Algjört "möst" á sólarströndina!!
10.6.2010 | 23:52
Nú fer að líða að því að fólk fari í sumarfrí og eflaust eru þarna einhverjir sem ætla að skella sér á sólarströndina, kíkja á næturklúbbanna, súpa á kokteilum og gera góð kaup í verslunum erlendis... því ótrúlegt en satt þrátt fyrir gengið þá er allt alveg minnst 30% ódýrara út en hérna heima á okureyjunni!
Eitt af því sem mér finnst erfiðast viðþað að ferðast... það er að pakka niður. Ég er alltaf svo stressuð yfir því að gleyma einhverju ...kannski af því ég yfirleitt gleymi alltaf einhverju Sjálf er ég á leiðinni til Spána í September en fyrir ykkur sem farið fyrr í sumar þá hef ég útbúið hérna smá lista af því sem er "möst" að taka með sér til sólarlandsins.
1. Létt og þæginleg föt til að vera í yfir daginn
2. Litríkir og sumarlegir kjólar til að kíkja á klúbbinn í
Kjólar frá Asos.com
3. Í fyrra keypti eg mér stuttar og þunnar nælon hjólabuxur sem maður notar undir pils og kjóla ... þá sleppur maður alveg við núningssár milli læranna :)
4. Eitthvað flott og klæðilegt sem maður getur skellt utanyfir Bikiníið þegar maður er að rölta niður á strönd eða bara ef maður ætlar að rölta á sundlaugabarinn og er kannski pínu spéhærddur ;)
Sharong- Accessorize , Svartur gegnsær kjóll - Asos, Sharong -Accessorize, Röndóttur kjóll- Dorothy Perkins
... Ég gæti reyndar haldið endalaust áfram.. haha eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá er ég alveg hræðileg í því að pakka niður og oft endar það með því að ég pakka niður öllum fataskápnum mínum ... þó að það eigi að sjálfsögðu ekki að vera neitt stress.. því maður ætti að geta keypt all sem maður nauðsynlega þarf á áfangastaðnum
Athugasemdir
Góðan daginn, ég er nýfarin að lesa þetta blogg og fagna því!! Langaði að deila með þér tilvitnun sem ég las fyrir stuttu:" I´ve got a hourglass figure with an extra half an hour" alger snilld og svo ræður maður hvar þessi extra hálftími er settur nú eða hvað manni finnts um hann :)
Takk takk
Sigrún
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 15:13
HAHAHA!!.. þetta er ansi góð tilvitnun.. gott að hafa þetta bak við eyrað
Fríða Guðmundsdóttir, 11.6.2010 kl. 21:50
Takk fyrir þetta blogg, Fríða. Gefur góðar hugmyndir :) vildi bara að ég væri að fara í sólina !!
Fanney (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.