Vaxtalag vikunnar... er "Eplið"
7.6.2010 | 23:31
Vaxtalag er eitt af því sem við konur erum alltaf með á heilanum. Útlitssérfræðingar hafa flokkað og greint þessi helstu vaxtalög kvenna í þeim tilgangi að hjálpa þeim að finna hvaða snið hentar þeim best. Ég ætla aðeins að skrifa um Eplavaxtalagið sem að um 30% kvenna falla undir.
Bæði Sporösku og Tígulvaxtalagið fellur undir þetta svokallaða Eplavaxtalag og lýsir sér sona:
Sporösku vaxtalag:
- Lítil eða engin mittislína
- Grannir handleggir miðað við búk.
- Neðri-magi er stærri en efri-magi
- Algengt að þær sem eru með sporöskjuvaxtalag séu með love handles
- Breiðar Mjaðmir
- Þykk læri
- Rass getur bæði verið stór eða flatur
- Lítil eða engin mittislína
- Stór efri-magi
- Þær sem eru með tígulvaxtalagið geta verið með Love handles
- Útlimir grannir miðað við búk
- Rass getur bæði verið stór eða flatur
Og hvernig á svo að klæða sig ef maður flokkast undir Eplavaxtalagið ? Til að blekkja augað eiga konur með eplavaxtalagið að undirstrika þríhyrnings vaxtalagið með því að draga athyglina upp að öxlum og andliti.
Hverju áttu að klæðast?
- Eyrnalokkar, Hálsmen sem eru áberandi leiða augun upp og draga athyglinni að öxlum og andliti.
- Föt sem eru ekki mjög aðsniðin heldur lyggja laust á líkamanum
- Axlapúðar eins og jökkum undirstrika axlirnar og virkar mjög vel einnig púff ermarnar sem einstaklega mikið inn í dag ;)
- Mikilvægt er að vera í brjóstarhalda sem passar rétt og heldur brjóstunum uppi
- Aðhaldstoppurinn er náttúrulega ómissandi og eða aðhaldsnærbuxurnar
- Efri og neðripartur í samalit - eða einlitur kjóll
- Flegið hálsmál
- Toppar og kjólar sem falla beint meðfram mittinu
- Beinar og lausar buxur
- Pils sem eru frekar bein í sniðinu
Hvað á að forðast:
- Mjög aðsniðnum og þröngum fötum
- Föt sem eru með stóru munstri
- Rúllukraga eða háu hálsmáli
- Ekki nota belti það dregur athyglinni að maganum
- Ekki girða bolinn ofan í buxurnar eða pilsið
- Föt með fellingum
- Niðurþröng Pils
- Niðurþröngar buxur
Af þekktum konum með þennan vöxt má nefna America Ferrara ( Ugly Betty ), Jennifer Hudson, Queen Latifa, Kelly Osbourne og Drew Barrimore ... svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir
Flott innlegg að vanda, ætlar þú svo að fjalla um hin vaxtalögin? Ég er það sem kallast stundaglas en hef fitnað svolítið, veistu um eitthvað sem maður á að forðast í klæðnaði...svona breiðara stundaglas eins og ég ;)
Helga (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:32
Ég á eftir að skrifa um fleirri vaxtalög... Ég skal taka stundaglasið næst ;) en svona til að gefa þér smá þá eiga stundaglösin að leggja áherslu á að draga framm mittið með því að nota belti eða finna toppa eða kjóla sem eru tekknir saman undir brjóstin eða um mittið.
Fríða Guðmundsdóttir, 8.6.2010 kl. 22:25
Glæsilegar konur þarna á ferðinni... sjálf er ég líklega algjör pera.. :/
Anna Begga (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 23:02
Það er ekkert vaxtalag verra eða betra en eitthvað annað, það er bara spurning hvort að maður sé að klæða sig rétt eftir vaxtalagi.. en mér finnst perur einhmitt einstaklega fallegar :) ein af mínum uppáhalds stjörnum er pera .... MISS... Jennifer Lopez
Fríða Guðmundsdóttir, 10.6.2010 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.