálf ætla ég að panta mér tíma í nudd og spa rétt fyrir jólin ... reyndar er þetta bara sona partur af jólagjöfinni frá kallinum
En ég er búin að redda jóladressinu... vel valinn gilltur stuttur kjóll, látlaus með síðum púffí víðum ermum... og svo rúsínana í pylsuendanum er svart sítt hálsmen ... alltsaman keypt í topshop - greip síðasta kjólinn í 14! ... Tók reyndar smá forskot á sæluna og mætti í kjólnum í EFJ ilmvatnspartýið, sem var haldið á Austur síðustu helgi.
En það er möst að vera með þema þegar það kemur að jóladressinu
... hvernig verða jólin þín?
Rauð Jól - Classíkin er að fá sér rauðan kjól fyrir jólin bæði hvítt og gyllt passar vel við til að lyfta upp dressinu og gera það enn hátíðarlegra
Glittery Christmas - Svartur nýstárlegur kjóll, og fullt af pallíettu til að skreyta sig með... eins og jólatré . Maður þorir kannski ekki að fara alla leið í pallíettu kjólinn þá er þetta fínn millivegur
Lacey Christmas - Blúndurnar hafa ekki sagt sitt síðasta, rómantískt og sexy yfirbragð, sérstaklega með þessum nude lit. Kemur alveg hrikalega vel út!
Formal Christmas - Jólin eru alveg tíminn til að skella sér í galakjól, það er gaman að dressa sig upp eins og maður sé konungborin - fær mann til að líða aftur eins og lítilli stelpu í prinsessuleik það er alltof sjaldan sem maður getur gert það og því ekki að hafa jólin með í því.
Athugasemdir
Flottur jólakjóllinn þinn Fríða. Líka ótrúlega flottur kjóllinn í Colourful Christmas :)
Tinna Rós (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 17:48
Takk Tinna mín, vona að þú hafir haft það gott í Ítalíu um jólin
Fríða Guðmundsdóttir, 27.12.2010 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.